Ekki óhætt að snúa aftur heim næsta sólarhringinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2020 14:32 Staðan á Seyðisfirði er metin í sífellu en á þessari stundu er talið afar ólíklegt að fólkið geti snúið aftur heim í bráð. Davíð Kristinsson Ólíklegt þykir að fólkið sem þurfti að yfirgefa heimili sín í gær vegna skriðuhættu á Seyðisfirði geti snúið aftur í bráð. Í það minnsta ekki næsta sólarhringinn því hættustig er áfram í gildi í bænum. Staðan er þó í metin í sífellu. Síðdegis í gær þurfti að rýma fimmtíu hús í alls fimm götum á Seyðisfirði vegna skriða sem féllu í bænum en að minnsta kosti tvö hús urðu fyrir þeim. Ofanflóðasérfræðingur Veðurstofunnar segir að skaplegra veður sé fyrir austan í dag en í kvöld bætir aftur í úrkomu og næstu daga sem veiti ekki á gott. Í dag verður stund milli stríða þar sem fólki gefst tækifæri til að fara örstutt heim til sín til að kanna aðstæður eftir skriðurnar og sækja lyf og aðrar nauðsynjar. Heimsóknirnar verða undir eftirliti lögreglu og björgunarsveita. Hafi fólk áhuga á að komast heim til sín í þessum tilgangi í dag er þeim bent á að leita í björgunarsveitarhúsið í bænum til að fá upplýsingar og fylgd. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir að tjón af völdum skriðanna verði metið í dag. „Með bæði drónum og á vettvangi auðvitað. Það er bara verið að skoða aðstæður og engin tíðindi bein af þeim en þetta er í skoðun akkúrat núna.“ Verkefni dagsins verður að vakta stöðuna og aðstoða íbúa. „Við gerum ráð fyrir að íbúar, þeir sem hafa hug á því að komast til síns heima til að skoða aðstæður og jafnvel gera ráðstafanir, þeir geti það í dag, og eitthvað fram á daginn en þá er gert ráð fyrir rigningu aftur í kvöld.“ En í ljósi þess að spáin er óhagstæð í kvöld og næstu daga, er útlit fyrir að fólk geti snúið aftur heim og gist heima hjá sér næstu daga? „Við vitum það ekki nákvæmlega en það lítur út fyrir að það verði ekki hægt að snúa heim í dag, staðan verður þó tekin aftur á morgun, þannig að við vonum það besta.“ En staðan á Eskifirði? „Þar hefur ekki dregið til neinna sérstakra tíðinda nema hvað að vatnsveðrið auðvitað varðar, það er mikið og það er álag á kerfin hér og í einhverjum tilvikum hefur flætt upp úr niðurföllum og svo framvegis en enn sem komið er er stórtíðindalaust og verður vonandi svoleiðis áfram.“ Lögregluyfirvöld og almannavarnir munu reyna að koma upplýsingum til íbúa á Seyðisfirði með reglulegu millibili bæði með fréttatilkynningum og með smáskilaboðum. Regluleg upplýsingagjöf verður á meðan ástandið varir. „Þannig að það séu allir eins upplýstir og mögulegt er.“ Hvernig er hljóðið í bæjarbúum? Það hlýtur að felast í því álag að búa við hættustig. „Líðan íbúanna er ágæt. Menn eru stóískir gagnvart þessu en eftir sem áður þá er auðvitað álag að þurfa að yfirgefa heimili sitt en ástandið á Seyðisfirði er býsna sérstakt, eins og staðan er núna. Svona vatnsveður hefur ekki verið í tugi ára, að því er mér skilst. Sem betur fer er þetta ekki daglegt brauð hjá íbúum á Seyðisfirði.“ Múlaþing Almannavarnir Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. 15. desember 2020 18:47 Mynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja húsin á Seyðisfirði Skriðurnar sem féllu á Seyðisfirði í gær eru hugsanlega með þeim stærstu sem fallið hafa á svæðinu. Loftmynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja hús í bænum. 