Frumvarpið komi ekki alfarið í veg fyrir orkunýtingu á hálendinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. desember 2020 13:31 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverifs- og auðlindaráðherra. Vísir/Vilhelm Bæjarfulltrúi á Akureyri segir alvarlegt ef lög um miðhálendisþjóðgarð komi í veg fyrir orkunýtingu á hálendinu. Umhverfisráðherra segir ekki rétt að frumvarpið komi alfarið í veg fyrir orkunýtingu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Þórir Garðarsson, forstjóri GrayLine og Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri og stjórnarformaður Norðurorku, ræddu frumvarp um stofnun hálendisþjóðgarðs í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ingibjörg hefur efasemdir um frumvarpið. Meðal annars þurfi að hennar mati að huga betur að þörfinni fyrir orkunýtingu til framtíðar. „Ég skil þetta sem svo að allt hálendið verði sett í mjög strangan verndarflokk, landsvæði sem í raun og veru er sameign þjóðarinnar. Þetta er ekki sagt í frumvarpinu sjálfu en kemur fram í markmiðslýsingunni. Og við stofnun hálendisþjóðgarðs þá falla niður sérlög um Vatnajöklsþjóðgarðinn sem tóku mið af fjölbreyttri starfsemi og aðstæðum við stofnun þjóðgarðsins,“ sagði Ingibjörg. „Með þessu er svæðið sem er hentugast til að framleiða endurnýjanlega græna orku tekið úr sambandi og ef þú tekur orkuríkasta svæði landsins út fyrir sviga þá hlýtur maður að spyrja sig hverju er verið að fórna? Hverjar eru þarfir landsins?,“ spurði Ingibjörg. „Auk þess sem ég lít svo á að þetta takmarki bara verulega möguleika á nýtingu á gæðum hálendisins fyrir alla aðra starfsemi sem að þá lítur beint að rekstri þjóðgarðsins. Ég tel til dæmis okkur verða að virða rétt þeirra sveitarfélaga sem nú hafa skipulagsvald á svæðinu, landeigenda og svo ekki sé minnst á almenning,“ bætti hún við. Umhverfisráðherra segist ósammála því að verið sé að loka hálendinu. „Það kemur nú mjög skýrt fram í 18. grein frumvarpsins að almenningi er heimil för um þjóðgarðinn og dvöl þar,“ sagði Guðmundur Ingi. Ingibjörg ítrekaði áhyggjur sínar af takmörkunum á möguleikum orkunýtingar. „Það er verið að loka á orkunýtingu á hálendinu með þessu frumvarpi og ég tel að það sé bara mjög alvarlegt,“ sagði Ingibjörg. Þessu kvaðst ráðherra einnig ósammála. Hugmyndir sem þegar hafi komið fram um orkunýtingu komi til greina að skoða en aðrar og nýjar hugmyndir ekki. „Við klárum umfjöllun um það sem hefur komið fram en ekki meira. Þannig að það er ekki rétt að það sé verið að loka algjörlega á orkunýtingu. Frumvarpið gerir hins vegar ráð fyrir því að það sé reynt að beina henni inn á svæði sem þegar eru röskuð,“ sagði Guðmundur Ingi. Fréttin hefur verið uppfærð. Þjóðgarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Hálendisþjóðgarður Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Þórir Garðarsson, forstjóri GrayLine og Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri og stjórnarformaður Norðurorku, ræddu frumvarp um stofnun hálendisþjóðgarðs í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ingibjörg hefur efasemdir um frumvarpið. Meðal annars þurfi að hennar mati að huga betur að þörfinni fyrir orkunýtingu til framtíðar. „Ég skil þetta sem svo að allt hálendið verði sett í mjög strangan verndarflokk, landsvæði sem í raun og veru er sameign þjóðarinnar. Þetta er ekki sagt í frumvarpinu sjálfu en kemur fram í markmiðslýsingunni. Og við stofnun hálendisþjóðgarðs þá falla niður sérlög um Vatnajöklsþjóðgarðinn sem tóku mið af fjölbreyttri starfsemi og aðstæðum við stofnun þjóðgarðsins,“ sagði Ingibjörg. „Með þessu er svæðið sem er hentugast til að framleiða endurnýjanlega græna orku tekið úr sambandi og ef þú tekur orkuríkasta svæði landsins út fyrir sviga þá hlýtur maður að spyrja sig hverju er verið að fórna? Hverjar eru þarfir landsins?,“ spurði Ingibjörg. „Auk þess sem ég lít svo á að þetta takmarki bara verulega möguleika á nýtingu á gæðum hálendisins fyrir alla aðra starfsemi sem að þá lítur beint að rekstri þjóðgarðsins. Ég tel til dæmis okkur verða að virða rétt þeirra sveitarfélaga sem nú hafa skipulagsvald á svæðinu, landeigenda og svo ekki sé minnst á almenning,“ bætti hún við. Umhverfisráðherra segist ósammála því að verið sé að loka hálendinu. „Það kemur nú mjög skýrt fram í 18. grein frumvarpsins að almenningi er heimil för um þjóðgarðinn og dvöl þar,“ sagði Guðmundur Ingi. Ingibjörg ítrekaði áhyggjur sínar af takmörkunum á möguleikum orkunýtingar. „Það er verið að loka á orkunýtingu á hálendinu með þessu frumvarpi og ég tel að það sé bara mjög alvarlegt,“ sagði Ingibjörg. Þessu kvaðst ráðherra einnig ósammála. Hugmyndir sem þegar hafi komið fram um orkunýtingu komi til greina að skoða en aðrar og nýjar hugmyndir ekki. „Við klárum umfjöllun um það sem hefur komið fram en ekki meira. Þannig að það er ekki rétt að það sé verið að loka algjörlega á orkunýtingu. Frumvarpið gerir hins vegar ráð fyrir því að það sé reynt að beina henni inn á svæði sem þegar eru röskuð,“ sagði Guðmundur Ingi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þjóðgarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Hálendisþjóðgarður Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira