Rotturnar í Reykjavík Jón Pétursson skrifar 14. desember 2020 19:01 Í Reykjavík er rottugangur um nær alla borg í eiginlegum skilningi. Álitið er að stofninn sé stór í Þingholtum, Hlíðum og Vesturbæ en úthverfin eru að mestu rottulaus. Það sem er sérstakt við íslenska rottustofninn er að hann heldur sig að mestu í holræsakerfum Reykjavíkur. Til þess að hafa hemil á stofninum er eitrað í rösklega fimm þúsund brunna á ári. Einhverjum dýraverndunarsinna þætti slíkt ef til vill ógeðfellt en þetta er því miður skynsamlegasta leiðin til varnar rottuplágu. Það er rétt að hafa í huga að við verðum helst vör við þessi dýr ef viðhald er ekki í lagi, þ.e. leiðir opnast milli heima þegar viðhald er lélegt. Brotnar og gallaðar lagnir eru opnar dyr og stórar framkvæmdir kalla líka á að landamæri opnast. Mergurinn málsins Rétt eins og sögur Astrid Lindgren um Línu langsokk eru hugmyndir um borgarlínu óborganlegar. Gert er ráð fyrir að 1.5 kílómetri af Miklabraut verði lögð í stokk. Fyrir alla aðra vitleysu tengt þessum hugmyndum má telja víst að heimar nagdýra og manna skarist. Það þýðir með öðrum orðum að grafa þarf upp lagnir á einu stærsta búsvæði rotta í Reykjavík. Það er sennilega ekki stærsta málið heldur sú truflun sem verður á daglegu lífi borgarbúa. Kostnaður af óþægindum Þúsundir manna verða fyrir ónæði og truflun meðan á framkvæmd stendur. Það er flestum í fersku minni þau áhrif og sá tími sem það tók að gera við neðsta hluta Hverfisgötu. Þær framkvæmdir kostuðu vænan skilding þar töpuðust þó fyrst og fremst peningar. Ónæði vegna hávaða vinnuvéla, mengunar og tafa á umferð skapa óþægindi jafnvel þjáningar hjá því fólki sem býr nálægt risa-framkvæmdarsvæðum. Í kostnaðarútreikningum fer lítið fyrir þessum neikvæðu hliðum og þetta er sérlega áberandi varðandi loftkenndar hugmyndir um Borgarlínu. Rottufangarinn í Hameln Flest okkar þekkja þjóðsöguna um rottufangarann í Hameln, m.a. úr Grímsævintýrum. Þorp eitt í Þýskalandi glímdi við mikinn rottufaraldur. Til bæjaryfirvaldanna mætti maður sem sagðist geta losað bæjarbúa við pláguna gegn gjaldi. Flautuleikarinn bauðst til að lokka rotturnar úr bænum með flautuleik sínum. Hann stóð við sitt en borgarbúar neituðu að greiða samningsverðið. Til að gjalda líku líkt lokkaði flautuleikarinn öll börn bæjarins í burtu og voru þau þar með úr sögunni. Raunveruleg ætlun borgaryfirvalda Reykjavík hyggst með góðu eða illu gera eftirfarandi: Koma flugvellinum úr Vatnsmýrinni og vanrækja hlutverk sitt sem höfuðborg. Þétta byggð og viðhafa skort á húsnæðismarkaði sem leiðir til hærra fasteignaverðs. Þvinga í gegn Borgarlínu sem enginn veit hvað mun kosta. Eyðileggja eins og hægt er vegstæði Sundabrautar sem myndi að miklu leyti leysa lóðaskort á höfuðborgarsvæðinu og liðka fyrir umferð. Búa til stéttarskiptingu þar sem efnuð elítan býr á dýrum svæðum en óbreyttur almúginn í úthverfum. Ógeðfelldar aðferðir Aðferðirnar sem eru notaðar er töfraflaut í formi fagurgala um heimsmarkmið, græna framtíð og varnir gegn loftlagsvá. Að auki er reynt að klína í umræðuna markmiðum um lýðheilsu sem enga skoðun stenst. Einhverjir myndu flokka umræðuna um borgarlínu sem upplýsingaóreiðu. Helsta ástæða þess að skrifa áætlanir eins og viðskiptaáætlanir er að sjá hvort allir hlutir gangi upp, ekki stangist eitt á annars horn, en það er borginni fyrirmunað að gera. Enda má segja að innantómar yfirlýsingar séu það eina sem virki, því þá er ekki hægt að sjá heildarmyndina og óreiðuna. Svo verður að vera á meðan allur kostnaður liggur ekki fyrir. Óráðssíu borgaryfirvalda í Reykjavík verður að linna. Annars fer fyrir Reykjavík eins og Hameln. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Miðflokksins og fulltrúi Miðflokksins í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Dýr Reykjavík Samgöngur Mest lesið Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Í Reykjavík er rottugangur um nær alla borg í eiginlegum skilningi. Álitið er að stofninn sé stór í Þingholtum, Hlíðum og Vesturbæ en úthverfin eru að mestu rottulaus. Það sem er sérstakt við íslenska rottustofninn er að hann heldur sig að mestu í holræsakerfum Reykjavíkur. Til þess að hafa hemil á stofninum er eitrað í rösklega fimm þúsund brunna á ári. Einhverjum dýraverndunarsinna þætti slíkt ef til vill ógeðfellt en þetta er því miður skynsamlegasta leiðin til varnar rottuplágu. Það er rétt að hafa í huga að við verðum helst vör við þessi dýr ef viðhald er ekki í lagi, þ.e. leiðir opnast milli heima þegar viðhald er lélegt. Brotnar og gallaðar lagnir eru opnar dyr og stórar framkvæmdir kalla líka á að landamæri opnast. Mergurinn málsins Rétt eins og sögur Astrid Lindgren um Línu langsokk eru hugmyndir um borgarlínu óborganlegar. Gert er ráð fyrir að 1.5 kílómetri af Miklabraut verði lögð í stokk. Fyrir alla aðra vitleysu tengt þessum hugmyndum má telja víst að heimar nagdýra og manna skarist. Það þýðir með öðrum orðum að grafa þarf upp lagnir á einu stærsta búsvæði rotta í Reykjavík. Það er sennilega ekki stærsta málið heldur sú truflun sem verður á daglegu lífi borgarbúa. Kostnaður af óþægindum Þúsundir manna verða fyrir ónæði og truflun meðan á framkvæmd stendur. Það er flestum í fersku minni þau áhrif og sá tími sem það tók að gera við neðsta hluta Hverfisgötu. Þær framkvæmdir kostuðu vænan skilding þar töpuðust þó fyrst og fremst peningar. Ónæði vegna hávaða vinnuvéla, mengunar og tafa á umferð skapa óþægindi jafnvel þjáningar hjá því fólki sem býr nálægt risa-framkvæmdarsvæðum. Í kostnaðarútreikningum fer lítið fyrir þessum neikvæðu hliðum og þetta er sérlega áberandi varðandi loftkenndar hugmyndir um Borgarlínu. Rottufangarinn í Hameln Flest okkar þekkja þjóðsöguna um rottufangarann í Hameln, m.a. úr Grímsævintýrum. Þorp eitt í Þýskalandi glímdi við mikinn rottufaraldur. Til bæjaryfirvaldanna mætti maður sem sagðist geta losað bæjarbúa við pláguna gegn gjaldi. Flautuleikarinn bauðst til að lokka rotturnar úr bænum með flautuleik sínum. Hann stóð við sitt en borgarbúar neituðu að greiða samningsverðið. Til að gjalda líku líkt lokkaði flautuleikarinn öll börn bæjarins í burtu og voru þau þar með úr sögunni. Raunveruleg ætlun borgaryfirvalda Reykjavík hyggst með góðu eða illu gera eftirfarandi: Koma flugvellinum úr Vatnsmýrinni og vanrækja hlutverk sitt sem höfuðborg. Þétta byggð og viðhafa skort á húsnæðismarkaði sem leiðir til hærra fasteignaverðs. Þvinga í gegn Borgarlínu sem enginn veit hvað mun kosta. Eyðileggja eins og hægt er vegstæði Sundabrautar sem myndi að miklu leyti leysa lóðaskort á höfuðborgarsvæðinu og liðka fyrir umferð. Búa til stéttarskiptingu þar sem efnuð elítan býr á dýrum svæðum en óbreyttur almúginn í úthverfum. Ógeðfelldar aðferðir Aðferðirnar sem eru notaðar er töfraflaut í formi fagurgala um heimsmarkmið, græna framtíð og varnir gegn loftlagsvá. Að auki er reynt að klína í umræðuna markmiðum um lýðheilsu sem enga skoðun stenst. Einhverjir myndu flokka umræðuna um borgarlínu sem upplýsingaóreiðu. Helsta ástæða þess að skrifa áætlanir eins og viðskiptaáætlanir er að sjá hvort allir hlutir gangi upp, ekki stangist eitt á annars horn, en það er borginni fyrirmunað að gera. Enda má segja að innantómar yfirlýsingar séu það eina sem virki, því þá er ekki hægt að sjá heildarmyndina og óreiðuna. Svo verður að vera á meðan allur kostnaður liggur ekki fyrir. Óráðssíu borgaryfirvalda í Reykjavík verður að linna. Annars fer fyrir Reykjavík eins og Hameln. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Miðflokksins og fulltrúi Miðflokksins í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar.
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun