Frumvarpið komi ekki alfarið í veg fyrir orkunýtingu á hálendinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. desember 2020 13:31 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverifs- og auðlindaráðherra. Vísir/Vilhelm Bæjarfulltrúi á Akureyri segir alvarlegt ef lög um miðhálendisþjóðgarð komi í veg fyrir orkunýtingu á hálendinu. Umhverfisráðherra segir ekki rétt að frumvarpið komi alfarið í veg fyrir orkunýtingu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Þórir Garðarsson, forstjóri GrayLine og Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri og stjórnarformaður Norðurorku, ræddu frumvarp um stofnun hálendisþjóðgarðs í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ingibjörg hefur efasemdir um frumvarpið. Meðal annars þurfi að hennar mati að huga betur að þörfinni fyrir orkunýtingu til framtíðar. „Ég skil þetta sem svo að allt hálendið verði sett í mjög strangan verndarflokk, landsvæði sem í raun og veru er sameign þjóðarinnar. Þetta er ekki sagt í frumvarpinu sjálfu en kemur fram í markmiðslýsingunni. Og við stofnun hálendisþjóðgarðs þá falla niður sérlög um Vatnajöklsþjóðgarðinn sem tóku mið af fjölbreyttri starfsemi og aðstæðum við stofnun þjóðgarðsins,“ sagði Ingibjörg. „Með þessu er svæðið sem er hentugast til að framleiða endurnýjanlega græna orku tekið úr sambandi og ef þú tekur orkuríkasta svæði landsins út fyrir sviga þá hlýtur maður að spyrja sig hverju er verið að fórna? Hverjar eru þarfir landsins?,“ spurði Ingibjörg. „Auk þess sem ég lít svo á að þetta takmarki bara verulega möguleika á nýtingu á gæðum hálendisins fyrir alla aðra starfsemi sem að þá lítur beint að rekstri þjóðgarðsins. Ég tel til dæmis okkur verða að virða rétt þeirra sveitarfélaga sem nú hafa skipulagsvald á svæðinu, landeigenda og svo ekki sé minnst á almenning,“ bætti hún við. Umhverfisráðherra segist ósammála því að verið sé að loka hálendinu. „Það kemur nú mjög skýrt fram í 18. grein frumvarpsins að almenningi er heimil för um þjóðgarðinn og dvöl þar,“ sagði Guðmundur Ingi. Ingibjörg ítrekaði áhyggjur sínar af takmörkunum á möguleikum orkunýtingar. „Það er verið að loka á orkunýtingu á hálendinu með þessu frumvarpi og ég tel að það sé bara mjög alvarlegt,“ sagði Ingibjörg. Þessu kvaðst ráðherra einnig ósammála. Hugmyndir sem þegar hafi komið fram um orkunýtingu komi til greina að skoða en aðrar og nýjar hugmyndir ekki. „Við klárum umfjöllun um það sem hefur komið fram en ekki meira. Þannig að það er ekki rétt að það sé verið að loka algjörlega á orkunýtingu. Frumvarpið gerir hins vegar ráð fyrir því að það sé reynt að beina henni inn á svæði sem þegar eru röskuð,“ sagði Guðmundur Ingi. Fréttin hefur verið uppfærð. Þjóðgarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Hálendisþjóðgarður Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Þórir Garðarsson, forstjóri GrayLine og Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri og stjórnarformaður Norðurorku, ræddu frumvarp um stofnun hálendisþjóðgarðs í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ingibjörg hefur efasemdir um frumvarpið. Meðal annars þurfi að hennar mati að huga betur að þörfinni fyrir orkunýtingu til framtíðar. „Ég skil þetta sem svo að allt hálendið verði sett í mjög strangan verndarflokk, landsvæði sem í raun og veru er sameign þjóðarinnar. Þetta er ekki sagt í frumvarpinu sjálfu en kemur fram í markmiðslýsingunni. Og við stofnun hálendisþjóðgarðs þá falla niður sérlög um Vatnajöklsþjóðgarðinn sem tóku mið af fjölbreyttri starfsemi og aðstæðum við stofnun þjóðgarðsins,“ sagði Ingibjörg. „Með þessu er svæðið sem er hentugast til að framleiða endurnýjanlega græna orku tekið úr sambandi og ef þú tekur orkuríkasta svæði landsins út fyrir sviga þá hlýtur maður að spyrja sig hverju er verið að fórna? Hverjar eru þarfir landsins?,“ spurði Ingibjörg. „Auk þess sem ég lít svo á að þetta takmarki bara verulega möguleika á nýtingu á gæðum hálendisins fyrir alla aðra starfsemi sem að þá lítur beint að rekstri þjóðgarðsins. Ég tel til dæmis okkur verða að virða rétt þeirra sveitarfélaga sem nú hafa skipulagsvald á svæðinu, landeigenda og svo ekki sé minnst á almenning,“ bætti hún við. Umhverfisráðherra segist ósammála því að verið sé að loka hálendinu. „Það kemur nú mjög skýrt fram í 18. grein frumvarpsins að almenningi er heimil för um þjóðgarðinn og dvöl þar,“ sagði Guðmundur Ingi. Ingibjörg ítrekaði áhyggjur sínar af takmörkunum á möguleikum orkunýtingar. „Það er verið að loka á orkunýtingu á hálendinu með þessu frumvarpi og ég tel að það sé bara mjög alvarlegt,“ sagði Ingibjörg. Þessu kvaðst ráðherra einnig ósammála. Hugmyndir sem þegar hafi komið fram um orkunýtingu komi til greina að skoða en aðrar og nýjar hugmyndir ekki. „Við klárum umfjöllun um það sem hefur komið fram en ekki meira. Þannig að það er ekki rétt að það sé verið að loka algjörlega á orkunýtingu. Frumvarpið gerir hins vegar ráð fyrir því að það sé reynt að beina henni inn á svæði sem þegar eru röskuð,“ sagði Guðmundur Ingi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þjóðgarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Hálendisþjóðgarður Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira