Fótbolti

Samherji Söru besti markvörðurinn en Lucy Bronze sú besta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sarah Bouhaddi í spjalli við Reshmin Chowdhury og Ruud Gullit í gengum vefinn eftir að tilkynnt var um verðlaunin.
Sarah Bouhaddi í spjalli við Reshmin Chowdhury og Ruud Gullit í gengum vefinn eftir að tilkynnt var um verðlaunin. Valeriano Di Domenico/Getty Images

Verðlaunahátíð FIFA fór fram í kvöld en þar var tilkynnt, bæði í karla- og kvennaflokki, hvaða leikmenn stóðu upp úr á árinu.

Það var fátt sem kom á óvart í liði ársins en þar mátti meðal annars finna Pernillu Harder, dýrasta leikmann sem hefur skipt um lið í kvennaflokki er hún skipti frá Wolfsburg til Chelsea.

Sarah Bouhaddi var markvörður ársins. Hún varði mark Lyon sem vann Meistaradeildina annað árið í röð, sem og að verða franskur meistari deildar- og bikarmeistari.

Sarina Wiegman var valin besta þjálfarinn. Hún þjálfar hollenska landsliðið sem fékk silfur á HM á síðasta ári. Liðið tapaði fyrir Bandaríkjunum í úrslitum mótsins sem fór fram í Frakklandi.

Lucy Bronze var valinn besti leikmaðurinn. Enkski varnarmaðurinn er á mála hjá Manchester City þar sem hún hefur leikið frábærlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×