Ljóst að sumir Seyðfirðingar fá ekki að snúa heim fyrir jól Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. desember 2020 13:34 Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem orðið hefur. Nú er ljóst að sumir Seyðfirðingar þurfa að halda jólin annars staðar en heima hjá sér þetta árið. Vísir/Egill Þrátt fyrir að aðstæður á Seyðisfirði hafi farið hratt batnandi eftir að rigningu slotaði og kólna tók í veðri er gert ráð fyrir að hlýni að nýju, í skamman tíma þó, á aðfanga-og jóladag. Þá mun hlána en ekki er útlit fyrir mikla úrkomu á svæðinu. Sökum þessa verður ekki hægt að aflétta rýmingu á þeim húsum sem efst standa í byggðinni á jaðri rýmingarsvæðis. Rýming mun því standa óbreytt er varðar þau hús til 27. desember hið minnsta. Ákvörðun um afléttingu rýmingar í öðrum húsum á rýmingarsvæði sem standa neðan við Múlaveg verður tekin síðar í dag. Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Austurlandi, sagði í samtali við fréttastofu að tilkynning yrði send fyrir klukkan sjö í kvöld. Verði rýmingu ekki aflétt í kvöld er gert ráð fyrir að henni verði yfir höfuð ekki aflétt fyrr en í fyrsta lagi 27. desember. Þetta var ákveðið á stöðufundi Almannavarna, Veðurstofu Íslands og Lögreglunnar á Austurlandi í morgun. Á fundinum var rætt um mikilvægi þess að íbúar fengju eins skýr svör og hægt væri hvað varðar aðgengi að húsum og hugsanlega rýmingu yfir jólin. Fyrirsjáanleiki er verðar næstu daga væri mikilvægur. Íbúum, sem búa innan við Búðará og eiga hús á rýmingarsvæði, verður í dag gefinn kostur á að sækja nauðsynjar í hús sín. Þó er hvatt til þess að þeim ferðum verði stillt í hóf en þeir sem vilja þiggja boðið er bent á að gefa sig fram í Ferjuleiru á Seyðisfirði. Veðurstofa Íslands hefur uppfært reitakort fyrir rýmingarsvæðið. Borholuþrýstingur fer minnkandi og koma á fyrir fleiri speglum í hlíðina til að ná fram betri mælingum. Helstu verkefni í dag er vöktun á lokunarpóstum og aðstoð við fólk sem vill líta eftir eignum á rýmingarsvæði. Í forgangi er vinna við rafmagnsöryggi og húshitun. Á fundinum var einnig rætt um hjúkrunarheimilið og um leiðir til að koma því aftur í gagn. Tryggja þurfi að starfsfólks sé til reiðu áður en skjólstæðingar snúi aftur. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Seyðisfjörður kominn í vetrarbúning eftir hörmungar síðustu viku Það er búið að snjóa á Seyðisfirði og bærinn allt annar að sjá í dag heldur en síðustu daga. Skriður féllu á bæinn fyrir helgi, sú stærsta á föstudag, með miklu tjóni. Tekin var ákvörðun um að rýma bæinn vegna hættu á frekari skriðum. 21. desember 2020 22:25 Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54 Líkur á að íbúar Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima Líkur eru á að hluti íbúa Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima en vonir standa til þess að hægt verði að aflétta rýmingu í dag eða næstu daga. 21. desember 2020 11:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Sökum þessa verður ekki hægt að aflétta rýmingu á þeim húsum sem efst standa í byggðinni á jaðri rýmingarsvæðis. Rýming mun því standa óbreytt er varðar þau hús til 27. desember hið minnsta. Ákvörðun um afléttingu rýmingar í öðrum húsum á rýmingarsvæði sem standa neðan við Múlaveg verður tekin síðar í dag. Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Austurlandi, sagði í samtali við fréttastofu að tilkynning yrði send fyrir klukkan sjö í kvöld. Verði rýmingu ekki aflétt í kvöld er gert ráð fyrir að henni verði yfir höfuð ekki aflétt fyrr en í fyrsta lagi 27. desember. Þetta var ákveðið á stöðufundi Almannavarna, Veðurstofu Íslands og Lögreglunnar á Austurlandi í morgun. Á fundinum var rætt um mikilvægi þess að íbúar fengju eins skýr svör og hægt væri hvað varðar aðgengi að húsum og hugsanlega rýmingu yfir jólin. Fyrirsjáanleiki er verðar næstu daga væri mikilvægur. Íbúum, sem búa innan við Búðará og eiga hús á rýmingarsvæði, verður í dag gefinn kostur á að sækja nauðsynjar í hús sín. Þó er hvatt til þess að þeim ferðum verði stillt í hóf en þeir sem vilja þiggja boðið er bent á að gefa sig fram í Ferjuleiru á Seyðisfirði. Veðurstofa Íslands hefur uppfært reitakort fyrir rýmingarsvæðið. Borholuþrýstingur fer minnkandi og koma á fyrir fleiri speglum í hlíðina til að ná fram betri mælingum. Helstu verkefni í dag er vöktun á lokunarpóstum og aðstoð við fólk sem vill líta eftir eignum á rýmingarsvæði. Í forgangi er vinna við rafmagnsöryggi og húshitun. Á fundinum var einnig rætt um hjúkrunarheimilið og um leiðir til að koma því aftur í gagn. Tryggja þurfi að starfsfólks sé til reiðu áður en skjólstæðingar snúi aftur.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Seyðisfjörður kominn í vetrarbúning eftir hörmungar síðustu viku Það er búið að snjóa á Seyðisfirði og bærinn allt annar að sjá í dag heldur en síðustu daga. Skriður féllu á bæinn fyrir helgi, sú stærsta á föstudag, með miklu tjóni. Tekin var ákvörðun um að rýma bæinn vegna hættu á frekari skriðum. 21. desember 2020 22:25 Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54 Líkur á að íbúar Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima Líkur eru á að hluti íbúa Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima en vonir standa til þess að hægt verði að aflétta rýmingu í dag eða næstu daga. 21. desember 2020 11:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Seyðisfjörður kominn í vetrarbúning eftir hörmungar síðustu viku Það er búið að snjóa á Seyðisfirði og bærinn allt annar að sjá í dag heldur en síðustu daga. Skriður féllu á bæinn fyrir helgi, sú stærsta á föstudag, með miklu tjóni. Tekin var ákvörðun um að rýma bæinn vegna hættu á frekari skriðum. 21. desember 2020 22:25
Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54
Líkur á að íbúar Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima Líkur eru á að hluti íbúa Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima en vonir standa til þess að hægt verði að aflétta rýmingu í dag eða næstu daga. 21. desember 2020 11:58