Reyndist dvelja ólöglega í landinu og vistaður í fangaklefa Sylvía Hall skrifar 12. desember 2020 07:32 Lögregla hafði afskipti af fjölda ökumanna í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Einn ökumaður, sem stöðvaður var vegna fíkniefnaaksturs, reyndist dvelja ólöglega í landinu. Þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna, sá fyrsti á áttunda tímanum í gærkvöldi. Var hann akandi í vesturbæ Reykjavíkur þegar lögregla stöðvaði hann. Rúmlega klukkustund síðar var svo annar ökumaður stöðvaður í Laugardal og reyndist sá einnig undir áhrifum fíkniefna og hafði jafnframt verið sviptur ökuréttindum. Á tíunda tímanum var svo þriðji ökumaðurinn stöðvaður í miðbæ Reykjavíkur sem var einnig undir áhrifum fíkniefna. Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu kom í kjölfarið í ljós að ökumaðurinn dvaldist ólöglega hér á landi og var hann vistaður í fangaklefa á meðan mál hans er til skoðunar. Maðurinn var stöðvaður í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Tvö umferðarslys urðu í gærkvöldi, það fyrra klukkan korter í níu í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Báðar bifreiðar voru óökufærar eftir áreksturinn og var einn fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Seinna óhappið var á tíunda tímanum í Hafnarfirði þar sem annar ökumaðurinn reyndist ölvaður, en engin slys urðu á fólki. Skömmu eftir klukkan tíu var ökumaður stöðvaður á 137 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80, en sá var undir áhrifum áfengis. Um hálftíma síðar var annar ökumaður stöðvaður í Mosfellsbæ og reyndist sá verulega ölvaður við aksturinn. Þá var sautján ára ökumaður stöðvaður í Kópavogi skömmu eftir miðnætti eftir að hafa keyrt á 145 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80. Tvö innbrot á sömu klukkustund Klukkan ellefu í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af fjórtán ára ungmennum í Grafarholti sem voru undir áhrifum áfengis. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var málið afgreitt með aðkomu foreldra og verður barnaverndaryfirvöldum tilkynnt um málið. Tveir voru handteknir á Seltjarnarnesi skömmu fyrir miðnætti vegna líkamsárásar. Báðir bíða skýrslutöku þegar af þeim rennur. Einn var handtekinn í Efra-Breiðholti á öðrum tímanum í nótt vegna eignaspjalla. Sá var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Þá voru tvö innbrot í Háaleitis- og Bústaðahverfi á fjórða tímanum í nótt, annað í verslun og hitt í fyrirtæki. Talsverðum verðmætum var stolið úr versluninni og er málið til rannsóknar, en ekki liggur fyrir hverju var stolið í fyrirtækinu að svo stöddu. Lögreglumál Mosfellsbær Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna, sá fyrsti á áttunda tímanum í gærkvöldi. Var hann akandi í vesturbæ Reykjavíkur þegar lögregla stöðvaði hann. Rúmlega klukkustund síðar var svo annar ökumaður stöðvaður í Laugardal og reyndist sá einnig undir áhrifum fíkniefna og hafði jafnframt verið sviptur ökuréttindum. Á tíunda tímanum var svo þriðji ökumaðurinn stöðvaður í miðbæ Reykjavíkur sem var einnig undir áhrifum fíkniefna. Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu kom í kjölfarið í ljós að ökumaðurinn dvaldist ólöglega hér á landi og var hann vistaður í fangaklefa á meðan mál hans er til skoðunar. Maðurinn var stöðvaður í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Tvö umferðarslys urðu í gærkvöldi, það fyrra klukkan korter í níu í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Báðar bifreiðar voru óökufærar eftir áreksturinn og var einn fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Seinna óhappið var á tíunda tímanum í Hafnarfirði þar sem annar ökumaðurinn reyndist ölvaður, en engin slys urðu á fólki. Skömmu eftir klukkan tíu var ökumaður stöðvaður á 137 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80, en sá var undir áhrifum áfengis. Um hálftíma síðar var annar ökumaður stöðvaður í Mosfellsbæ og reyndist sá verulega ölvaður við aksturinn. Þá var sautján ára ökumaður stöðvaður í Kópavogi skömmu eftir miðnætti eftir að hafa keyrt á 145 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80. Tvö innbrot á sömu klukkustund Klukkan ellefu í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af fjórtán ára ungmennum í Grafarholti sem voru undir áhrifum áfengis. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var málið afgreitt með aðkomu foreldra og verður barnaverndaryfirvöldum tilkynnt um málið. Tveir voru handteknir á Seltjarnarnesi skömmu fyrir miðnætti vegna líkamsárásar. Báðir bíða skýrslutöku þegar af þeim rennur. Einn var handtekinn í Efra-Breiðholti á öðrum tímanum í nótt vegna eignaspjalla. Sá var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Þá voru tvö innbrot í Háaleitis- og Bústaðahverfi á fjórða tímanum í nótt, annað í verslun og hitt í fyrirtæki. Talsverðum verðmætum var stolið úr versluninni og er málið til rannsóknar, en ekki liggur fyrir hverju var stolið í fyrirtækinu að svo stöddu.
Lögreglumál Mosfellsbær Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent