Skipverji á Sigurði VE bitinn af hámeri Birgir Olgeirsson skrifar 23. desember 2020 10:43 Talið var að hámerin væri dauð en svo reyndist ekki vera þegar ýta átti henni frá borði. Vísir/Getty „Hann á að ná sér að fullu,“ segir Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins, um skipverja á uppsjávarskipinu Sigurði VE sem var bitinn af hámeri. Greint var fyrst frá þessu atviki á vef 200 mílna á mbl.is. Skipið var á veiðum á kolmunnamiðum suður af Færeyjum í lok nóvember. Hámeri kom upp með trollinu og virtist fiskurinn dauður. Skipverjinn ætlaði að koma honum fyrir borð en þá beit hámerin hann í vinstri höndina. Blæddi mikið úr skipverjanum og sködduðust vöðvar. Hann var fluttur á sjúkrahús í Þórshöfn í Færeyjum þar sem gert var að sárum skipverjans. Sigurður VE er í eigu Ísfélagsins í Vestmannaeyjum en Stefán Friðriksson framkvæmdastjóri segir skipverjann ekki hafa verið í hættu á að missa handlegg eða putta, þó þetta hafi sannarlega litið illa út. Hann segir útgerðina hafa fengið þær fréttir að skipverjinn muni ná sér að fullu, en hann er þó enn óvinnufær. Stefán segir þetta þó óalgengt. „Hákarlategundir á þessu slóðum sækja ekki í fólk, og í þessu tilviki er einfaldlega verið að ýta fisknum frá borði og þá er glefsað í skipverjann,“ segir Stefán. Hámerin sleppti fljótlega takinu á skipverjanum. Stefán segir margt gerast til sjós og sjómenn þurfi að hafa varann á þegar verið er að gera að afla. Steinbítur og hlýri geti til að mynda bitið sig fasta þó það sé búið að slægja þá. „Menn þurfa að passa sig á svoleiðis kvikindum.“ Hámeri er oftast um 2 – 3 metrar á lengd og finnst bæði í vestan- og austanverðu N-Atlantshafinu. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Greint var fyrst frá þessu atviki á vef 200 mílna á mbl.is. Skipið var á veiðum á kolmunnamiðum suður af Færeyjum í lok nóvember. Hámeri kom upp með trollinu og virtist fiskurinn dauður. Skipverjinn ætlaði að koma honum fyrir borð en þá beit hámerin hann í vinstri höndina. Blæddi mikið úr skipverjanum og sködduðust vöðvar. Hann var fluttur á sjúkrahús í Þórshöfn í Færeyjum þar sem gert var að sárum skipverjans. Sigurður VE er í eigu Ísfélagsins í Vestmannaeyjum en Stefán Friðriksson framkvæmdastjóri segir skipverjann ekki hafa verið í hættu á að missa handlegg eða putta, þó þetta hafi sannarlega litið illa út. Hann segir útgerðina hafa fengið þær fréttir að skipverjinn muni ná sér að fullu, en hann er þó enn óvinnufær. Stefán segir þetta þó óalgengt. „Hákarlategundir á þessu slóðum sækja ekki í fólk, og í þessu tilviki er einfaldlega verið að ýta fisknum frá borði og þá er glefsað í skipverjann,“ segir Stefán. Hámerin sleppti fljótlega takinu á skipverjanum. Stefán segir margt gerast til sjós og sjómenn þurfi að hafa varann á þegar verið er að gera að afla. Steinbítur og hlýri geti til að mynda bitið sig fasta þó það sé búið að slægja þá. „Menn þurfa að passa sig á svoleiðis kvikindum.“ Hámeri er oftast um 2 – 3 metrar á lengd og finnst bæði í vestan- og austanverðu N-Atlantshafinu.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira