Víðir greindist með kórónuveiruna 25. nóvember síðastliðinn og hefur undanfarið glímt við lungnabólgu vegna veirusýkingarinnar.
„Ég hef ekki heyrt í honum í dag en ég hef fregnir af því að hann hafi átt góðan dag í gær. Ég á eftir að heyra í honum í dag og sjá hvernig hann hefur það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um Víði.
Rögnvaldur Ólafsson deildarstjóri almannavarnadeildar, segir Víði fara batnandi en hann glími enn við lungnabólg