Man United og Man City mætast í sannkölluðum Manchester-slag. Man Utd vann Everton 2-0 í kvöld og var þar með síðasta liðið inn í undanúrslitin. City vann hins vegar 4-1 sigur á Arsenal í gær en City er ríkjandi meistari.
Raunar hefur félagið unnið deildabikarinn fjórum sinnum á síðustu fimm árum.
Hin undanúrslitaviðureignin er leikur Tottenham Hotspur og Brentford. José Mourinho hefur eflaust fagnað því að fá eina B-deildarliðið sem eftir var í hattinum.
Vegna kórónufaraldursins verður ekki leikið heima og að heiman eins og venja er í undanúrslitum keppninnar að þessu sinni. Leikirnir fara fram 5. og 6. janúar.
Manchester-slagurinn fer fram á Old Trafford og þá mætast Tottenham og Brentford á Tottenham-vellinum í Lundúnum.
Your confirmed Semi-Final ties! #EFL | #CarabaoCup pic.twitter.com/ORU6MxIT2g
— Carabao Cup (@Carabao_Cup) December 23, 2020