Átta sig fyrst núna á hve hræðilegt þetta var - og er Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 21. desember 2020 16:17 Bryndís Steinþórsdóttir segist ekki hafa áttað sig á því hve hræðileg eyðileggingin væri fyrr en sá hana með eigin augum. Vísir Seyðfirðingarnir Bryndís Steinþórsdóttir og Stefán Ómar Magnússon sneru aftur heim til sín í dag eftir að bærinn var rýmdur á föstudag. Þau segja það hafa verið erfitt að koma aftur og sjá það sem blasir við. „Mér líður eiginlega bara hálfilla yfir þessu. Að sjá þetta allt hérna gerir þetta miklu raunverulegra en það var kannski á myndum. Þetta er ekki fallegt að sjá,“ segir Stefán. Upplifun Bryndísar er svipuð. „Ég get eiginlega ekki lýst því. Ég var búin að sjá þetta á myndum náttúrulega. Maður gerir sér ekki alveg grein fyrir hversu mikið þetta fór með bæinnn fyrr en ég kom hingað.“ Hún segir ástandið í bænum verra en hún reiknaði með. „Já, miklu verra. Ég var búin að heyra í Seyðfirðingum í gær hvernig þetta var. Maður áttar sig ekki alveg á þessu fyrr en maður kemur hingað og heyrir í þeim, hversu hræðilegt þetta var - og er.“ Stefán var við vinnu á leikskóla í bænum þegar hann heyrði óhljóðin í stóru skriðunni. „Við heyrðum bara drunurnar. Ég hoppaði út í glugga, sá ekki neitt og svo sá maður bara fólkið í götunni koma út úr húsunum og benda eitthvað. Það voru allir að passa börnin,“ segir Stefán og bætir við að á sama tíma hafi allir spurt sig hvað væri í gangi, hvað væri að gerast. „Föstudagurinn var hrikalegur. Allir að pakka saman og fara. Það er mjög erfitt.“ Mikil uppbygging fram undan Óvissan hafi verið erfiðust. Ljóst var snemma að húsin hefðu farið en óljóst hvort einhver hefði slasast. „Það var roslega erfitt að vita ekki hvort það væri í lagi með fólkið.“ Hann segir að það hafi verið rosalega gott að koma heim, þrátt fyrir allt. „Við höfum oft lent í því að vera lokuð inni hérna en aldrei lent í því að vera lokuð út úr bænum. Það er enn þá alveg scary að horfa á þetta allt.“ Fram undan sé vinna við uppbyggingu og hreinsunarstörf. „Það þarf að gera mjög mikið. Byggja allt upp á nýtt og hreinsa til. Ég veit ekki hvernig það verður. Það mun taka langan tíma býst ég við.“ Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
„Mér líður eiginlega bara hálfilla yfir þessu. Að sjá þetta allt hérna gerir þetta miklu raunverulegra en það var kannski á myndum. Þetta er ekki fallegt að sjá,“ segir Stefán. Upplifun Bryndísar er svipuð. „Ég get eiginlega ekki lýst því. Ég var búin að sjá þetta á myndum náttúrulega. Maður gerir sér ekki alveg grein fyrir hversu mikið þetta fór með bæinnn fyrr en ég kom hingað.“ Hún segir ástandið í bænum verra en hún reiknaði með. „Já, miklu verra. Ég var búin að heyra í Seyðfirðingum í gær hvernig þetta var. Maður áttar sig ekki alveg á þessu fyrr en maður kemur hingað og heyrir í þeim, hversu hræðilegt þetta var - og er.“ Stefán var við vinnu á leikskóla í bænum þegar hann heyrði óhljóðin í stóru skriðunni. „Við heyrðum bara drunurnar. Ég hoppaði út í glugga, sá ekki neitt og svo sá maður bara fólkið í götunni koma út úr húsunum og benda eitthvað. Það voru allir að passa börnin,“ segir Stefán og bætir við að á sama tíma hafi allir spurt sig hvað væri í gangi, hvað væri að gerast. „Föstudagurinn var hrikalegur. Allir að pakka saman og fara. Það er mjög erfitt.“ Mikil uppbygging fram undan Óvissan hafi verið erfiðust. Ljóst var snemma að húsin hefðu farið en óljóst hvort einhver hefði slasast. „Það var roslega erfitt að vita ekki hvort það væri í lagi með fólkið.“ Hann segir að það hafi verið rosalega gott að koma heim, þrátt fyrir allt. „Við höfum oft lent í því að vera lokuð inni hérna en aldrei lent í því að vera lokuð út úr bænum. Það er enn þá alveg scary að horfa á þetta allt.“ Fram undan sé vinna við uppbyggingu og hreinsunarstörf. „Það þarf að gera mjög mikið. Byggja allt upp á nýtt og hreinsa til. Ég veit ekki hvernig það verður. Það mun taka langan tíma býst ég við.“
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira