Einn bekkur í sóttkví í tengslum við klasasmitið Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2020 11:31 Hvaleyrarskóli í Hafnarfirði. SKjáskot/ja.is Sextán nemendur og tveir kennarar Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði eru í sóttkví eftir að nemandi greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nemandinn einn íbúa búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði, hvar klasasmit veirunnar hefur komið upp. Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar staðfestir í samtali við Vísi að einn smitaðra íbúa úrræðisins, sem er fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sé nemandi á grunnskólaaldri. Bekkjarfélagar hans hafi verið settir í sóttkví, auk tveggja kennara. Enginn þeirra hafi greinst með veiruna. Árdís segir að gengið hafi vel hjá Hafnarfjarðarbæ að bregðast við klasasmitinu. Unnið sé eftir ákveðnum viðbragðsáætlunum og verklagi. Hún veit ekki til þess að neinn starfsmaður bæjarins hafi þurft að sæta sóttkví í tengslum við klasasmitið. Kristinn Guðlaugsson skólastjóri Hvaleyrarskóla staðfestir í samtali við Vísi að nemandi við skólann hafi greinst með veiruna um miðja viku og sextán bekkjarfélagar, auk tveggja kennara, séu í sóttkví. Hann getur ekki staðfest hvort nemandinn tengist klasasmitinu í búsetuúrræðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver greinist með veiruna í skólanum síðan faraldurinn hófst, að sögn Kristins. Hann segir skólastarfið að öðru leyti ganga sinn vanagang. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum sagði í samtali við fréttastofu í morgun að alls væru átta smitaðir í tengslum við hópsmitið, þar af greindust sex í gær. Hann sagði að uppruni smitsins væri þekktur en hafði ekki frekari upplýsingar um smitrakningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir 78 prósent smitaðra á höfuðborgarsvæðinu Alls greindust tólf með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru allir nema einn í sóttkví. 11. desember 2020 11:16 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Sex af tólf innanlandssmitum gærdagsins tengjast klasasmitinu Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru ellefu í sóttkví. Af þeim sem greindust með veiruna í gær tengjast sex klasasmiti á höfuðborgarsvæðinu sem komið hefur upp í húsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 09:23 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Sjá meira
Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar staðfestir í samtali við Vísi að einn smitaðra íbúa úrræðisins, sem er fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sé nemandi á grunnskólaaldri. Bekkjarfélagar hans hafi verið settir í sóttkví, auk tveggja kennara. Enginn þeirra hafi greinst með veiruna. Árdís segir að gengið hafi vel hjá Hafnarfjarðarbæ að bregðast við klasasmitinu. Unnið sé eftir ákveðnum viðbragðsáætlunum og verklagi. Hún veit ekki til þess að neinn starfsmaður bæjarins hafi þurft að sæta sóttkví í tengslum við klasasmitið. Kristinn Guðlaugsson skólastjóri Hvaleyrarskóla staðfestir í samtali við Vísi að nemandi við skólann hafi greinst með veiruna um miðja viku og sextán bekkjarfélagar, auk tveggja kennara, séu í sóttkví. Hann getur ekki staðfest hvort nemandinn tengist klasasmitinu í búsetuúrræðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver greinist með veiruna í skólanum síðan faraldurinn hófst, að sögn Kristins. Hann segir skólastarfið að öðru leyti ganga sinn vanagang. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum sagði í samtali við fréttastofu í morgun að alls væru átta smitaðir í tengslum við hópsmitið, þar af greindust sex í gær. Hann sagði að uppruni smitsins væri þekktur en hafði ekki frekari upplýsingar um smitrakningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir 78 prósent smitaðra á höfuðborgarsvæðinu Alls greindust tólf með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru allir nema einn í sóttkví. 11. desember 2020 11:16 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Sex af tólf innanlandssmitum gærdagsins tengjast klasasmitinu Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru ellefu í sóttkví. Af þeim sem greindust með veiruna í gær tengjast sex klasasmiti á höfuðborgarsvæðinu sem komið hefur upp í húsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 09:23 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Sjá meira
78 prósent smitaðra á höfuðborgarsvæðinu Alls greindust tólf með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru allir nema einn í sóttkví. 11. desember 2020 11:16
Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44
Sex af tólf innanlandssmitum gærdagsins tengjast klasasmitinu Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru ellefu í sóttkví. Af þeim sem greindust með veiruna í gær tengjast sex klasasmiti á höfuðborgarsvæðinu sem komið hefur upp í húsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 09:23