Vísbendingar um að faraldurinn gæti verið á uppleið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. desember 2020 12:21 þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Egill Aðalsteinsson Ákveðnar vísbendingar eru um að faraldurinn gæti verið á uppleið hér á landi að sögn sóttvarnalæknis sem segir veiruna úti í samfélaginu. Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og er það sami fjöldi og í fyrradag. „Ákveðið hlutfall jákvæðra sýna af fólki með einkenni er að aukast aftur þannig að það eru ákveðnar vísbendingar er um að faraldurinn gæti verið að fara upp en þegar þetta er skoðað betur þá er þetta fólk sem tengist þessum sýkingum sem hafa greinst áður, vinahópar sem eru að hittast en hafa ekki verið í sóttkví þannig það er spurning hvort það takist að ná utan um það eða hvort þetta hafi náð að dreifa eitthvað meira úr sér,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Næstu dagar muni leiða það í ljós. Fimm af þeim sem greindust í gær voru utan sóttkvíar sem Þórólfur segir áhyggjuefni. „Jú það er það, það er vísbending um samfélagslegt smit.“ Ekki sé þó tilefni til hertari aðgerða. „Nei ég myndi ekki segja það við erum með ansi harðar aðgerðir í gangi og það var ekki mikið slakað á síðast, það var örlítið. Þetta er bara spurning um hvernig fólk hegðar sér. Þetta er ekki spurning um hvaða reglur eru settar af hinu opinbera.“ Sagði Þórólfur sem segir hugarfar fólks skipta öllu máli. Horfir ekki til útgöngubanns „Það er ekki það hvort við herðum aðgerðir. Ekki nema við förum í það að setja bara á útgöngubann eins og verið er að setja í nálægum löndum, Bretlandi og á fleiri stöðum. Það er kannski einn möguleikinn en ég er ekki viss um endilega að fólk myndi fara eftir því, það er erfitt að sjá það fyrir,“ Ert þú að hugsa til útgöngubanns? „Nei ekkert sérstaklega. Auðvitað verðum við alltaf að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni ef þetta fer eitthvað að fara upp. En við erum með nokkuð harðar aðgerðir sem við viljum halda út af jólunum og þessum losarabrag sem er á fólki um jólin og erum að vonast til að það dugi til að halda faraldrinum niðri en það verður að koma í ljós,“ sagði Þórólfur. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:48. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og er það sami fjöldi og í fyrradag. „Ákveðið hlutfall jákvæðra sýna af fólki með einkenni er að aukast aftur þannig að það eru ákveðnar vísbendingar er um að faraldurinn gæti verið að fara upp en þegar þetta er skoðað betur þá er þetta fólk sem tengist þessum sýkingum sem hafa greinst áður, vinahópar sem eru að hittast en hafa ekki verið í sóttkví þannig það er spurning hvort það takist að ná utan um það eða hvort þetta hafi náð að dreifa eitthvað meira úr sér,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Næstu dagar muni leiða það í ljós. Fimm af þeim sem greindust í gær voru utan sóttkvíar sem Þórólfur segir áhyggjuefni. „Jú það er það, það er vísbending um samfélagslegt smit.“ Ekki sé þó tilefni til hertari aðgerða. „Nei ég myndi ekki segja það við erum með ansi harðar aðgerðir í gangi og það var ekki mikið slakað á síðast, það var örlítið. Þetta er bara spurning um hvernig fólk hegðar sér. Þetta er ekki spurning um hvaða reglur eru settar af hinu opinbera.“ Sagði Þórólfur sem segir hugarfar fólks skipta öllu máli. Horfir ekki til útgöngubanns „Það er ekki það hvort við herðum aðgerðir. Ekki nema við förum í það að setja bara á útgöngubann eins og verið er að setja í nálægum löndum, Bretlandi og á fleiri stöðum. Það er kannski einn möguleikinn en ég er ekki viss um endilega að fólk myndi fara eftir því, það er erfitt að sjá það fyrir,“ Ert þú að hugsa til útgöngubanns? „Nei ekkert sérstaklega. Auðvitað verðum við alltaf að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni ef þetta fer eitthvað að fara upp. En við erum með nokkuð harðar aðgerðir sem við viljum halda út af jólunum og þessum losarabrag sem er á fólki um jólin og erum að vonast til að það dugi til að halda faraldrinum niðri en það verður að koma í ljós,“ sagði Þórólfur. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:48.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira