Mikið um samkvæmi og ekki allir sem virtu tíu manna hámarkið Sylvía Hall skrifar 13. desember 2020 07:13 Lögregla fékk þónokkrar ábendingar um hávaða í nótt. Vísir/Vilhelm Hundrað mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 17 síðdegis í gær til klukkan fimm í morgun. Fangageymslur voru nánast fullar eftir nóttina samkvæmt dagbók lögreglu og var fólk vistað það vegna hinna ýmsu mála. Töluvert var um samkvæmi í nótt að sögn lögreglu, en hátt í þrjátíu tilkynningar bárust vegna hávaða úr samkvæmum í heimahúsum. Allur gangur hafi verið á því hvort fólk hafi virt tíu manna samkomubann eða ekki. „Eitthvað virðist fólk vera farið að slaka á varðandi Covid,“ segir í dagbók lögreglu. Á níunda tímanum í gærkvöld var einn handtekinn í miðbæ Reykjavíkur, en sá hafði verið að áreita vegfarendur. Lögregla reyndi að tala manninn til en þegar það bar ekki árangur var hann vistaður í fangaklefa. Á öðrum tímanum í nótt var svo einstaklingur handtekinn í Breiðholti eftir að hafa gengið berserksgang á heimili sem hann var gestkomandi á. Var hann einnig vistaður í fangaklefa. Þá var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og var árásarmaðurinn vistaður í fangaklefa. Lögregla hefur ekki upplýsingar um líðan árásarþola að svo stöddu. Lögregla þurfti einnig að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum í gærkvöldi og í nótt. Einn var stöðvaður skömmu fyrir níu í gærkvöldi sem reyndist undir áhrifum áfengis og fíkniefna, en sá hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Skömmu eftir miðnætti var svo ökumaður handtekinn eftir að hafa ekið á tvær kyrrstæðar bifreiðar og rafmagnskassa. Sá var „sótölvaður“ að sögn lögreglu, aldrei öðlast ökuréttindi í ofanálag og var hann vistaður í fangaklefa. Rétt fyrir klukkan tvö var svo ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Töluvert var um samkvæmi í nótt að sögn lögreglu, en hátt í þrjátíu tilkynningar bárust vegna hávaða úr samkvæmum í heimahúsum. Allur gangur hafi verið á því hvort fólk hafi virt tíu manna samkomubann eða ekki. „Eitthvað virðist fólk vera farið að slaka á varðandi Covid,“ segir í dagbók lögreglu. Á níunda tímanum í gærkvöld var einn handtekinn í miðbæ Reykjavíkur, en sá hafði verið að áreita vegfarendur. Lögregla reyndi að tala manninn til en þegar það bar ekki árangur var hann vistaður í fangaklefa. Á öðrum tímanum í nótt var svo einstaklingur handtekinn í Breiðholti eftir að hafa gengið berserksgang á heimili sem hann var gestkomandi á. Var hann einnig vistaður í fangaklefa. Þá var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og var árásarmaðurinn vistaður í fangaklefa. Lögregla hefur ekki upplýsingar um líðan árásarþola að svo stöddu. Lögregla þurfti einnig að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum í gærkvöldi og í nótt. Einn var stöðvaður skömmu fyrir níu í gærkvöldi sem reyndist undir áhrifum áfengis og fíkniefna, en sá hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Skömmu eftir miðnætti var svo ökumaður handtekinn eftir að hafa ekið á tvær kyrrstæðar bifreiðar og rafmagnskassa. Sá var „sótölvaður“ að sögn lögreglu, aldrei öðlast ökuréttindi í ofanálag og var hann vistaður í fangaklefa. Rétt fyrir klukkan tvö var svo ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira