Ellefu konur og tveir karlar leggja línurnar varðandi kynfræðslu barna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2020 12:26 Lilja Alfreðsdóttir skipaði hópinn sem á að skila tillögum í febrúar. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp um eflingu kynfræðslu í skólum. Ellefu konur og tveir karlar skipa hópinn en í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir ráðuneytisins hafi ekki tekist að jafna kynjahallann. Þar segir jafnframt að ráðherra hafi boðað til fundar með aðilum sem hafa látið sig málefnið varða í kjölfar umræðu í samfélaginu og ábendingu frá nemendum. Niðurstaða fundarins var að starfshópur myndi koma með tillögur að aðgerðum hið fyrsta. Sólborg Guðbrandsdóttir, sem heldur úti Instagram-síðunni Fávitar, leiðir starfshópinn sem á að skila áfangaskýrslu með kostnaðarmetnum og tímasettum aðgerðartillögum fyrir lok febrúar og ljúka störfum í lok maí 2021 Starfshópnum er m.a. falið að: • gera tillögu að framkvæmd kennslu í kynfræðslu og ofbeldisforvörnum á grunn- og framhaldsskólastigi • láta vinna stöðukönnun á framkvæmd kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum þar sem m.a. komi fram viðhorf skólastjórnenda, nemenda og kennara • taka afstöðu til hvort og þá hvaða breytingar þurfi að gera á aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla, á inntaki kennaramenntunar, hlutverki skólahjúkrunarfræðinga, námsráðgjafa og tómstundafræðinga til að kynfræðsla á þessum skólastigum verði með fullnægjandi hætti • gera tillögur um með hvaða hætti best sé að miðla fræðslu um kynlíf og kynheilbrigði Áherslur hópsins munu taka mið af aðgerðum sem fjallað er um í þingsályktun um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess og þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Fjögur í hópnum eru skipuð án tilnefningar en hin níu eru tilnefnd af opinberum stofnunum eða samtökum. Hópurinn er þannig skipaður: Sólborg Guðbrandsdóttir, fyrirlesari og formaður hópsins, án tilnefningar, Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur og rithöfundur án tilnefningar, Sóley Sesselja Bender, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði í Háskóla Íslands, án tilnefningar, Unnur Þöll Benediktsdóttir, án tilnefningar, Sigurþór Maggi Snorrason, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Ingólfur Atli Ingason, Samfés - landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Kennarasamband Íslands Sigrún Sóley Jökulsdóttir, Menntamálastofnun, Ása Sjöfn Lórensdóttir, Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Embætti landlæknis, Þóra Björt Sveinsdóttir, Stígamót, Indíana Rós Ægisdóttir, Kynís – Kynfræðifélagi Íslands. Kynlíf Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Jafnréttismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þar segir jafnframt að ráðherra hafi boðað til fundar með aðilum sem hafa látið sig málefnið varða í kjölfar umræðu í samfélaginu og ábendingu frá nemendum. Niðurstaða fundarins var að starfshópur myndi koma með tillögur að aðgerðum hið fyrsta. Sólborg Guðbrandsdóttir, sem heldur úti Instagram-síðunni Fávitar, leiðir starfshópinn sem á að skila áfangaskýrslu með kostnaðarmetnum og tímasettum aðgerðartillögum fyrir lok febrúar og ljúka störfum í lok maí 2021 Starfshópnum er m.a. falið að: • gera tillögu að framkvæmd kennslu í kynfræðslu og ofbeldisforvörnum á grunn- og framhaldsskólastigi • láta vinna stöðukönnun á framkvæmd kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum þar sem m.a. komi fram viðhorf skólastjórnenda, nemenda og kennara • taka afstöðu til hvort og þá hvaða breytingar þurfi að gera á aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla, á inntaki kennaramenntunar, hlutverki skólahjúkrunarfræðinga, námsráðgjafa og tómstundafræðinga til að kynfræðsla á þessum skólastigum verði með fullnægjandi hætti • gera tillögur um með hvaða hætti best sé að miðla fræðslu um kynlíf og kynheilbrigði Áherslur hópsins munu taka mið af aðgerðum sem fjallað er um í þingsályktun um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess og þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Fjögur í hópnum eru skipuð án tilnefningar en hin níu eru tilnefnd af opinberum stofnunum eða samtökum. Hópurinn er þannig skipaður: Sólborg Guðbrandsdóttir, fyrirlesari og formaður hópsins, án tilnefningar, Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur og rithöfundur án tilnefningar, Sóley Sesselja Bender, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði í Háskóla Íslands, án tilnefningar, Unnur Þöll Benediktsdóttir, án tilnefningar, Sigurþór Maggi Snorrason, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Ingólfur Atli Ingason, Samfés - landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Kennarasamband Íslands Sigrún Sóley Jökulsdóttir, Menntamálastofnun, Ása Sjöfn Lórensdóttir, Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Embætti landlæknis, Þóra Björt Sveinsdóttir, Stígamót, Indíana Rós Ægisdóttir, Kynís – Kynfræðifélagi Íslands.
Kynlíf Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Jafnréttismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira