Synti út úr skriðunni eftir að hafa bjargað manni úr björgunarsveitarbíl Sylvía Hall og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 20. desember 2020 16:25 Davíð Kristinsson björgunarsveitarmaður. Vísir „Ég sé skriðuna fara af stað. Hún byrjar að renna niður. Ég horfi niður og þar sé ég björgunarsveitarbíl sem var við lokunarpóst, sem ég veit að mun lenda í skriðunni. Eftir það sé ég bara björgunarsveitarbílinn. Þó svo að hús hafi farið fram hjá á sama tíma þá sá ég aldrei húsið, ég sá bara björgunarsveitarbílinn því ég vissi að hann væri mannaður.“ Svona lýsir björgunarsveitarmaðurinn Davíð Kristinsson aurskriðunni sem féll síðdegis á föstudag. Hann var því bersýnilega staddur nærri skriðunni þegar hún féll og þurfti að hlaupa af stað til þess að bjarga félaga úr bílnum. Davíð ræddi við fréttamann okkar á Seyðisfirði í dag. Klippa: Sá skriðuna stefna beint á björgunarsveitarbílinn „Ég sé björgunarsveitarbílinn þannig ég stekk inn á skriðuna og næ að komast að björgunarsveitarbílnum – næ að opna hurðina á honum og ná manninum út,“ segir Davíð. „Við náum að synda út úr skriðunni saman.“ Þurfti að tryggja að fólk færi rétta leið Að sögn Davíðs tók við mikill ótti, enda ljóst að gífurlegt tjón hafði orðið vegna skriðunnar. Fjölmörg hús skemmdust og tók skriðan nokkur með sér nokkra metra. Það hafi því verið fyrsta verk að rýma svæðið og ná yfirsýn yfir aðstæðurnar svo hægt væri að stýra fólki út af svæðinu á öruggan máta. Það skipti sköpum að fólk færi rétta leið. „Það skapaðist náttúrulega ótti og ég er ótrúlega þakklátur fyrir það hversu margir nenntu að taka mark á mér og hlustuðu á þau skilaboð sem ég gaf. Það var ótrúlega mikið af öflugu fólki þarna sem var hægt að gefa skilaboð.“ Hann segir mikið af öflugu fólki hafa lagst á eitt. „Það má ekki misskiljast að ég hafi gert eitthvað meira en næsti maður, þetta er bara mitt upplivelsi og svona upplifði ég þetta.“ Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem orðið hefur.Vísir/Egill Stórt verkefni fram undan Davíð segir næstu daga líta þokkalega út. Það sé farið að kólna aðeins í veðri og engin ástæða til annars en að líta björtum augum á framhaldið. „Þeir líta bara vel út. Það er farið að snjóa aðeins sýnist mér, þá eru jólin að koma. Þetta lítur allt vel út.“ Nú hefur rýmingu verið aflétt fyrir hluta Seyðisfjarðar og því ljóst að einhverjir fá að snúa aftur heim. Enn er hætta á skriðuföllum á öðrum svæðum og verður rýming áfram í gildi þar. Viðbúnaður hefur verið færður af neyðarstigi niður á hættustig. Stórt verkefni sé fram undan en öflugur mannskapur er á svæðinu, sem Davíð segir hjálpa gífurlega. „Næstu verkefni eru líklega að reyna að koma fólki inn í bæinn að ná í sína hluti og taka stöðuna.“ Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Björgunarsveitir Veður Náttúruhamfarir Tengdar fréttir „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40 Rýmingu aflétt að hluta á Seyðisfirði og bærinn kominn á hættustig Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofu Íslands og samstarfsaðilar hafa metið hættu á frekari skriðuföllum á Seyðisfirði. Þeir íbúar sem búa utan áhættusvæða mega snúa aftur til Seyðisfjarðar í dag. Viðbúnaðarstig á Seyðisfirði hefur verið af neyðarstigi niður á hættustig. 20. desember 2020 14:36 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Svona lýsir björgunarsveitarmaðurinn Davíð Kristinsson aurskriðunni sem féll síðdegis á föstudag. Hann var því bersýnilega staddur nærri skriðunni þegar hún féll og þurfti að hlaupa af stað til þess að bjarga félaga úr bílnum. Davíð ræddi við fréttamann okkar á Seyðisfirði í dag. Klippa: Sá skriðuna stefna beint á björgunarsveitarbílinn „Ég sé björgunarsveitarbílinn þannig ég stekk inn á skriðuna og næ að komast að björgunarsveitarbílnum – næ að opna hurðina á honum og ná manninum út,“ segir Davíð. „Við náum að synda út úr skriðunni saman.“ Þurfti að tryggja að fólk færi rétta leið Að sögn Davíðs tók við mikill ótti, enda ljóst að gífurlegt tjón hafði orðið vegna skriðunnar. Fjölmörg hús skemmdust og tók skriðan nokkur með sér nokkra metra. Það hafi því verið fyrsta verk að rýma svæðið og ná yfirsýn yfir aðstæðurnar svo hægt væri að stýra fólki út af svæðinu á öruggan máta. Það skipti sköpum að fólk færi rétta leið. „Það skapaðist náttúrulega ótti og ég er ótrúlega þakklátur fyrir það hversu margir nenntu að taka mark á mér og hlustuðu á þau skilaboð sem ég gaf. Það var ótrúlega mikið af öflugu fólki þarna sem var hægt að gefa skilaboð.“ Hann segir mikið af öflugu fólki hafa lagst á eitt. „Það má ekki misskiljast að ég hafi gert eitthvað meira en næsti maður, þetta er bara mitt upplivelsi og svona upplifði ég þetta.“ Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem orðið hefur.Vísir/Egill Stórt verkefni fram undan Davíð segir næstu daga líta þokkalega út. Það sé farið að kólna aðeins í veðri og engin ástæða til annars en að líta björtum augum á framhaldið. „Þeir líta bara vel út. Það er farið að snjóa aðeins sýnist mér, þá eru jólin að koma. Þetta lítur allt vel út.“ Nú hefur rýmingu verið aflétt fyrir hluta Seyðisfjarðar og því ljóst að einhverjir fá að snúa aftur heim. Enn er hætta á skriðuföllum á öðrum svæðum og verður rýming áfram í gildi þar. Viðbúnaður hefur verið færður af neyðarstigi niður á hættustig. Stórt verkefni sé fram undan en öflugur mannskapur er á svæðinu, sem Davíð segir hjálpa gífurlega. „Næstu verkefni eru líklega að reyna að koma fólki inn í bæinn að ná í sína hluti og taka stöðuna.“
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Björgunarsveitir Veður Náttúruhamfarir Tengdar fréttir „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40 Rýmingu aflétt að hluta á Seyðisfirði og bærinn kominn á hættustig Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofu Íslands og samstarfsaðilar hafa metið hættu á frekari skriðuföllum á Seyðisfirði. Þeir íbúar sem búa utan áhættusvæða mega snúa aftur til Seyðisfjarðar í dag. Viðbúnaðarstig á Seyðisfirði hefur verið af neyðarstigi niður á hættustig. 20. desember 2020 14:36 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
„Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28
Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40
Rýmingu aflétt að hluta á Seyðisfirði og bærinn kominn á hættustig Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofu Íslands og samstarfsaðilar hafa metið hættu á frekari skriðuföllum á Seyðisfirði. Þeir íbúar sem búa utan áhættusvæða mega snúa aftur til Seyðisfjarðar í dag. Viðbúnaðarstig á Seyðisfirði hefur verið af neyðarstigi niður á hættustig. 20. desember 2020 14:36