Rob Green fann til með Rúnari Alex Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. desember 2020 22:31 Rúnar Alex varði meistaralega frá Gabriel Jeuss í fyrri hálfleik. Því miður voru það mistök hans í þeim síðari sem stálu fyrirsögnunum. Vísir/Getty Robert Green, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands sem og Norwich City, West Ham United og Leeds United, fann til með Rúnari Alex Rúnarssyni í kvöld. Hinn fertugi Green vinnur í dag fyrir breska ríkisútvarpið [BBC] meðal annars og var að fjalla um leik Arsenal gegn Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld. Gestirnir frá Manchester-borg unnu 4-1 sigur þar sem annað mark þeirra skrifast nær algjörlega á íslenska landsliðsmarkvörðinn. Riyad Mahrez átti þá aukaspyrnu af stuttu færi sem fór beint á Rúnar Alex en markvörðurinn virtist misreikna flug boltans og missti hann í kjölfarið í netið. „Þetta er martröð fyrir Alex Rúnarsson. Ég vorkenni honum. Hendurnar á honum eru komnar upp að andlitinu en hann setur þær alltof hratt niður. Hann verður að halda þeim þarna uppi því ef þú nærð ekki að grípa boltann nægilega vel þá viltu ekki missa hann fram fyrir þig,“ sagði Green um mark Mahrez. Rúnar Alex óð út til að mæta Phil Foden en Green taldi að markvörðurinn hefði frekar átt að halda stöðu sinni.Vísir/Getty Þá taldi markvörðurinn fyrrverandi að Rúnar Alex hefði átt að halda stöðu lengur er Phil Foden slapp í gegn í þriðja marki City – sem reyndist vera rangstaða en myndbandstæknin er ekki notuð í deildabikarnum. „Hann þarf ekki að koma út úr marki sínu þarna. Þetta er skoppandi bolti og hann tekur ákvörðun um að koma út en er aldrei að fara ná boltanum. Frábærlega klárað hjá Foden en hann hefur tíma til að meta aðstæður og lyfta boltanum yfir markvörðurinn.“ Hin tvö mörk City voru skallar af stuttu færi og þó Rúnar hefði átt að gera betur þá var varnarleikur Arsenal einfaldlega í molum í þessum leik. Þegar kemur að því að missa boltann klaufalega í netið þá þekkir Rob Green það betur en flestir en hann missti máttlaust skot Clint Dempsey undir sig er England gerði 1-1 jafntefli við Bandaríkin á HM 2010. Green var í kjölfarið bekkjaður og David nokkur James kom í markið í stað hans. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Hinn fertugi Green vinnur í dag fyrir breska ríkisútvarpið [BBC] meðal annars og var að fjalla um leik Arsenal gegn Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld. Gestirnir frá Manchester-borg unnu 4-1 sigur þar sem annað mark þeirra skrifast nær algjörlega á íslenska landsliðsmarkvörðinn. Riyad Mahrez átti þá aukaspyrnu af stuttu færi sem fór beint á Rúnar Alex en markvörðurinn virtist misreikna flug boltans og missti hann í kjölfarið í netið. „Þetta er martröð fyrir Alex Rúnarsson. Ég vorkenni honum. Hendurnar á honum eru komnar upp að andlitinu en hann setur þær alltof hratt niður. Hann verður að halda þeim þarna uppi því ef þú nærð ekki að grípa boltann nægilega vel þá viltu ekki missa hann fram fyrir þig,“ sagði Green um mark Mahrez. Rúnar Alex óð út til að mæta Phil Foden en Green taldi að markvörðurinn hefði frekar átt að halda stöðu sinni.Vísir/Getty Þá taldi markvörðurinn fyrrverandi að Rúnar Alex hefði átt að halda stöðu lengur er Phil Foden slapp í gegn í þriðja marki City – sem reyndist vera rangstaða en myndbandstæknin er ekki notuð í deildabikarnum. „Hann þarf ekki að koma út úr marki sínu þarna. Þetta er skoppandi bolti og hann tekur ákvörðun um að koma út en er aldrei að fara ná boltanum. Frábærlega klárað hjá Foden en hann hefur tíma til að meta aðstæður og lyfta boltanum yfir markvörðurinn.“ Hin tvö mörk City voru skallar af stuttu færi og þó Rúnar hefði átt að gera betur þá var varnarleikur Arsenal einfaldlega í molum í þessum leik. Þegar kemur að því að missa boltann klaufalega í netið þá þekkir Rob Green það betur en flestir en hann missti máttlaust skot Clint Dempsey undir sig er England gerði 1-1 jafntefli við Bandaríkin á HM 2010. Green var í kjölfarið bekkjaður og David nokkur James kom í markið í stað hans.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira