Ríkið sýknað af skaðabótakröfu vegna afleiðinga svínaflensusprautu Sylvía Hall skrifar 18. desember 2020 10:49 Bóluefnið Pandemrix var talið hafa leitt til drómasýkinnar, en sambærileg mál hafa komið upp víða erlendis. Getty/Niall Carson Íslenska ríkið var í gær sýknað af skaðabótakröfu vegna drómasýki sem stefnandi taldi sig hafa fengið í kjölfar bólusetningar með lyfinu Pandemrix gegn svínaflensunni árið 2009. Einkenni fóru að gera vart við sig í kjölfar sprautunnar og var það niðurstaða sérfræðings í taugalækningum að hann hefði fengið drómasýki og slekjuköst í kjölfar bólusetningarinnar. Stefnandi krafðist rúmlega fjórtán milljóna króna í skaðabætur af hálfu ríkisins að frádreginni þeirri upphæð sem hann hafði þegar fengið greidda frá Sjúkratryggingum Íslands en Sjúkratryggingar féllust á bótarétt hans árið 2015 vegna drómasýkinnar. Var honum greiddar hámarksbætur, eða rúmlega tíu milljónir króna, þar sem talið var að meiri líkur en minni væru á því að hann hafi orðið fyrir alvarlegum fylgikvilla. Taldi hann þó afleiðingar bólusetningarinnar vanmetnar af Sjúkratryggingum og aflaði í kjölfarið matsgerðar frá sérfræðilækni í heila- og taugasjúkdómum. Við gerð matsgerðarinnar var vísað til vottorðs annars læknis um „klár tengsl“ milli drómasýki og svínaflensubólusetningar og tók sérfræðilæknirinn undir þau sjónarmið. Íslenska ríkið véfengdi ekki niðurstöðurnar, en taldi óvíst hvort sannað væri beint orsakasamhengi milli bólusetningar og veikindanna. Var þar vísað til bréfs sóttvarnaráðs frá 2013 þar sem sagði að orsakasamband væri óstaðfest þó tölfræðileg tengsl hafi fundist í sumum löndum. Var mælst til þess af hálfu Embættis landlæknis sama ár að bóluefnið yrði ekki notað á einstaklinga yngri en 19 ára nema annað virkt bóluefni væri ekki fyrir hendi. Stefnandi byggði mál sitt á því að hann hafi einungis verið að fylgja tilmælum yfirvalda þegar hann fór í bólusetningu árið 2009. Dómurinn taldi þó ekki sannað að saknæm háttsemi hefði átt sér stað í tengslum við kaup á bóluefninu eða notkun þess. Hvatning til almennings hafi verið byggð á fyrirliggjandi þekkingu í lyfjafræði og læknavísindum á þeim tíma. 150 þúsund voru bólusett með Pandemrix hér á landi. Myndin er frá bólusetningu í Þýskalandi árið 2009. Getty/Ullstein bild Gat ekki stundað frekara nám Í málsatvikalýsingu segir að drómasýkin hafi haft neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir stefnanda. Hann hafi verið um tvítugur að aldri þegar afleiðingarnar komu fram og nýlokið stúdentsprófi á þeim tíma. Hann hafi verið óákveðinn varðandi frekara nám og hóf því störf á almennum vinnumarkaði. Þegar hann reyndi síðar að fara í frekara nám hafi hann ekki getað það sökum veikindanna. Hann sé enn í vinnu þar sem hann sé háður „skilningi vinnuveitanda“ og afleiðingarnar muni koma til með að há honum um alla framtíð. Hann geti ekki stundað frekara nám og drómasýkin muni koma til með að skerða starfsval hans og tekjuöflunarmöguleika til framtíðar. Þórólfur bar vitni fyrir dómi Á árunum 2009 og 2010 starfaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sem yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis. Bar hann vitni fyrir dómi um aðdraganda kaupa á bóluefninu og sagði heilbrigðisyfirvöld hafa farið í það verkefni að kaupa 300 þúsund skammta eftir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að um alvarlegan faraldur væri að ræða. Markmiðið var að helmingur þjóðarinnar yrði bólusettur og gekk það að mestu eftir. Um 150 þúsund landsmenn voru bólusettir og lauk bólusetningu að mestu undir lok árs 2009. Heilbrigðisyfirvöld hafi metið það sem svo að bóluefnið hefði verið mjög virkt og það hafi stöðvað faraldur, sem annars hefði getað sýkt 60 þúsund manns. Þórólfur starfaði sem yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis á þeim tíma er svínaflensufaraldurinn kom upp. Vísir/Egill Héraðsdómur taldi sannað að stefnandi hafði orðið fyrir því tjóni sem rakið var í matsgerð heila- og taugasérfræðingsins og að það hafi stafað af bólusetningunni. Þó væri óumdeilt að Lyfjastofnun Evrópu hefði veitt markaðsleyfi sem lá fyrir áður en stefnandi var bólusettur og ósannað að slegið hafi verið að öryggiskröfum af hálfu ríkisins. Ekki var talið unnt að leggja til grundvallar að bóluefnið hafi verið haldið ágalla sem gæti leitt til bótaskyldu ríkisins, enda voru aukaverkanirnar ekki þekktar á þeim tíma er bólusett var. Bóluefnið hafi þannig ekki verið kynnt með óforsvaranlegum hætti og var því ríkið sýknað af kröfum stefnanda. Dómsmál Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Stefnandi krafðist rúmlega fjórtán milljóna króna í skaðabætur af hálfu ríkisins að frádreginni þeirri upphæð sem hann hafði þegar fengið greidda frá Sjúkratryggingum Íslands en Sjúkratryggingar féllust á bótarétt hans árið 2015 vegna drómasýkinnar. Var honum greiddar hámarksbætur, eða rúmlega tíu milljónir króna, þar sem talið var að meiri líkur en minni væru á því að hann hafi orðið fyrir alvarlegum fylgikvilla. Taldi hann þó afleiðingar bólusetningarinnar vanmetnar af Sjúkratryggingum og aflaði í kjölfarið matsgerðar frá sérfræðilækni í heila- og taugasjúkdómum. Við gerð matsgerðarinnar var vísað til vottorðs annars læknis um „klár tengsl“ milli drómasýki og svínaflensubólusetningar og tók sérfræðilæknirinn undir þau sjónarmið. Íslenska ríkið véfengdi ekki niðurstöðurnar, en taldi óvíst hvort sannað væri beint orsakasamhengi milli bólusetningar og veikindanna. Var þar vísað til bréfs sóttvarnaráðs frá 2013 þar sem sagði að orsakasamband væri óstaðfest þó tölfræðileg tengsl hafi fundist í sumum löndum. Var mælst til þess af hálfu Embættis landlæknis sama ár að bóluefnið yrði ekki notað á einstaklinga yngri en 19 ára nema annað virkt bóluefni væri ekki fyrir hendi. Stefnandi byggði mál sitt á því að hann hafi einungis verið að fylgja tilmælum yfirvalda þegar hann fór í bólusetningu árið 2009. Dómurinn taldi þó ekki sannað að saknæm háttsemi hefði átt sér stað í tengslum við kaup á bóluefninu eða notkun þess. Hvatning til almennings hafi verið byggð á fyrirliggjandi þekkingu í lyfjafræði og læknavísindum á þeim tíma. 150 þúsund voru bólusett með Pandemrix hér á landi. Myndin er frá bólusetningu í Þýskalandi árið 2009. Getty/Ullstein bild Gat ekki stundað frekara nám Í málsatvikalýsingu segir að drómasýkin hafi haft neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir stefnanda. Hann hafi verið um tvítugur að aldri þegar afleiðingarnar komu fram og nýlokið stúdentsprófi á þeim tíma. Hann hafi verið óákveðinn varðandi frekara nám og hóf því störf á almennum vinnumarkaði. Þegar hann reyndi síðar að fara í frekara nám hafi hann ekki getað það sökum veikindanna. Hann sé enn í vinnu þar sem hann sé háður „skilningi vinnuveitanda“ og afleiðingarnar muni koma til með að há honum um alla framtíð. Hann geti ekki stundað frekara nám og drómasýkin muni koma til með að skerða starfsval hans og tekjuöflunarmöguleika til framtíðar. Þórólfur bar vitni fyrir dómi Á árunum 2009 og 2010 starfaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sem yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis. Bar hann vitni fyrir dómi um aðdraganda kaupa á bóluefninu og sagði heilbrigðisyfirvöld hafa farið í það verkefni að kaupa 300 þúsund skammta eftir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að um alvarlegan faraldur væri að ræða. Markmiðið var að helmingur þjóðarinnar yrði bólusettur og gekk það að mestu eftir. Um 150 þúsund landsmenn voru bólusettir og lauk bólusetningu að mestu undir lok árs 2009. Heilbrigðisyfirvöld hafi metið það sem svo að bóluefnið hefði verið mjög virkt og það hafi stöðvað faraldur, sem annars hefði getað sýkt 60 þúsund manns. Þórólfur starfaði sem yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis á þeim tíma er svínaflensufaraldurinn kom upp. Vísir/Egill Héraðsdómur taldi sannað að stefnandi hafði orðið fyrir því tjóni sem rakið var í matsgerð heila- og taugasérfræðingsins og að það hafi stafað af bólusetningunni. Þó væri óumdeilt að Lyfjastofnun Evrópu hefði veitt markaðsleyfi sem lá fyrir áður en stefnandi var bólusettur og ósannað að slegið hafi verið að öryggiskröfum af hálfu ríkisins. Ekki var talið unnt að leggja til grundvallar að bóluefnið hafi verið haldið ágalla sem gæti leitt til bótaskyldu ríkisins, enda voru aukaverkanirnar ekki þekktar á þeim tíma er bólusett var. Bóluefnið hafi þannig ekki verið kynnt með óforsvaranlegum hætti og var því ríkið sýknað af kröfum stefnanda.
Dómsmál Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira