Van Gerwen hefur leiðina að fjórða heimsmeistaratitlinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2020 09:16 Michael van Gerwen ætlar sér í úrslit á þriðja heimsmeistaramótinu í röð. getty/Dan Mullan Þrefaldi heimsmeistarinn, efsti maður heimslistans og stærsta stjarna pílukastsins, Michael van Gerwen, mætir til leiks á HM í dag. Átta leikir fara fram í Alexandra höllinni í London í dag. Í þeim síðasta mætir Van Gerwen Skotanum Ryan Murray sem er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti á ferlinum. Van Gerwen sat hjá í 1. umferðinni á meðan sigraði Murray Lourence Ilagan frá Filippseyjum, 3-1. Murray er númer níutíu á heimslistanum. Eins og áður sagði er Van Gerwen efstur á heimslistanum og hann er að flestra mati líklegastur til að standa uppi sem sigurvegari á HM. Hollendingurinn varð heimsmeistari 2014, 2017 og 2019. Hann komst í úrslit á HM í fyrra en tapaði þar fyrir Peter Wright, 7-3. Van Gerwen keppti ekki á PDC World Cup of Darts í síðasta mánuði og HM var einnig í hættu eftir sturtuferð með konunni sem fór illa. „Ég var í sturtu með unnustunni því við förum alltaf í bað saman. Það er gott. Ég sat í sturtunni og byrjaði að hósta og þar af leiðandi tognaði ég í bakinu,“ sagði Van Gerwen sem hefur nú jafnað sig á meiðslunum. Van Gerwen hefur átt misjafnt ár en mætir fullur sjálfstrausts til leiks eftir að hafa spilað vel og unnið Players meistaramótið í lok nóvember. Hann sigraði þá Mervyn King í úrslitaleiknum, 11-10. Phil Taylor, sem vann sextán heimsmeistaratitla á sínum tíma, segir að það sé pressa á Van Gerwen að vinna HM. „Hann á sína kafla. Hann spilar frábærlega í einum leik og tapar svo þeim næsta. Þetta er bara pressa. Ég þekki hana og veit hvað ég myndi gera til að sigrast á henni en ég ætla ekki að segja honum það. Þetta er alvöru próf fyrir hann,“ sagði Taylor. Í sjötta leik dagsins mætir Deta Hedman Andy Boulton. Hedman er önnur tveggja kvenna sem komust á HM 2021. Hin konan, Lisa Ashton, tapaði fyrir Adam Hunt í hörkuleik, 3-2, á miðvikudaginn. Hedman er að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hún er næstelsti nýliðinn í sögu HM, eða 61 árs. Bein útsending frá HM í pílukasti hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 3 í dag. Þá fara fyrri fjórir leikir dagsins fram. Seinni fjórir leikirnir fara svo fram í kvöld og hefst bein útsending aftur klukkan 18:00. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Átta leikir fara fram í Alexandra höllinni í London í dag. Í þeim síðasta mætir Van Gerwen Skotanum Ryan Murray sem er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti á ferlinum. Van Gerwen sat hjá í 1. umferðinni á meðan sigraði Murray Lourence Ilagan frá Filippseyjum, 3-1. Murray er númer níutíu á heimslistanum. Eins og áður sagði er Van Gerwen efstur á heimslistanum og hann er að flestra mati líklegastur til að standa uppi sem sigurvegari á HM. Hollendingurinn varð heimsmeistari 2014, 2017 og 2019. Hann komst í úrslit á HM í fyrra en tapaði þar fyrir Peter Wright, 7-3. Van Gerwen keppti ekki á PDC World Cup of Darts í síðasta mánuði og HM var einnig í hættu eftir sturtuferð með konunni sem fór illa. „Ég var í sturtu með unnustunni því við förum alltaf í bað saman. Það er gott. Ég sat í sturtunni og byrjaði að hósta og þar af leiðandi tognaði ég í bakinu,“ sagði Van Gerwen sem hefur nú jafnað sig á meiðslunum. Van Gerwen hefur átt misjafnt ár en mætir fullur sjálfstrausts til leiks eftir að hafa spilað vel og unnið Players meistaramótið í lok nóvember. Hann sigraði þá Mervyn King í úrslitaleiknum, 11-10. Phil Taylor, sem vann sextán heimsmeistaratitla á sínum tíma, segir að það sé pressa á Van Gerwen að vinna HM. „Hann á sína kafla. Hann spilar frábærlega í einum leik og tapar svo þeim næsta. Þetta er bara pressa. Ég þekki hana og veit hvað ég myndi gera til að sigrast á henni en ég ætla ekki að segja honum það. Þetta er alvöru próf fyrir hann,“ sagði Taylor. Í sjötta leik dagsins mætir Deta Hedman Andy Boulton. Hedman er önnur tveggja kvenna sem komust á HM 2021. Hin konan, Lisa Ashton, tapaði fyrir Adam Hunt í hörkuleik, 3-2, á miðvikudaginn. Hedman er að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hún er næstelsti nýliðinn í sögu HM, eða 61 árs. Bein útsending frá HM í pílukasti hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 3 í dag. Þá fara fyrri fjórir leikir dagsins fram. Seinni fjórir leikirnir fara svo fram í kvöld og hefst bein útsending aftur klukkan 18:00. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira