„Vendu þig af því að henda öllu inn í geymslu til að flýja draslið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. desember 2020 16:32 Sólrún Diego gaf út skipulagsbók og dagbók fyrir þessi jólin. Íris Dögg Einarsdóttir „Geymsurýmið er líklega það rými sem oftast er óskipulagt á heimilum og það er auðvelt að flýja draslið með því að setja það inn í geymslu. Aftur á móti borgar það sig að dótið í geymslunni þvælist ekki fyrir manni og hægt sé að ganga að hlutunum vísum,“ segir Sólrún Diego höfundur bókanna Skipulag og Heima. Þegar kemur að skipulagi á geymslum er að hennar mati mikilvægt að sjá rýmið fyrir sér. Því næst þarf að kaupa öll skipulagstól sem þarf eins og hillur, kassa og merkimiða áður en farið er af stað í þetta verkefni. Margir eiga erfitt með næsta skref, sem er flokkun og í bókinni Skipulag talar Sólrún um fimm undirflokka sem hún fjallar nánar um í bókinni. Það sem á að henda Það sem á að gefa Það sem á að selja Það sem á að færa Það sem á að eiga Eftir það þarf að endurraða í geymslurýmið svo það verði sem aðgengilegast. Sólrún ráðleggur fólki að hafa í huga aðgengið, veggplássið og að hafa hluti sem eru notaðir reglulega á stað þar sem auðvelt er að komast að þeim. Sólrún Diego heldur úti vinsælum Instagram reikningi þar sem hún er dugleg að gefa góð ráð. @solrundiegoÍris Dögg Einarsdóttir Hér fyrir neðan má svo finna ráð Sólrúnar um að viðhalda góðu skipulagi á geymslurýminu. Taktu til í geymslunni árlega. Flokkaðu hluti í grunnflokkana fimm - henda, gefa, selja, færa og eiga. Losaðu þig við þá hluti sem þú hefur ekki notað frá síðustu tiltekt. Vertu með kassa í geymslurýminu undir dót sem þú vilt gefa, selja eða henda. Í hvert sinn sem þú tekur til í rýminu skaltu fara í gegnum kassann. Þetta gerir árlegu tiltektina mun bærilegri. Gakktu frá hlutum jafnóðum svo drasl safnist ekki upp og þú þurfir sífellt að byrja á byrjunarreit þegar kemur að skipulagi. Hafðu eins lítið dót og mögulegt er í geymslunni. Gefðu hlutum frekar nýtt líf en að sanka að þér dóti sem þú munt sennilega ekki koma til með að nota. Vendu þig af því að henda öllu inn í geymslu til að flýja draslið. Hús og heimili Jól Húsráð Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira
Þegar kemur að skipulagi á geymslum er að hennar mati mikilvægt að sjá rýmið fyrir sér. Því næst þarf að kaupa öll skipulagstól sem þarf eins og hillur, kassa og merkimiða áður en farið er af stað í þetta verkefni. Margir eiga erfitt með næsta skref, sem er flokkun og í bókinni Skipulag talar Sólrún um fimm undirflokka sem hún fjallar nánar um í bókinni. Það sem á að henda Það sem á að gefa Það sem á að selja Það sem á að færa Það sem á að eiga Eftir það þarf að endurraða í geymslurýmið svo það verði sem aðgengilegast. Sólrún ráðleggur fólki að hafa í huga aðgengið, veggplássið og að hafa hluti sem eru notaðir reglulega á stað þar sem auðvelt er að komast að þeim. Sólrún Diego heldur úti vinsælum Instagram reikningi þar sem hún er dugleg að gefa góð ráð. @solrundiegoÍris Dögg Einarsdóttir Hér fyrir neðan má svo finna ráð Sólrúnar um að viðhalda góðu skipulagi á geymslurýminu. Taktu til í geymslunni árlega. Flokkaðu hluti í grunnflokkana fimm - henda, gefa, selja, færa og eiga. Losaðu þig við þá hluti sem þú hefur ekki notað frá síðustu tiltekt. Vertu með kassa í geymslurýminu undir dót sem þú vilt gefa, selja eða henda. Í hvert sinn sem þú tekur til í rýminu skaltu fara í gegnum kassann. Þetta gerir árlegu tiltektina mun bærilegri. Gakktu frá hlutum jafnóðum svo drasl safnist ekki upp og þú þurfir sífellt að byrja á byrjunarreit þegar kemur að skipulagi. Hafðu eins lítið dót og mögulegt er í geymslunni. Gefðu hlutum frekar nýtt líf en að sanka að þér dóti sem þú munt sennilega ekki koma til með að nota. Vendu þig af því að henda öllu inn í geymslu til að flýja draslið.
Hús og heimili Jól Húsráð Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira