Yfirvöld í Frakklandi boða tilslakanir þrátt fyrir 10 þúsund dagleg smit Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2020 20:10 Götur átta borga í Frakklandi voru nær mannlausar í nótt út af útgöngubanninu. AP Photo/Laurent Cipriani Yfirvöld í Frakklandi hafa boðað tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum þrátt fyrir að enn greinist meira en 10 þúsund manns smitaðir í landinu dag hvern. Til stóð að opna menningarstaði að nýju en því hefur verið frestað og hefur útgöngubann að nóttu til verið boðað. Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, sagði í dag að fjölda smita fækkaði ekki eins fljótt og vonir voru um eftir að útgöngubann var sett á í lok október. Útgöngubanninu sem hefur verið í gildi síðan þá verður aflétt en þess í stað verður sett á útgöngubann frá klukkan átta á kvöldin til sex að morgni og tekur það gildi frá og með 15. desember. Útgöngubanninu verður ekki aflétt um áramót, eins og einhverjir vonuðust til, til þess að koma í veg fyrir að stórir hópar fólks safnist saman. Ríkisstjórnin hafði áætlað að boða ekki tilslakanir fyrr en dagleg smit væru orðin færri en fimm þúsund. Það virðist hins vegar ekki raunin, en undanfarna daga hafa meira en tíu þúsund greinst smitaðir dag hvern og í gær greindust 13.750 smitaðir af veirunni. „Við erum enn ekki komin að lokum þessarar annarrar bylgju, og við munum ekki ná markmiðum okkar sem við ætluðum að ná 15. desember,“ sagði Castex á blaðamannafundi í dag. „Við getum ekki slakað alveg á strax. Við verðum að vera einbeitt og vera vakandi til þess að komast í gegnum komandi vikur,“ bætti hann við. Söfn, kvikmyndahús, leikhús og íþróttamiðstöðvar verða ekki opnaðar aftur næstu þrjár vikurnar eins og búist var við. Ákvörðunin um að opna ekki þessar menningarmiðstöðvar hefur verið harðlega gagnrýnd af meðlimum listasenunnar og sagði Phillipe Lellouche, leikari og leikstjóri, í samtali við sjónvarpsstöðina BMF: „Við erum orðin þreytt á því að vera hundsuð. Enn á ný hefur menningin verið skilin eftir á hliðarlínunni.“ Frekari tilslakanir voru tilkynntar af Castex í dag. Leyfilegt verður að ferðast á milli landshluta, útgöngubannið mun ekki gilda á aðfangadagskvöld, fjölskyldur mega fagna jólunum saman en þó ekki fleiri en sex í einu. Í Frakklandi hafa meira en 2,3 milljónir greinst smitaðir af veirunni og nærri 57 þúsund látið lífið frá upphafi faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Tengdar fréttir Mannlausar götur í París Umdeilt útgöngubann tók gildi í gærkvöldi í París svo og átta öðru borgum Frakklands. Götur borganna voru nær mannlausar en lögregla fylgdi því eftir að bannið væri virt. 18. október 2020 10:46 Mismuna Rómafólki í skjóli faraldursins Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur verið notraður til að áreita Rómafólk víða í Mið- og Austur-Evrópu. Mannréttindasamtök og sérfræðingar óttast að með aukinni dreifingu veirunnar muni mismununin og áreitið aukast einnig. 15. október 2020 11:13 Koma á útgöngubanni í Frakklandi Útgöngubann til að hefta hraða útbreiðslu kórónuveirunnar tekur gildi í París og átta öðrum borgum í Frakklandi á laugardag. Emmanuel Macron, forseti, segir bannið verða í gildi í að minnsta kosti fjórar vikur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna uppgangs veirunnar. 