Skógarbóndi losnar ekki við níu þúsund kindur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. desember 2020 22:46 Skógarbóndinn Gunnar Jónsson vildi losna við kindur af landi sínu. Vísir/Vilhelm Borgarbyggð hefur rétt til beitarafnota af hluta jarðar Gunnars Jónssonar, skógarbónda á Króki í Borgarbyggð, auk þess sem að sveitarfélaginu er heimilit að safna fé af fjalli af hausi á þessu sama landi. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem sneri við dómi Landsréttar í málinu. Forsaga málsins er sú að árið 2017 stefndi skógarbóndinn Gunnar Borgarbyggð til að fá viðurkennt að sveitarfélagið mætti ekki heimila að farið væri með fé af fjalli á haustin um lönd hans. Fram kom í stefnu Gunnars að Borgarbyggð teldi sig hafa rétt til að heimila afréttarmönnum á leið í Þverárrétt að láta fé, sem rásar af fjallinu síðustu vikurnar fyrir leitir að hausti, safnast á landi Króks og vera þar á beit. Einnig að sveitarfélagið teldi sig geta leyft þeim að reka safn af fjalli inn á land Króks og hafa það þar á beit í eina nótt áður en það er rekið til Þverárréttar. Í safninu væru um níu þúsund kindur. „Við erum bara að reyna að verja okkar skógræktarland,“ sagði Gunnar í viðtali við Fréttablaðið um málið á sínum tíma. „Þetta hentar svolítið illa því Krókur er skógræktarjörð.“ Málið fór fyrir öll þrjú dómstig landsins en Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð af kröfum Gunnars árið 2019. Gunnar áfrýjaði málinu til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdómi við á síðasta ári og dæmdi að óheimilt væri safna fé sem rennur af fjalli að hausti á land jarðarinnar Króks og reka fé af fjalli á leið til réttar um land Króks. Hæstiréttur sneri við dómi Landsréttar sem hafði snúið við dómi héraðsdóms Borgarbyggð skaut málinu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag og sneri við dómi Landsréttar. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að Borgarbyggð hefði sýnt fram á að fjárbændur hefðu í skjóli Upprekstarfélags Þverárréttar og síðar Borgarbyggðar nýtt landið til beitarafnota fyrir fjölda fjár í að minnsta kosti tæpa öld í góðri trú um heimild til þess þótt landið hefði laust fyrir miðja öldina komist úr eigu upprekstrarfélagsins samkvæmt þinglýstum afsölum. Hefði sú nýting landsins átt sér stað allt til dagsins í dag og hefði hefðartíminn þannig löngu verið fullnaður samkvæmt lögum er Gunnar hófst handa við að vefengja rétt Borgarbyggðar til ítaksins. Var því fallist á kröfu Borgarbyggðar um rétt hans til beitarafnota af umræddu landi. Sú niðurstaða felur jafnframt í sér að hafnað væri kröfu Gunnars um að Borgarbyggð væri óheimilt að safna fé af fjalli að hausti á þessu sama landi. Dómur Hæstaréttar. Borgarbyggð Dómsmál Tengdar fréttir Neita að borga girðingu uns dómsmáli um rétt til smölunar lýkur Gunnar Jónsson, eigandi jarðarinnar Króks í Norðurárdal, er ósáttur við að Borgarbyggð hefur ekki greitt honum hlut sveitarfélagsins í kostnaði vegna girðingar á landi hans. 18. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Forsaga málsins er sú að árið 2017 stefndi skógarbóndinn Gunnar Borgarbyggð til að fá viðurkennt að sveitarfélagið mætti ekki heimila að farið væri með fé af fjalli á haustin um lönd hans. Fram kom í stefnu Gunnars að Borgarbyggð teldi sig hafa rétt til að heimila afréttarmönnum á leið í Þverárrétt að láta fé, sem rásar af fjallinu síðustu vikurnar fyrir leitir að hausti, safnast á landi Króks og vera þar á beit. Einnig að sveitarfélagið teldi sig geta leyft þeim að reka safn af fjalli inn á land Króks og hafa það þar á beit í eina nótt áður en það er rekið til Þverárréttar. Í safninu væru um níu þúsund kindur. „Við erum bara að reyna að verja okkar skógræktarland,“ sagði Gunnar í viðtali við Fréttablaðið um málið á sínum tíma. „Þetta hentar svolítið illa því Krókur er skógræktarjörð.“ Málið fór fyrir öll þrjú dómstig landsins en Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð af kröfum Gunnars árið 2019. Gunnar áfrýjaði málinu til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdómi við á síðasta ári og dæmdi að óheimilt væri safna fé sem rennur af fjalli að hausti á land jarðarinnar Króks og reka fé af fjalli á leið til réttar um land Króks. Hæstiréttur sneri við dómi Landsréttar sem hafði snúið við dómi héraðsdóms Borgarbyggð skaut málinu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag og sneri við dómi Landsréttar. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að Borgarbyggð hefði sýnt fram á að fjárbændur hefðu í skjóli Upprekstarfélags Þverárréttar og síðar Borgarbyggðar nýtt landið til beitarafnota fyrir fjölda fjár í að minnsta kosti tæpa öld í góðri trú um heimild til þess þótt landið hefði laust fyrir miðja öldina komist úr eigu upprekstrarfélagsins samkvæmt þinglýstum afsölum. Hefði sú nýting landsins átt sér stað allt til dagsins í dag og hefði hefðartíminn þannig löngu verið fullnaður samkvæmt lögum er Gunnar hófst handa við að vefengja rétt Borgarbyggðar til ítaksins. Var því fallist á kröfu Borgarbyggðar um rétt hans til beitarafnota af umræddu landi. Sú niðurstaða felur jafnframt í sér að hafnað væri kröfu Gunnars um að Borgarbyggð væri óheimilt að safna fé af fjalli að hausti á þessu sama landi. Dómur Hæstaréttar.
Borgarbyggð Dómsmál Tengdar fréttir Neita að borga girðingu uns dómsmáli um rétt til smölunar lýkur Gunnar Jónsson, eigandi jarðarinnar Króks í Norðurárdal, er ósáttur við að Borgarbyggð hefur ekki greitt honum hlut sveitarfélagsins í kostnaði vegna girðingar á landi hans. 18. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Neita að borga girðingu uns dómsmáli um rétt til smölunar lýkur Gunnar Jónsson, eigandi jarðarinnar Króks í Norðurárdal, er ósáttur við að Borgarbyggð hefur ekki greitt honum hlut sveitarfélagsins í kostnaði vegna girðingar á landi hans. 18. febrúar 2019 06:30