Breiðfirsk eyðijörð byggð að nýju eftir 120 ára hlé Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2020 22:46 Símon Kristinn Þorkelsson húsasmiður við nýja íbúðarhús fjölskyldunnar í Kjálkafirði. Egill Aðalsteinsson Eyðijörð á Vestfjörðum hefur byggst á ný eftir að hafa verið mannlaus í 120 ár. Fjölskylda með þrjú börn er flutt inn í nýtt íbúðarhús á jörð í Kjálkafirði, sem fór í eyði árið 1901. Kjálkafjörður er næsti fjörður austan við Vatnsfjörð og sá vestasti í röð sjö eyðifjarða við norðanverðan Breiðafjörð - allt þar til í ár. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá nýtt bæjarskilti, Auðnar, á jörð sem fór í eyði í byrjun síðustu aldar. Bæjarskiltið er komið upp. Íbúarnir kalla sig Hjarðnesinga og hafa útsýni yfir Breiðafjörð.Egill Aðalsteinsson Þau Rán Bjarnadóttir og Símon Kristinn Þorkelsson hófu smíði hússins vorið 2019 og fluttu svo inn ásamt þremur ungum börnum í vor. Við hittum á Símon við heimilið og spurðum hvernig þeim hefði dottið þetta í hug. „Einhversstaðar verða vondir að vera,“ svarar hann sposkur en bætir við: „Þetta bara lá fyrir. Við ákváðum bara að flytja vestur. Við vorum búin að vera í Borgarnesi í nokkur ár og.. – það bara sveitin kallaði alltaf. Það er allt eins hægt að búa hér og í miðbæ Reykjavíkur.“ -En að nema á ný eyðijörð? Það er dálítið magnað. „Nei, það er laust pláss þar. Þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því,“ svarar Símon. Símon í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 við nýja heimilið.Egill Aðalsteinsson Rán er rennismiður og sjómaður en Símon er húsasmiður. En geta þau brauðfætt sig þarna? „Já, já, það er hægt að vinna og búa hvar sem er.“ -Á hverju lifið þið? „Aðallega bara á einhverju húsasmíðaveseni. Það þarf allsstaðar að skipta um rennur og glugga. Það virðist ekki vera að það vanti.“ Húsmóðirin Rán er frá næstu jörð, Auðshaugi á Hjarðarnesi, og þar fagnar amman því að fá fjölskylduna ungu. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, fagnar því að dóttirin, tengdasonurinn og barnabörnin séu komin á næstu jörð.Egill Aðalsteinsson „Maður er eiginlega bara undrandi yfir þessu. Þetta er náttúrulega bara frábært, sko,“ segir Valgerður Ingvadóttir, móður Ránar og tengdamóðir Símonar. -En að sjá jörð lifna að nýju og fjörð lifna að nýju? „Já, algjörlega.“ -Og minnka þetta eyðigat? „Já. Og lítil börn labbandi í túni, sem hefur ekki gerst í 120 ár. Ég meina – váá!“ -En hvernig hefur svo ungu fjölskyldunni liðið á nýja staðnum? „Hér? Hvergi betra að vera. Helvíti fínt bara,“ svarar Símon. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Ísland í dag árið 2011 var fjallað um Skálanes og hnignun byggðarinnar við norðanverðan Breiðafjörð: Vesturbyggð Byggðamál Hús og heimili Landbúnaður Um land allt Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
Kjálkafjörður er næsti fjörður austan við Vatnsfjörð og sá vestasti í röð sjö eyðifjarða við norðanverðan Breiðafjörð - allt þar til í ár. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá nýtt bæjarskilti, Auðnar, á jörð sem fór í eyði í byrjun síðustu aldar. Bæjarskiltið er komið upp. Íbúarnir kalla sig Hjarðnesinga og hafa útsýni yfir Breiðafjörð.Egill Aðalsteinsson Þau Rán Bjarnadóttir og Símon Kristinn Þorkelsson hófu smíði hússins vorið 2019 og fluttu svo inn ásamt þremur ungum börnum í vor. Við hittum á Símon við heimilið og spurðum hvernig þeim hefði dottið þetta í hug. „Einhversstaðar verða vondir að vera,“ svarar hann sposkur en bætir við: „Þetta bara lá fyrir. Við ákváðum bara að flytja vestur. Við vorum búin að vera í Borgarnesi í nokkur ár og.. – það bara sveitin kallaði alltaf. Það er allt eins hægt að búa hér og í miðbæ Reykjavíkur.“ -En að nema á ný eyðijörð? Það er dálítið magnað. „Nei, það er laust pláss þar. Þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því,“ svarar Símon. Símon í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 við nýja heimilið.Egill Aðalsteinsson Rán er rennismiður og sjómaður en Símon er húsasmiður. En geta þau brauðfætt sig þarna? „Já, já, það er hægt að vinna og búa hvar sem er.“ -Á hverju lifið þið? „Aðallega bara á einhverju húsasmíðaveseni. Það þarf allsstaðar að skipta um rennur og glugga. Það virðist ekki vera að það vanti.“ Húsmóðirin Rán er frá næstu jörð, Auðshaugi á Hjarðarnesi, og þar fagnar amman því að fá fjölskylduna ungu. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, fagnar því að dóttirin, tengdasonurinn og barnabörnin séu komin á næstu jörð.Egill Aðalsteinsson „Maður er eiginlega bara undrandi yfir þessu. Þetta er náttúrulega bara frábært, sko,“ segir Valgerður Ingvadóttir, móður Ránar og tengdamóðir Símonar. -En að sjá jörð lifna að nýju og fjörð lifna að nýju? „Já, algjörlega.“ -Og minnka þetta eyðigat? „Já. Og lítil börn labbandi í túni, sem hefur ekki gerst í 120 ár. Ég meina – váá!“ -En hvernig hefur svo ungu fjölskyldunni liðið á nýja staðnum? „Hér? Hvergi betra að vera. Helvíti fínt bara,“ svarar Símon. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Ísland í dag árið 2011 var fjallað um Skálanes og hnignun byggðarinnar við norðanverðan Breiðafjörð:
Vesturbyggð Byggðamál Hús og heimili Landbúnaður Um land allt Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira