Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa gengið upp Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2020 12:46 Seðlabankastjóri segir þær aðgerðir sem Seðlabankinn hafi gripið til frá því faraldurinn hófst hafa gengið upp og mikið sé til af lausafé í kerfinu. Stöð 2/Sigurjón Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans vegna kórónuveirufaraldurins hafa gengið vel og tryggt viðskiptabönkunum nægt lausafé. Þeir standi því vel til að ráðast í nausynlegar fjárfestingar og uppbygingu atvinnulífsins. Vanda þurfi til verka við nýja stefnumótun fyrir lífeyrissjóðina. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í morgun segir að taumhald peningastefnunnar hafi stutt við eignamarkaði og auðveldað heimilum og fyrirtækjum að takast á við afleiðingar farsóttarinnar og viðhaldið fjármálastöðugleika. Lækkun Seðlabankans á kröfu á framlagi viðskiptabankanna upp á 60 milljarða í sveiflujöfnunarauka og aðgerðir til að auka laust fé í umferð hafi auðveldað fjármálafyrirtækjum að vinna með lántakendum í greiðsluerfiðleikum og samtímis viðhaldið útlánagetu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir markmið aðgerða Seðlabankans hafa verið að örva hagkerfið með athygli á heimilin til að byrja með. Ásgeir Jónsson segir að huga verði vel að nýrri stefnumótun lífeyrissjóðanna sem stærðar sinnar vegna séu ekki eins og hver annar fjárfestir.Stöð 2/Sigurjón „Reyna að tryggja lægri vexti til heimilanna, að einhverju leyti reyna að stabilisera gengi krónunnar og þá kaupmátt í kerfinu, tryggja stöðugleika og reyna að örva einkaneyslu. Til að skapa ákveðið viðnám fyrir kerfið," sagði Ásgeir á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun. Þessi markmið hafi heppnast. Lágvaxtaumhverfi skapaði hins vegar nýjar áskoranir á fjármálamarkaði að mati fjármálastöðugleikanefndar, sérstaklega fyrir lífeyrissjóðina sem væru ráðandi þátttakendur á innlendum fjármálamarkaði og kerfislega mikilvægir. Ávöxtunarkrafa þeirra upp á 3,5 prósent hafi verið sett í allt öðru vaxtaumhverfi en nú ríki. Bankarnir hafi þurft að fylgja kerfislegum viðmiðum í starfsemi sinni og það ætti einnig að gilda um lífeyrissjóðina. „Þannig að við náum að tryggja stöðugleika í kerfinu að einhverju leyti. Við séum þá ekki með stóra aðila sem eru að taka ákvarðanir sem eru kannski á skjön við almennan stöðugleika. Með þessu er ég ekki að segja að lífeyrissjóðirnir séu endilega að því. Það er bara mjög mikilvægt að lífeyrissjóðirnir, sérstaklega þeir sem eru með hundruði milljarða eignasafn og skylduáskrift frá landsmönnum, (taki tillit til) að þeir eru ekki eins og venjulegir fjárfestar," sagði Ásgeir Jónsson. Mikilvægt væri að við stefnumótun lífeyrissjóðakerfisins sem nú standi fyrir dyrum verði tekið mið af áhrifum þeirra á fjármálastöðugleika. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Landsbankinn með þriðjungshlut í Keahótelum eftir endurskipulagningu Samkomulag hefur náðst um endurskipulagningu Keahótela sem er sagt tryggja félaginu stöðugan rekstrargrundvöll til ársins 2022. Í samkomulaginu felst að hluta skulda hefur verið breytt í hlutafé, að Landsbankinn eigi nú þriðjungs hlut í félaginu, og að núverandi eigendahópur hafi komið með nýtt fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalar gert samkomulag um veltutengdar leigugreiðslur, sem eru þó með ákveðnu lágmarksgólfi. 16. desember 2020 10:28 Bein útsending: Kynning fjármálastöðugleikanefndar Vefútsending í tilefni af yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun hefst klukkan 10:00. 