Ráðherra í fjölmennu samkvæmi sem lögregla stöðvaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. desember 2020 08:22 Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var í samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi. Vísir/Friðrik Þór Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var á meðal 40-50 gesta í samkvæmi í sal í miðbæ Reykjavíkur sem lögregla hafði afskipti af í gær vegna brota á samkomutakmörkunum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki kemur fram um hvaða ráðherra er að ræða. Lögreglu barst tilkynning um brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, og brot á reglum um fjöldasamkomu klukkan 22:25 í gærkvöldi. „Lögregla var kölluð til vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ segir í dagbók lögreglu. Eins og reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir gerir ráð fyrir mega fleiri en tíu ekki koma saman án sérstakrar undanþágu. Þar segir jafnframt að töluverð ölvun hafi verið í samkvæminu og flestir gestir hafi haft áfengi um hönd. Þá hafi enginn gesta verið með andlitsgrímu og að fjarlægðartakmörk hafi „nánast hvergi“ verið virt. Eins hafi lögreglumenn aðeins komið auga á þrjá sprittbrúsa í salnum. „Lögreglumenn ræddu við ábyrgðarmenn skemmtunarinnar og þeim kynnt að skýrsla yrði rituð. Þá var gestum vísað út. Þegar að gestir gengu út voru flestir búnir að setja upp andlitsgrímu,“ segir jafnframt í dagbók lögreglu. Þar kemur einnig fram að margir gesta hafi kvaðst með faðmlögum og jafnvel kossum. „Einn gestanna var ósáttur með afskipti lögreglu og líkti okkur við nasista,“ segir að lokum um atvikið í dagbók lögreglu. Flestir ráðherrar þegar tjáð sig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segist í samtali við fréttastofu ekki hafa verið í samkvæminu. Hún hafi rölt um miðbæinn í gærkvöldi, náð sér í mat og verið komin heim snemma í gærkvöldi. Þá segist Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafa verið hjá foreldrum sínum á Akranesi í gærkvöldi. Guðlaugur Þór Þórðarson kveðst þá vera í Skaftártungum. Hann hafi verið þar síðan í fyrrakvöld. Þá segist Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, ekki hafa vitneskju um málið. Samkvæmt frétt RÚV af málinu var Kristján Þór Júlíusson á Akureyri í gærkvöldi og Sigurður Ingi Jóhannsson í sveitinni, samkvæmt aðstoðarmönnum þeirra. Ásmundur Einar Daðason segist þá hafa verið að spila með dætrum sínum og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kveðst vera uppi í sveit líkt og Sigurður Ingi. Eins sagðist Lilja Dögg Alfreðsdóttir ekki hafa verið í samkvæminu. RÚV hefur þá einnig fengið þær upplýsingar að Katrín Jakobsdóttir hafi ekki verið viðstödd gleðskapinn. Þeir ráðherrar sem ekki hefur náðst í eru Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir. Fréttin verður uppfærð eftir því sem nýjar upplýsingar um málið berast. Fréttin var uppfærð klukkan 09:38. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, og brot á reglum um fjöldasamkomu klukkan 22:25 í gærkvöldi. „Lögregla var kölluð til vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ segir í dagbók lögreglu. Eins og reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir gerir ráð fyrir mega fleiri en tíu ekki koma saman án sérstakrar undanþágu. Þar segir jafnframt að töluverð ölvun hafi verið í samkvæminu og flestir gestir hafi haft áfengi um hönd. Þá hafi enginn gesta verið með andlitsgrímu og að fjarlægðartakmörk hafi „nánast hvergi“ verið virt. Eins hafi lögreglumenn aðeins komið auga á þrjá sprittbrúsa í salnum. „Lögreglumenn ræddu við ábyrgðarmenn skemmtunarinnar og þeim kynnt að skýrsla yrði rituð. Þá var gestum vísað út. Þegar að gestir gengu út voru flestir búnir að setja upp andlitsgrímu,“ segir jafnframt í dagbók lögreglu. Þar kemur einnig fram að margir gesta hafi kvaðst með faðmlögum og jafnvel kossum. „Einn gestanna var ósáttur með afskipti lögreglu og líkti okkur við nasista,“ segir að lokum um atvikið í dagbók lögreglu. Flestir ráðherrar þegar tjáð sig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segist í samtali við fréttastofu ekki hafa verið í samkvæminu. Hún hafi rölt um miðbæinn í gærkvöldi, náð sér í mat og verið komin heim snemma í gærkvöldi. Þá segist Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafa verið hjá foreldrum sínum á Akranesi í gærkvöldi. Guðlaugur Þór Þórðarson kveðst þá vera í Skaftártungum. Hann hafi verið þar síðan í fyrrakvöld. Þá segist Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, ekki hafa vitneskju um málið. Samkvæmt frétt RÚV af málinu var Kristján Þór Júlíusson á Akureyri í gærkvöldi og Sigurður Ingi Jóhannsson í sveitinni, samkvæmt aðstoðarmönnum þeirra. Ásmundur Einar Daðason segist þá hafa verið að spila með dætrum sínum og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kveðst vera uppi í sveit líkt og Sigurður Ingi. Eins sagðist Lilja Dögg Alfreðsdóttir ekki hafa verið í samkvæminu. RÚV hefur þá einnig fengið þær upplýsingar að Katrín Jakobsdóttir hafi ekki verið viðstödd gleðskapinn. Þeir ráðherrar sem ekki hefur náðst í eru Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir. Fréttin verður uppfærð eftir því sem nýjar upplýsingar um málið berast. Fréttin var uppfærð klukkan 09:38. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Sjá meira