Rob Green fann til með Rúnari Alex Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. desember 2020 22:31 Rúnar Alex varði meistaralega frá Gabriel Jeuss í fyrri hálfleik. Því miður voru það mistök hans í þeim síðari sem stálu fyrirsögnunum. Vísir/Getty Robert Green, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands sem og Norwich City, West Ham United og Leeds United, fann til með Rúnari Alex Rúnarssyni í kvöld. Hinn fertugi Green vinnur í dag fyrir breska ríkisútvarpið [BBC] meðal annars og var að fjalla um leik Arsenal gegn Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld. Gestirnir frá Manchester-borg unnu 4-1 sigur þar sem annað mark þeirra skrifast nær algjörlega á íslenska landsliðsmarkvörðinn. Riyad Mahrez átti þá aukaspyrnu af stuttu færi sem fór beint á Rúnar Alex en markvörðurinn virtist misreikna flug boltans og missti hann í kjölfarið í netið. „Þetta er martröð fyrir Alex Rúnarsson. Ég vorkenni honum. Hendurnar á honum eru komnar upp að andlitinu en hann setur þær alltof hratt niður. Hann verður að halda þeim þarna uppi því ef þú nærð ekki að grípa boltann nægilega vel þá viltu ekki missa hann fram fyrir þig,“ sagði Green um mark Mahrez. Rúnar Alex óð út til að mæta Phil Foden en Green taldi að markvörðurinn hefði frekar átt að halda stöðu sinni.Vísir/Getty Þá taldi markvörðurinn fyrrverandi að Rúnar Alex hefði átt að halda stöðu lengur er Phil Foden slapp í gegn í þriðja marki City – sem reyndist vera rangstaða en myndbandstæknin er ekki notuð í deildabikarnum. „Hann þarf ekki að koma út úr marki sínu þarna. Þetta er skoppandi bolti og hann tekur ákvörðun um að koma út en er aldrei að fara ná boltanum. Frábærlega klárað hjá Foden en hann hefur tíma til að meta aðstæður og lyfta boltanum yfir markvörðurinn.“ Hin tvö mörk City voru skallar af stuttu færi og þó Rúnar hefði átt að gera betur þá var varnarleikur Arsenal einfaldlega í molum í þessum leik. Þegar kemur að því að missa boltann klaufalega í netið þá þekkir Rob Green það betur en flestir en hann missti máttlaust skot Clint Dempsey undir sig er England gerði 1-1 jafntefli við Bandaríkin á HM 2010. Green var í kjölfarið bekkjaður og David nokkur James kom í markið í stað hans. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fleiri fréttir „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Sjá meira
Hinn fertugi Green vinnur í dag fyrir breska ríkisútvarpið [BBC] meðal annars og var að fjalla um leik Arsenal gegn Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld. Gestirnir frá Manchester-borg unnu 4-1 sigur þar sem annað mark þeirra skrifast nær algjörlega á íslenska landsliðsmarkvörðinn. Riyad Mahrez átti þá aukaspyrnu af stuttu færi sem fór beint á Rúnar Alex en markvörðurinn virtist misreikna flug boltans og missti hann í kjölfarið í netið. „Þetta er martröð fyrir Alex Rúnarsson. Ég vorkenni honum. Hendurnar á honum eru komnar upp að andlitinu en hann setur þær alltof hratt niður. Hann verður að halda þeim þarna uppi því ef þú nærð ekki að grípa boltann nægilega vel þá viltu ekki missa hann fram fyrir þig,“ sagði Green um mark Mahrez. Rúnar Alex óð út til að mæta Phil Foden en Green taldi að markvörðurinn hefði frekar átt að halda stöðu sinni.Vísir/Getty Þá taldi markvörðurinn fyrrverandi að Rúnar Alex hefði átt að halda stöðu lengur er Phil Foden slapp í gegn í þriðja marki City – sem reyndist vera rangstaða en myndbandstæknin er ekki notuð í deildabikarnum. „Hann þarf ekki að koma út úr marki sínu þarna. Þetta er skoppandi bolti og hann tekur ákvörðun um að koma út en er aldrei að fara ná boltanum. Frábærlega klárað hjá Foden en hann hefur tíma til að meta aðstæður og lyfta boltanum yfir markvörðurinn.“ Hin tvö mörk City voru skallar af stuttu færi og þó Rúnar hefði átt að gera betur þá var varnarleikur Arsenal einfaldlega í molum í þessum leik. Þegar kemur að því að missa boltann klaufalega í netið þá þekkir Rob Green það betur en flestir en hann missti máttlaust skot Clint Dempsey undir sig er England gerði 1-1 jafntefli við Bandaríkin á HM 2010. Green var í kjölfarið bekkjaður og David nokkur James kom í markið í stað hans.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fleiri fréttir „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Sjá meira