Þykir tölurnar svolítið háar á sunnudegi Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. desember 2020 13:23 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Vísir/Stöð 2 Prófessor í líftölfræði þykir Covid-tölur gærdagsins heldur háar í ljósi þess að þær ber upp um helgi. Þó sé jákvætt að allir hafi verið í sóttkví. Smitstuðull á landinu er nýkominn undir einn. „Það verður bara að halda þetta út. Við þurfum að ná smitstuðlinum þarna undir í svolítinn tíma. Við höfum alveg skriðið áður rétt undir og svo bara rýkur þetta upp aftur. Þetta er engin ávísun á að það sé allt í góðu. En þetta gengur alveg vel, það má ekki gleyma því,“ segir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands og einn forsvarsmanna spálíkans HÍ um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Smitstuðull segir til um hvað einstaklingur sem sýkist af Covid-19 mun að jafnaði smita marga aðra. Ef stuðullinn er lengi yfir einum er hætta á að faraldurinn fari í veldisvöxt. Aðeins órólegur Sjö greindust með veiruna í gær og voru öll í sóttkví. Fá sýni voru tekin eins og er iðulega um helgar; 42 sýni í sóttkvíar- og handahófsskimun og 395 í einkennasýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítala, að því er fram kemur á Covid.is. „Annars finnst mér þetta svolítið hátt fyrir sunnudag, ég var aðeins órólegur en að þeir hafi allir verið í sóttkví var á móti jákvætt. Þetta er eins og við höfum oft talað um, dálítið krítískt,“ segir Thor. Fréttir hafa borist af miklu skemmtanahaldi á höfuðborgarsvæðinu í nótt, með tilheyrandi hópamyndunum. Thor segir erfitt að áætla hvort það hafi áhrif á þróunina næstu daga og vikur. „Ég veit það ekki. Það er ómögulegt að segja. Við höfum lent í þessu áður, þegar okkur fer að lítast á blikuna þá aðeins losnar um, kemur kannski smá bakslag. En ég veit það ekki, við verðum að sjá til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. 13. desember 2020 11:59 Sjö innanlandssmit og öll í sóttkví Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru öll í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is Fimm greindust á landamærunum og er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. 13. desember 2020 10:53 Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13. desember 2020 10:21 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
„Það verður bara að halda þetta út. Við þurfum að ná smitstuðlinum þarna undir í svolítinn tíma. Við höfum alveg skriðið áður rétt undir og svo bara rýkur þetta upp aftur. Þetta er engin ávísun á að það sé allt í góðu. En þetta gengur alveg vel, það má ekki gleyma því,“ segir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands og einn forsvarsmanna spálíkans HÍ um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Smitstuðull segir til um hvað einstaklingur sem sýkist af Covid-19 mun að jafnaði smita marga aðra. Ef stuðullinn er lengi yfir einum er hætta á að faraldurinn fari í veldisvöxt. Aðeins órólegur Sjö greindust með veiruna í gær og voru öll í sóttkví. Fá sýni voru tekin eins og er iðulega um helgar; 42 sýni í sóttkvíar- og handahófsskimun og 395 í einkennasýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítala, að því er fram kemur á Covid.is. „Annars finnst mér þetta svolítið hátt fyrir sunnudag, ég var aðeins órólegur en að þeir hafi allir verið í sóttkví var á móti jákvætt. Þetta er eins og við höfum oft talað um, dálítið krítískt,“ segir Thor. Fréttir hafa borist af miklu skemmtanahaldi á höfuðborgarsvæðinu í nótt, með tilheyrandi hópamyndunum. Thor segir erfitt að áætla hvort það hafi áhrif á þróunina næstu daga og vikur. „Ég veit það ekki. Það er ómögulegt að segja. Við höfum lent í þessu áður, þegar okkur fer að lítast á blikuna þá aðeins losnar um, kemur kannski smá bakslag. En ég veit það ekki, við verðum að sjá til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. 13. desember 2020 11:59 Sjö innanlandssmit og öll í sóttkví Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru öll í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is Fimm greindust á landamærunum og er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. 13. desember 2020 10:53 Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13. desember 2020 10:21 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. 13. desember 2020 11:59
Sjö innanlandssmit og öll í sóttkví Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru öll í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is Fimm greindust á landamærunum og er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. 13. desember 2020 10:53
Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13. desember 2020 10:21