14. október 2020 19:28 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, sagði í dag að fjölda smita fækkaði ekki eins fljótt og vonir voru um eftir að útgöngubann var sett á í lok október. Útgöngubanninu sem hefur verið í gildi síðan þá verður aflétt en þess í stað verður sett á útgöngubann frá klukkan átta á kvöldin til sex að morgni og tekur það gildi frá og með 15. desember. Útgöngubanninu verður ekki aflétt um áramót, eins og einhverjir vonuðust til, til þess að koma í veg fyrir að stórir hópar fólks safnist saman. Ríkisstjórnin hafði áætlað að boða ekki tilslakanir fyrr en dagleg smit væru orðin færri en fimm þúsund. Það virðist hins vegar ekki raunin, en undanfarna daga hafa meira en tíu þúsund greinst smitaðir dag hvern og í gær greindust 13.750 smitaðir af veirunni. „Við erum enn ekki komin að lokum þessarar annarrar bylgju, og við munum ekki ná markmiðum okkar sem við ætluðum að ná 15. desember,“ sagði Castex á blaðamannafundi í dag. „Við getum ekki slakað alveg á strax. Við verðum að vera einbeitt og vera vakandi til þess að komast í gegnum komandi vikur,“ bætti hann við. Söfn, kvikmyndahús, leikhús og íþróttamiðstöðvar verða ekki opnaðar aftur næstu þrjár vikurnar eins og búist var við. Ákvörðunin um að opna ekki þessar menningarmiðstöðvar hefur verið harðlega gagnrýnd af meðlimum listasenunnar og sagði Phillipe Lellouche, leikari og leikstjóri, í samtali við sjónvarpsstöðina BMF: „Við erum orðin þreytt á því að vera hundsuð. Enn á ný hefur menningin verið skilin eftir á hliðarlínunni.“ Frekari tilslakanir voru tilkynntar af Castex í dag. Leyfilegt verður að ferðast á milli landshluta, útgöngubannið mun ekki gilda á aðfangadagskvöld, fjölskyldur mega fagna jólunum saman en þó ekki fleiri en sex í einu. Í Frakklandi hafa meira en 2,3 milljónir greinst smitaðir af veirunni og nærri 57 þúsund látið lífið frá upphafi faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Tengdar fréttir Mannlausar götur í París Umdeilt útgöngubann tók gildi í gærkvöldi í París svo og átta öðru borgum Frakklands. Götur borganna voru nær mannlausar en lögregla fylgdi því eftir að bannið væri virt. 18. október 2020 10:46 Mismuna Rómafólki í skjóli faraldursins Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur verið notraður til að áreita Rómafólk víða í Mið- og Austur-Evrópu. Mannréttindasamtök og sérfræðingar óttast að með aukinni dreifingu veirunnar muni mismununin og áreitið aukast einnig. 15. október 2020 11:13 Koma á útgöngubanni í Frakklandi Útgöngubann til að hefta hraða útbreiðslu kórónuveirunnar tekur gildi í París og átta öðrum borgum í Frakklandi á laugardag. Emmanuel Macron, forseti, segir bannið verða í gildi í að minnsta kosti fjórar vikur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna uppgangs veirunnar. 14. október 2020 19:28 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Mannlausar götur í París Umdeilt útgöngubann tók gildi í gærkvöldi í París svo og átta öðru borgum Frakklands. Götur borganna voru nær mannlausar en lögregla fylgdi því eftir að bannið væri virt. 18. október 2020 10:46
Mismuna Rómafólki í skjóli faraldursins Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur verið notraður til að áreita Rómafólk víða í Mið- og Austur-Evrópu. Mannréttindasamtök og sérfræðingar óttast að með aukinni dreifingu veirunnar muni mismununin og áreitið aukast einnig. 15. október 2020 11:13
Koma á útgöngubanni í Frakklandi Útgöngubann til að hefta hraða útbreiðslu kórónuveirunnar tekur gildi í París og átta öðrum borgum í Frakklandi á laugardag. Emmanuel Macron, forseti, segir bannið verða í gildi í að minnsta kosti fjórar vikur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna uppgangs veirunnar. 14. október 2020 19:28