16. desember 2020 09:31 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í morgun segir að taumhald peningastefnunnar hafi stutt við eignamarkaði og auðveldað heimilum og fyrirtækjum að takast á við afleiðingar farsóttarinnar og viðhaldið fjármálastöðugleika. Lækkun Seðlabankans á kröfu á framlagi viðskiptabankanna upp á 60 milljarða í sveiflujöfnunarauka og aðgerðir til að auka laust fé í umferð hafi auðveldað fjármálafyrirtækjum að vinna með lántakendum í greiðsluerfiðleikum og samtímis viðhaldið útlánagetu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir markmið aðgerða Seðlabankans hafa verið að örva hagkerfið með athygli á heimilin til að byrja með. Ásgeir Jónsson segir að huga verði vel að nýrri stefnumótun lífeyrissjóðanna sem stærðar sinnar vegna séu ekki eins og hver annar fjárfestir.Stöð 2/Sigurjón „Reyna að tryggja lægri vexti til heimilanna, að einhverju leyti reyna að stabilisera gengi krónunnar og þá kaupmátt í kerfinu, tryggja stöðugleika og reyna að örva einkaneyslu. Til að skapa ákveðið viðnám fyrir kerfið," sagði Ásgeir á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun. Þessi markmið hafi heppnast. Lágvaxtaumhverfi skapaði hins vegar nýjar áskoranir á fjármálamarkaði að mati fjármálastöðugleikanefndar, sérstaklega fyrir lífeyrissjóðina sem væru ráðandi þátttakendur á innlendum fjármálamarkaði og kerfislega mikilvægir. Ávöxtunarkrafa þeirra upp á 3,5 prósent hafi verið sett í allt öðru vaxtaumhverfi en nú ríki. Bankarnir hafi þurft að fylgja kerfislegum viðmiðum í starfsemi sinni og það ætti einnig að gilda um lífeyrissjóðina. „Þannig að við náum að tryggja stöðugleika í kerfinu að einhverju leyti. Við séum þá ekki með stóra aðila sem eru að taka ákvarðanir sem eru kannski á skjön við almennan stöðugleika. Með þessu er ég ekki að segja að lífeyrissjóðirnir séu endilega að því. Það er bara mjög mikilvægt að lífeyrissjóðirnir, sérstaklega þeir sem eru með hundruði milljarða eignasafn og skylduáskrift frá landsmönnum, (taki tillit til) að þeir eru ekki eins og venjulegir fjárfestar," sagði Ásgeir Jónsson. Mikilvægt væri að við stefnumótun lífeyrissjóðakerfisins sem nú standi fyrir dyrum verði tekið mið af áhrifum þeirra á fjármálastöðugleika.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Landsbankinn með þriðjungshlut í Keahótelum eftir endurskipulagningu Samkomulag hefur náðst um endurskipulagningu Keahótela sem er sagt tryggja félaginu stöðugan rekstrargrundvöll til ársins 2022. Í samkomulaginu felst að hluta skulda hefur verið breytt í hlutafé, að Landsbankinn eigi nú þriðjungs hlut í félaginu, og að núverandi eigendahópur hafi komið með nýtt fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalar gert samkomulag um veltutengdar leigugreiðslur, sem eru þó með ákveðnu lágmarksgólfi. 16. desember 2020 10:28 Bein útsending: Kynning fjármálastöðugleikanefndar Vefútsending í tilefni af yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun hefst klukkan 10:00. 16. desember 2020 09:31 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Landsbankinn með þriðjungshlut í Keahótelum eftir endurskipulagningu Samkomulag hefur náðst um endurskipulagningu Keahótela sem er sagt tryggja félaginu stöðugan rekstrargrundvöll til ársins 2022. Í samkomulaginu felst að hluta skulda hefur verið breytt í hlutafé, að Landsbankinn eigi nú þriðjungs hlut í félaginu, og að núverandi eigendahópur hafi komið með nýtt fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalar gert samkomulag um veltutengdar leigugreiðslur, sem eru þó með ákveðnu lágmarksgólfi. 16. desember 2020 10:28
Bein útsending: Kynning fjármálastöðugleikanefndar Vefútsending í tilefni af yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun hefst klukkan 10:00. 16. desember 2020 09:31