Keane og Neville unnu fjölda allan af titlum á sínum tímum sem leikmenn Manchester United og voru sparkspekingar Sky Sports er Man United tók á móti Manchester City á Old Trafford í gær. Leikurinn fer seint í sögubækurnar en niðurstaðan var markalaust jafntefli í frekar tíðindalitlum leik.
Bæði Keane og Neville telja að Solskjær, þjálfari Man Utd, þurfi að sanna sig eftir að liðið datt úr Meistaradeild Evrópu í liðinni viku.
„Ég held hann verði að vinna bikar. Það er þessi árátta með að lenda í fjórða sæti en fyrir mér á Manchester United að gera það hvort eð er. Þegar tímabilinu lýkur þá hefur Ole verið nægilega lengi í starfi til að við vitum hvort hann sé maðurinn sem getur komið liðinu í alvöru titilbaráttu. Sem stendur tel ég liðið enn vera á eftir Liverpool, Tottenham Hotspur og Chelsea svo hann verður að reyna vinna aðra titla á meðan,“ sagði Keane á Sky Sports að leik loknum.
Since conceding 6 goals from 8 shots on target faced v Tottenham on Oct 4, Man Utd have conceded 1 goal & faced 7 shots on target in the last 4 PL games at Old Trafford pic.twitter.com/PQoEPBGMm0
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) December 12, 2020
Telur leikstíl skipta jafn miklu máli og titla
„Ég held að Ole verði að fara stýra leikjum betur. Á síðustu 12 mánuðum hefur Man Utd notast við tvö mismunandi leikplön til að vinna leiki. Það eru skyndisóknir eða ákveðin augnablik sem falla með þeim, líkt og gegn Southampton og West Ham United nýverið. Þeir eru ekki beint að yfirspila hin liðin, þeir eru að nýta ákveðin augnablik í leikjunum.“
„Á næstu sex til átta mánuðum verða þeir að reyna stýra stóru leikjunum betur. Það verður lykillinn fyrir Ole. Þeir verða að fara spila eins og lið. Leikurinn í dag var allt í lagi en þetta er ekki leikplanið sem Man Utd á að nota til lengri tíma né til að vinan titla,“ sagði Neville.
Man City are involved in a PL goalless draw for the first time since Oct 2018 (v Liverpool) - had gone 78 PL games without a 0-0 pic.twitter.com/OAv9WeI26q
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) December 12, 2020
„Öll lið sem vinna deildartitla þá stýra leikjum, eru meira með boltann, keyra yfir andstæðinganna og vinna stóra leiki. Ole hefur ekki komið Man Utd þangað enn og hann hefur verið í starfi í tvö ár Hann hefur sjö mánuði til að ná því, ef ekki þá er hann í vandræðum,“ sagði Neville að lokum.