16. desember 2020 14:03 Von á enn meiri rigningu á Austfjörðum í kvöld Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum. 16. desember 2020 07:37 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Síðdegis í gær þurfti að rýma fimmtíu hús í alls fimm götum á Seyðisfirði vegna skriða sem féllu í bænum en að minnsta kosti tvö hús urðu fyrir þeim. Ofanflóðasérfræðingur Veðurstofunnar segir að skaplegra veður sé fyrir austan í dag en í kvöld bætir aftur í úrkomu og næstu daga sem veiti ekki á gott. Í dag verður stund milli stríða þar sem fólki gefst tækifæri til að fara örstutt heim til sín til að kanna aðstæður eftir skriðurnar og sækja lyf og aðrar nauðsynjar. Heimsóknirnar verða undir eftirliti lögreglu og björgunarsveita. Hafi fólk áhuga á að komast heim til sín í þessum tilgangi í dag er þeim bent á að leita í björgunarsveitarhúsið í bænum til að fá upplýsingar og fylgd. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir að tjón af völdum skriðanna verði metið í dag. „Með bæði drónum og á vettvangi auðvitað. Það er bara verið að skoða aðstæður og engin tíðindi bein af þeim en þetta er í skoðun akkúrat núna.“ Verkefni dagsins verður að vakta stöðuna og aðstoða íbúa. „Við gerum ráð fyrir að íbúar, þeir sem hafa hug á því að komast til síns heima til að skoða aðstæður og jafnvel gera ráðstafanir, þeir geti það í dag, og eitthvað fram á daginn en þá er gert ráð fyrir rigningu aftur í kvöld.“ En í ljósi þess að spáin er óhagstæð í kvöld og næstu daga, er útlit fyrir að fólk geti snúið aftur heim og gist heima hjá sér næstu daga? „Við vitum það ekki nákvæmlega en það lítur út fyrir að það verði ekki hægt að snúa heim í dag, staðan verður þó tekin aftur á morgun, þannig að við vonum það besta.“ En staðan á Eskifirði? „Þar hefur ekki dregið til neinna sérstakra tíðinda nema hvað að vatnsveðrið auðvitað varðar, það er mikið og það er álag á kerfin hér og í einhverjum tilvikum hefur flætt upp úr niðurföllum og svo framvegis en enn sem komið er er stórtíðindalaust og verður vonandi svoleiðis áfram.“ Lögregluyfirvöld og almannavarnir munu reyna að koma upplýsingum til íbúa á Seyðisfirði með reglulegu millibili bæði með fréttatilkynningum og með smáskilaboðum. Regluleg upplýsingagjöf verður á meðan ástandið varir. „Þannig að það séu allir eins upplýstir og mögulegt er.“ Hvernig er hljóðið í bæjarbúum? Það hlýtur að felast í því álag að búa við hættustig. „Líðan íbúanna er ágæt. Menn eru stóískir gagnvart þessu en eftir sem áður þá er auðvitað álag að þurfa að yfirgefa heimili sitt en ástandið á Seyðisfirði er býsna sérstakt, eins og staðan er núna. Svona vatnsveður hefur ekki verið í tugi ára, að því er mér skilst. Sem betur fer er þetta ekki daglegt brauð hjá íbúum á Seyðisfirði.“
Múlaþing Almannavarnir Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. 15. desember 2020 18:47 Mynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja húsin á Seyðisfirði Skriðurnar sem féllu á Seyðisfirði í gær eru hugsanlega með þeim stærstu sem fallið hafa á svæðinu. Loftmynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja hús í bænum. 16. desember 2020 14:03 Von á enn meiri rigningu á Austfjörðum í kvöld Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum. 16. desember 2020 07:37 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. 15. desember 2020 18:47
Mynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja húsin á Seyðisfirði Skriðurnar sem féllu á Seyðisfirði í gær eru hugsanlega með þeim stærstu sem fallið hafa á svæðinu. Loftmynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja hús í bænum. 16. desember 2020 14:03
Von á enn meiri rigningu á Austfjörðum í kvöld Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum. 16. desember 2020 07:37