Fyrrverandi landsliðsmaður Svía lýsir munntóbaksfíkn: „Baggið er minn besti vinur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. desember 2020 09:30 Sænski baggkóngurinn Glenn Strömberg. getty/Alessandro Sabattini Glenn Strömberg, fyrrverandi leikmaður sænska fótboltalandsliðsins, hefur rætt opinskátt um munntóbaksfíkn sína. Hann segir baggið sinn besta vin. Strömberg lék á sínum tíma 52 landsleiki og skoraði sjö mörk. Hann lék með IFK Gautaborg í heimalandinu og vann Evrópukeppni félagsliða með liðinu 1982. Þá varð hann tvisvar portúgalskur meistari með Benfica og lék um átta ára skeið með Atalanta á Ítalíu. Eftir að ferlinum lauk hefur Strömberg getið sér gott orð sem álitsgjafi í sjónvarpi. Þá er hann þekktur sem eins konar andlit munntóbaks í Svíþjóð. Strömberg skammast sín ekkert fyrir það. „Ég er stoltur að vera tengdur við það. Í sumum könnunum er því haldið fram að enginn sé tengdari munntóbaki í Svíþjóð en Glenn Strömberg. Það er frekar flott,“ sagði Strömberg. Hann rifjaði upp þegar hann var á ferð með eiginkonu sinni frá Bergamo til Monte Carlo og komst að því að hann hafði gleymt munntóbakinu heima. „Á miðri leið sagði ég að við þyrftum að snúa við og ná í munntóbakið. Það gekk ekki eftir svo ég hélt áfram að keyra. Þegar við komum á áfangastað reykti ég örugglega sextíu sígarettur í staðinn. Þetta er í eina skiptið á ævinni sem ég hef reykt. Ég varð að hafa eitthvað allan tímann en það virkaði ekki,“ sagði Strömberg og bætti við að baggið væri hans besti vinur. Í annarri ferð til Egyptalands þar sem hann gleymdi munntóbakinu fyllti hann tepoka með vindlatóbaki, bleytti þá í rommi og stakk þeim undir vörina. Strömberg segist ekki bara sækjast í nikótínið. Honum finnist bara þægilegt, og róandi, að vera með eitthvað í vörinni. „Jú, það er vissulega nikótín í munntóbaki en fyrir mér er mikilvægara að hafa eitthvað undir vörinni. Það færir mér öryggi,“ sagði Strömberg. Sænski boltinn Svíþjóð Fíkn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Strömberg lék á sínum tíma 52 landsleiki og skoraði sjö mörk. Hann lék með IFK Gautaborg í heimalandinu og vann Evrópukeppni félagsliða með liðinu 1982. Þá varð hann tvisvar portúgalskur meistari með Benfica og lék um átta ára skeið með Atalanta á Ítalíu. Eftir að ferlinum lauk hefur Strömberg getið sér gott orð sem álitsgjafi í sjónvarpi. Þá er hann þekktur sem eins konar andlit munntóbaks í Svíþjóð. Strömberg skammast sín ekkert fyrir það. „Ég er stoltur að vera tengdur við það. Í sumum könnunum er því haldið fram að enginn sé tengdari munntóbaki í Svíþjóð en Glenn Strömberg. Það er frekar flott,“ sagði Strömberg. Hann rifjaði upp þegar hann var á ferð með eiginkonu sinni frá Bergamo til Monte Carlo og komst að því að hann hafði gleymt munntóbakinu heima. „Á miðri leið sagði ég að við þyrftum að snúa við og ná í munntóbakið. Það gekk ekki eftir svo ég hélt áfram að keyra. Þegar við komum á áfangastað reykti ég örugglega sextíu sígarettur í staðinn. Þetta er í eina skiptið á ævinni sem ég hef reykt. Ég varð að hafa eitthvað allan tímann en það virkaði ekki,“ sagði Strömberg og bætti við að baggið væri hans besti vinur. Í annarri ferð til Egyptalands þar sem hann gleymdi munntóbakinu fyllti hann tepoka með vindlatóbaki, bleytti þá í rommi og stakk þeim undir vörina. Strömberg segist ekki bara sækjast í nikótínið. Honum finnist bara þægilegt, og róandi, að vera með eitthvað í vörinni. „Jú, það er vissulega nikótín í munntóbaki en fyrir mér er mikilvægara að hafa eitthvað undir vörinni. Það færir mér öryggi,“ sagði Strömberg.
Sænski boltinn Svíþjóð Fíkn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira