„Ég held að fólk sé greinilega ekki að hlusta á mig“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. desember 2020 17:57 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Almannavarnir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé greinilegt að fólk sé ekki að taka mark á varnaðarorðum hans þegar litið er til þeirrar mannmergðar sem blasir við víða nú í aðdraganda jólahátíðarinnar. Mikil bílaumferð sýni glögglega að fólk sé á ferð og flugi á Þorláksmessu. Þórólfur hefur biðlað til fólks að takmarka mjög hittinga, sinna persónulegum smitvörnum og almennt að draga úr hraðanum í lífinu. „Þorláksmessan er alltaf þannig þegar það er fullt af fólki á síðustu stundu með allt og þarf að vera á flandri alveg fram og til baka og þetta er náttúrlega kjöraðstæður fyrir veiruna að vera í svona degi og helst að geta hitt á einhvern einstakling sem fer víða og hittir marga. Það er alveg hreint það sem veiran elskar að gera,“ sagði Þórólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sjálfum hafi honum ekki tekist að ljúka við jólainnkaupin. „Ég er bara búinn að vera í sóttkví í viku og ekki getað verslað neitt eða gert neitt, þannig að ég hef algjörlega sloppið við það. Ég er nú ekki mikill verslunarmaður fyrir jólin, það er nú konan mín sem að sér um megnið af því sem þarf að sjá um,“ segir Þórólfur. „Mér finnst þetta ekkert sérstaklega gaman að vera í þessu kraðaki og hlaupa úr búð í búð, það er ekki óskastaða fyrir mig. Og ég vona að þetta komi ekki í bakið á okkur eftir viku tíma,“ bætir hann við. Þá séu það kjöraðstæður fyrir veiruna til að dreifa sér um leið og fólk skiptist á jólagjöfum ef svo óheppilega vill til að einhver sem smitaður er af veirunni nýti daginn í dag til að keyra út jólapakka. „Það eru alveg kjöraðstæður fyrir slíkt ef menn eru að fara víða og hitta marga og hittast í hópum og fara svo í næsta hóp og það er akkúrat, þannig gerist þetta, og þannig hefur þetta gerst frá því að þessi faraldur byrjaði,“ segir Þórólfur. Það sé með slíkum hætti sem upp komi hópsmit. „Fyrst koma bara upp lítil smit í einstaka hópum og svo bara dreifa þau úr sér. Fólk fer áfram í næsta hóp og þá heldur bara ballið áfram.“ Hann var spurður hvenær landsmenn gætu fundið fyrir mögulegum afleiðingum þess að virða sóttvarnareglur að vettugi í dag og allra næstu daga. „„Þær tölur sem við erum að sjá í dag það er mælikvarði á það hvað var gerast fyrir um viku síðan, þetta tekur svona upp undir viku að sjá það. Þannig að ef fólk er ekki að hegða sér í dag og einhver smit hafa orðið í dag þá kemur það í ljós fljótlega eftir jólin og í næstu viku og nær hámarki seinni partinn í næstu viku,“ sagði Þórólfur. Sjálfur er Þórólfur nú laus úr sóttkví en aðspurður segist hann ekki vita til þess hvort búið sé að ákveða hver verður fyrstur á Íslandi til að vera bólusettur. „Það er verið að skipuleggja einhvern viðburð við það en það verður bara auglýst síðar, ég hef ekki verið inni í þeirri skipulagningu,“ segir Þórólfur, en viðbúið er að bólusetning geti hafist milli jóla og nýárs. Hann biðlar til landsmanna að fara varlega. „Það virðist vera að það sé ekki nóg sagt, fólk verður að passa sig. Það er fyrst og fremst að vera ekki að hitta mjög marga, reyna að taka því rólega, vera heima, vera í fáum, litlum hópum og reyna bara að hægja á sér, vera ekki að þessu flandri út um allt, það er það sem að skapar þessa hættu,“ segir Þórólfur. Það sé ljóst að nú síðdegis hafi verið gríðarlega mikil umferð í bænum og fólk á ferli. „Ég held að fólk sé greinilega ekki að hlusta á mig eða fara að þessum varnaðarorðum núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þorláksmessan er alltaf þannig þegar það er fullt af fólki á síðustu stundu með allt og þarf að vera á flandri alveg fram og til baka og þetta er náttúrlega kjöraðstæður fyrir veiruna að vera í svona degi og helst að geta hitt á einhvern einstakling sem fer víða og hittir marga. Það er alveg hreint það sem veiran elskar að gera,“ sagði Þórólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sjálfum hafi honum ekki tekist að ljúka við jólainnkaupin. „Ég er bara búinn að vera í sóttkví í viku og ekki getað verslað neitt eða gert neitt, þannig að ég hef algjörlega sloppið við það. Ég er nú ekki mikill verslunarmaður fyrir jólin, það er nú konan mín sem að sér um megnið af því sem þarf að sjá um,“ segir Þórólfur. „Mér finnst þetta ekkert sérstaklega gaman að vera í þessu kraðaki og hlaupa úr búð í búð, það er ekki óskastaða fyrir mig. Og ég vona að þetta komi ekki í bakið á okkur eftir viku tíma,“ bætir hann við. Þá séu það kjöraðstæður fyrir veiruna til að dreifa sér um leið og fólk skiptist á jólagjöfum ef svo óheppilega vill til að einhver sem smitaður er af veirunni nýti daginn í dag til að keyra út jólapakka. „Það eru alveg kjöraðstæður fyrir slíkt ef menn eru að fara víða og hitta marga og hittast í hópum og fara svo í næsta hóp og það er akkúrat, þannig gerist þetta, og þannig hefur þetta gerst frá því að þessi faraldur byrjaði,“ segir Þórólfur. Það sé með slíkum hætti sem upp komi hópsmit. „Fyrst koma bara upp lítil smit í einstaka hópum og svo bara dreifa þau úr sér. Fólk fer áfram í næsta hóp og þá heldur bara ballið áfram.“ Hann var spurður hvenær landsmenn gætu fundið fyrir mögulegum afleiðingum þess að virða sóttvarnareglur að vettugi í dag og allra næstu daga. „„Þær tölur sem við erum að sjá í dag það er mælikvarði á það hvað var gerast fyrir um viku síðan, þetta tekur svona upp undir viku að sjá það. Þannig að ef fólk er ekki að hegða sér í dag og einhver smit hafa orðið í dag þá kemur það í ljós fljótlega eftir jólin og í næstu viku og nær hámarki seinni partinn í næstu viku,“ sagði Þórólfur. Sjálfur er Þórólfur nú laus úr sóttkví en aðspurður segist hann ekki vita til þess hvort búið sé að ákveða hver verður fyrstur á Íslandi til að vera bólusettur. „Það er verið að skipuleggja einhvern viðburð við það en það verður bara auglýst síðar, ég hef ekki verið inni í þeirri skipulagningu,“ segir Þórólfur, en viðbúið er að bólusetning geti hafist milli jóla og nýárs. Hann biðlar til landsmanna að fara varlega. „Það virðist vera að það sé ekki nóg sagt, fólk verður að passa sig. Það er fyrst og fremst að vera ekki að hitta mjög marga, reyna að taka því rólega, vera heima, vera í fáum, litlum hópum og reyna bara að hægja á sér, vera ekki að þessu flandri út um allt, það er það sem að skapar þessa hættu,“ segir Þórólfur. Það sé ljóst að nú síðdegis hafi verið gríðarlega mikil umferð í bænum og fólk á ferli. „Ég held að fólk sé greinilega ekki að hlusta á mig eða fara að þessum varnaðarorðum núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði