Tíu starfsmenn Efnagreininga NMÍ flytjast til Hafró Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2020 13:14 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar, og nýsköpunarráðherra tilkynnti fyrr á árinu að Nýsköpunarmiðstöð Íslands yrði lögð niður. Vísir/Vilhelm Tíu starfsmenn, verkefni og tækjabúnaður Efnagreininga Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands munu flytjast til Hafrannsóknastofnunar. Tengist það því að til stendur að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð um áramótin. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar, og nýsköpunarráðherra hefur undirritað samkomulag þessa efnis við Hafrannsóknastofnun. Í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að starfsmönnum Efnagreiningar, sem eru tíu, hafi verið boðin vinna hjá Hafró. Sé gert ráð fyrir að allir muni þeir færa sig yfir. Verkefnum NMÍ fundinn staður annars staðar Ráðherra nýsköpunarmála tilkynnti í lok febrúar að Nýsköpunarmiðstöð Íslands yrði lögð niður um komandi áramót. Stofnunin hefur sinnt fjölbreyttum samstarfsverkefnum með stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum og sagði ráðherra að verkefnunum verði fundinn staður innan háskólanna, annarra stofnana og hjá einkaaðilum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu að ráðist sé í flutning verkefna Efnagreiningar að undangengnu mati á samlegðaráhrifum þess að Hafrannsóknastofnun taki við starfseminni. „Með þessu viljum við ná fram aukinni samþættingu og samvinnu hvað varðar söfnun sýna, nýtingu tækja og aðstöðu, innleiðingu gæðastjórnunarferla, auk rekstrarlegs ávinnings. Þetta er góð niðurstaða sem mun styrkja rannsóknir og prófanir á sviði efnamælinga umtalsvert, ekki síst mælinga á sviði umhverfisvöktunar,“ segir Þórdís Kolbrún. Með sameiningunni mun Hafrannsóknastofnun taka við framkvæmd þeirra þjónustumælinga sem Efnagreiningar bjóða upp á í dag, taka við tækjabúnaði Efnagreininga og vinna að því að þær mælingar og prófanir sem færast til stofnunarinnar verði aðlagaðar að alþjóðlegum gæðastöðlum og ferlum, að því er fram kemur í tilkynningunni. Vinnumarkaður Stjórnsýsla Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar, og nýsköpunarráðherra hefur undirritað samkomulag þessa efnis við Hafrannsóknastofnun. Í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að starfsmönnum Efnagreiningar, sem eru tíu, hafi verið boðin vinna hjá Hafró. Sé gert ráð fyrir að allir muni þeir færa sig yfir. Verkefnum NMÍ fundinn staður annars staðar Ráðherra nýsköpunarmála tilkynnti í lok febrúar að Nýsköpunarmiðstöð Íslands yrði lögð niður um komandi áramót. Stofnunin hefur sinnt fjölbreyttum samstarfsverkefnum með stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum og sagði ráðherra að verkefnunum verði fundinn staður innan háskólanna, annarra stofnana og hjá einkaaðilum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu að ráðist sé í flutning verkefna Efnagreiningar að undangengnu mati á samlegðaráhrifum þess að Hafrannsóknastofnun taki við starfseminni. „Með þessu viljum við ná fram aukinni samþættingu og samvinnu hvað varðar söfnun sýna, nýtingu tækja og aðstöðu, innleiðingu gæðastjórnunarferla, auk rekstrarlegs ávinnings. Þetta er góð niðurstaða sem mun styrkja rannsóknir og prófanir á sviði efnamælinga umtalsvert, ekki síst mælinga á sviði umhverfisvöktunar,“ segir Þórdís Kolbrún. Með sameiningunni mun Hafrannsóknastofnun taka við framkvæmd þeirra þjónustumælinga sem Efnagreiningar bjóða upp á í dag, taka við tækjabúnaði Efnagreininga og vinna að því að þær mælingar og prófanir sem færast til stofnunarinnar verði aðlagaðar að alþjóðlegum gæðastöðlum og ferlum, að því er fram kemur í tilkynningunni.
Vinnumarkaður Stjórnsýsla Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira