Vildi selja Tesla til Apple en fékk ekki fund Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2020 13:42 Elon Musk sagðist hafa hugsað sér að selja Tesla á um einn tíunda þess sem fyrirtækið er virði í dag. AP/Hannibal Hanschke Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og geimferðafyrirtæksisins SpaceX, svo eitthvað sé nefnt, sagði frá því í gær að hann hefði leitað til Tim Cook, forstjóra Apple, til að kanna hvort forsvarsmenn Apple væru tilbúnir til að skoða kaup á Tesla. Hann segir Cook ekki hafa viljað funda með sér. Í tísti í gær sagði Musk að hann hefði leitað til Cook á myrkustu dögum framleiðslu Model 3 bíla Tesla. Hann hafi með verð í huga sem hafi verið um einn tíundi af markaðsvirði Tesla í dag. Musk tísti þessari frásögn eftir að fregnir bárust af því að Apple stefndi á að þróa og byggja eigin rafmagnsbíla fyrir árið 2024. Sjá einnig: Apple sagt stefna á framleiðslu rafbíla árið 2024 Financial Times segir að líklegast sé Musk að vísa til miðs árs 2017, þegar Tesla varð næstum því gjaldþrota. Heimildarmaður miðilsins sem þekkir til málsins staðfesti að Musk hefði leitað til Cook en man ekki nákvæmlega hvenær. During the darkest days of the Model 3 program, I reached out to Tim Cook to discuss the possibility of Apple acquiring Tesla (for 1/10 of our current value). He refused to take the meeting.— Elon Musk (@elonmusk) December 22, 2020 Þá segir FT að fáir myndu tapa meira en Tesla ef áætlanir Apple verða að veruleika. Að tæknirisinn gæti beitt markaðsstöðu sinni, aðföngum og ímynd til að selja rafmagnsbíla. Til marks um það þá hækkuðu hlutabréf Apple í virði um 2,9 prósent í gær og hlutabréf Tesla lækkuðu um 1,5. Þá segir Guardian frá því að Musk hafi ætlað að selja Tesla til Google árið 2013 en tekist hafi að bjarga fyrirtækinu með aukinni sölu rafmagnsbíla. Þá hafi Musk sagt öllum starfsmönnum Tesla að selja bíla því annars væru þau búin að vera. Tesla Apple Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Í tísti í gær sagði Musk að hann hefði leitað til Cook á myrkustu dögum framleiðslu Model 3 bíla Tesla. Hann hafi með verð í huga sem hafi verið um einn tíundi af markaðsvirði Tesla í dag. Musk tísti þessari frásögn eftir að fregnir bárust af því að Apple stefndi á að þróa og byggja eigin rafmagnsbíla fyrir árið 2024. Sjá einnig: Apple sagt stefna á framleiðslu rafbíla árið 2024 Financial Times segir að líklegast sé Musk að vísa til miðs árs 2017, þegar Tesla varð næstum því gjaldþrota. Heimildarmaður miðilsins sem þekkir til málsins staðfesti að Musk hefði leitað til Cook en man ekki nákvæmlega hvenær. During the darkest days of the Model 3 program, I reached out to Tim Cook to discuss the possibility of Apple acquiring Tesla (for 1/10 of our current value). He refused to take the meeting.— Elon Musk (@elonmusk) December 22, 2020 Þá segir FT að fáir myndu tapa meira en Tesla ef áætlanir Apple verða að veruleika. Að tæknirisinn gæti beitt markaðsstöðu sinni, aðföngum og ímynd til að selja rafmagnsbíla. Til marks um það þá hækkuðu hlutabréf Apple í virði um 2,9 prósent í gær og hlutabréf Tesla lækkuðu um 1,5. Þá segir Guardian frá því að Musk hafi ætlað að selja Tesla til Google árið 2013 en tekist hafi að bjarga fyrirtækinu með aukinni sölu rafmagnsbíla. Þá hafi Musk sagt öllum starfsmönnum Tesla að selja bíla því annars væru þau búin að vera.
Tesla Apple Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira