Klasasmitið gerði útslagið en erum þó á svipuðu róli Kristín Ólafsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 11. desember 2020 12:34 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir klasasmit kórónuveirunnar sem kom upp í gær í búsetuúrræði fyrir hælisleitendafjölskyldur í Hafnarfirði hafa gert útslagið fyrir tölur gærdagsins. Þær séu þó á svipuðu róli og undanfarna daga en klasasmitið sýni hvað staðan sé viðkvæm. Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sex í tengslum við klasasmitið í Hafnarfirði. Þar áður höfðu tveir greinst í húsnæðinu og alls eru því átta íbúar smitaðir, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir á að af þeim tólf sem smituðust innanlands hafi ellefu verið í sóttkví. Klasasmitið sýni þó hvað lítið megi út af bregða til að veiran sæki aftur í sig veðrið. „En þetta sýnir hvað staðan er viðkvæm. Að það getur fljótt komið upp smit í ákveðnum hópum og þess vegna er ofboðslega mikilvægt fyrir alla núna að fara mjög varlega í þessum hópamyndunum, það er algjört lykilatriði,“ segir Þórólfur. „Og það skiptir engu máli hvað við segjum eða bönnum eða leyfum, það er hvernig fólk hegðar sér og þess vegna biðlum við til alla að fara varlega á næstunni, þessa helgi í hópamyndunum, veisluhöldum og svo framvegis.“ Inntur eftir því hvort klasasmitið meðal hælisleitendanna sé áhyggjuefni segir Þórólfur að það sé ánægjulegt að allir sem greindust þar í gær hafi verið í sóttkví. „En það segir bara hvað getur gerst. Og ég vona að fleiri hafi ekki smitast út frá þessum einstaklingum, það er aðalmálið núna.“ Er vitað hvernig þetta kom upp? Er grunur um að sóttvörnum hafi til dæmis verið ábótavant? „Nei, þetta er í skoðun og rakningu. Það er ekkert meira hægt að segja um það á þessari stundu,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Tengdar fréttir Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum. 11. desember 2020 12:11 78 prósent smitaðra á höfuðborgarsvæðinu Alls greindust tólf með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru allir nema einn í sóttkví. 11. desember 2020 11:16 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sex í tengslum við klasasmitið í Hafnarfirði. Þar áður höfðu tveir greinst í húsnæðinu og alls eru því átta íbúar smitaðir, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir á að af þeim tólf sem smituðust innanlands hafi ellefu verið í sóttkví. Klasasmitið sýni þó hvað lítið megi út af bregða til að veiran sæki aftur í sig veðrið. „En þetta sýnir hvað staðan er viðkvæm. Að það getur fljótt komið upp smit í ákveðnum hópum og þess vegna er ofboðslega mikilvægt fyrir alla núna að fara mjög varlega í þessum hópamyndunum, það er algjört lykilatriði,“ segir Þórólfur. „Og það skiptir engu máli hvað við segjum eða bönnum eða leyfum, það er hvernig fólk hegðar sér og þess vegna biðlum við til alla að fara varlega á næstunni, þessa helgi í hópamyndunum, veisluhöldum og svo framvegis.“ Inntur eftir því hvort klasasmitið meðal hælisleitendanna sé áhyggjuefni segir Þórólfur að það sé ánægjulegt að allir sem greindust þar í gær hafi verið í sóttkví. „En það segir bara hvað getur gerst. Og ég vona að fleiri hafi ekki smitast út frá þessum einstaklingum, það er aðalmálið núna.“ Er vitað hvernig þetta kom upp? Er grunur um að sóttvörnum hafi til dæmis verið ábótavant? „Nei, þetta er í skoðun og rakningu. Það er ekkert meira hægt að segja um það á þessari stundu,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Tengdar fréttir Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum. 11. desember 2020 12:11 78 prósent smitaðra á höfuðborgarsvæðinu Alls greindust tólf með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru allir nema einn í sóttkví. 11. desember 2020 11:16 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum. 11. desember 2020 12:11
78 prósent smitaðra á höfuðborgarsvæðinu Alls greindust tólf með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru allir nema einn í sóttkví. 11. desember 2020 11:16
Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44