ÍR áfrýjar máli Sigurðar til Landsréttar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. desember 2020 15:03 Sigurður Gunnar Þorsteinsson hafði betur gegn ÍR í Héraðsdómi Reykjavíkur. Málið fer nú fyrir Landsrétt. Vísir/Bára Körfuknattleiksdeild ÍR hefur áfrýjað úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu gegn Sigurði Gunnari Þorsteinssyni til Landsréttar. Þann 17. nóvember síðastliðinn var Körfuknattleiksdeild ÍR dæmd til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir króna auk dráttarvaxta vegna vangoldinna launa. Sigurður gekk í raðir ÍR haustið 2019 og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Hann meiddist í fyrsta leik sínum með ÍR og lék ekkert meira með tímabilið 2019-20. Í vor rifti ÍR svo samningi sínum við Sigurð en félagið ákvað að greiða honum ekki laun þar sem það taldi hann ekki hafa uppfyllt sinn hluta samningsins. Sigurður höfðaði því mál á hendur ÍR og krafði félagið um tæpar tvær milljónir króna í vangoldin laun. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 17. nóvember og var Sigurði í hag. Í dómnum kemur fram að meiðsli leikmannsins hafi ekki verið réttmæt ástæða til að segja samningi hans upp. Í dag áfrýjaði ÍR dómi Héraðsdóms til Landsréttar. Sveinbjörn Claessen rekur málið fyrir hönd ÍR en hann er fyrrverandi leikmaður körfuboltaliðs félagsins. Í sumar samdi Sigurður við nýliða Hattar á Egilsstöðum. Hann skoraði 21 stig og tók ellefu fráköst í fyrsta, og enn eina, leik liðsins á tímabilinu, í 94-101 tapi fyrir Grindavík í Domino's deildinni. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla ÍR Dómsmál Kjaramál Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Þann 17. nóvember síðastliðinn var Körfuknattleiksdeild ÍR dæmd til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir króna auk dráttarvaxta vegna vangoldinna launa. Sigurður gekk í raðir ÍR haustið 2019 og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Hann meiddist í fyrsta leik sínum með ÍR og lék ekkert meira með tímabilið 2019-20. Í vor rifti ÍR svo samningi sínum við Sigurð en félagið ákvað að greiða honum ekki laun þar sem það taldi hann ekki hafa uppfyllt sinn hluta samningsins. Sigurður höfðaði því mál á hendur ÍR og krafði félagið um tæpar tvær milljónir króna í vangoldin laun. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 17. nóvember og var Sigurði í hag. Í dómnum kemur fram að meiðsli leikmannsins hafi ekki verið réttmæt ástæða til að segja samningi hans upp. Í dag áfrýjaði ÍR dómi Héraðsdóms til Landsréttar. Sveinbjörn Claessen rekur málið fyrir hönd ÍR en hann er fyrrverandi leikmaður körfuboltaliðs félagsins. Í sumar samdi Sigurður við nýliða Hattar á Egilsstöðum. Hann skoraði 21 stig og tók ellefu fráköst í fyrsta, og enn eina, leik liðsins á tímabilinu, í 94-101 tapi fyrir Grindavík í Domino's deildinni. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla ÍR Dómsmál Kjaramál Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira