Bjarni biðst afsökunar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. desember 2020 10:49 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu á Facebook, eftir að greint var frá því að lögregla hefði leyst upp fjölmennt samkvæmi sem hann og eiginkona hans voru viðstödd. „Á heimleið úr miðborginni í gærkvöldi fengum við Þóra símtal frá vinahjónum, sem voru stödd á listasafninu í Ásmundarsal og vildu gjarnan að við litum inn til þeirra og köstuðum á þau jólakveðju. Þegar við komum inn og upp í salinn í gærkvöldi hefði mér átt að verða ljóst að þar voru fleiri en reglur gera ráð fyrir,“ skrifar Bjarni á Facebook. Þá segir hann lögreglu hafa leyst samkvæmið upp, og það réttilega, þar sem hann segir of margt fólk hafa safnast þar saman. „Ég hafði verið í húsinu í um fimmtán mínútur og á þeim tíma fjölgaði gestunum. Rétt viðbrögð hefðu verið að yfirgefa listasafnið strax þegar ég áttaði mig á að fjöldinn rúmaðist ekki innan takmarkana. Það gerði ég ekki og ég biðst innilega afsökunar á þeim mistökum,“ skrifar Bjarni. Fréttastofa hefur ekki náð í Bjarna í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lögregla rannsakar samkvæmið Í dagbók lögreglu í morgun kom fram að lögregla hefði verið kölluð til vegna vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. „Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Ráðherra var ekki nefndur á nafn. Í annarri tilkynningu sem lögregla gaf út fyrir skömmu kemur fram að samkvæmið sé nú til rannsóknar vegna gruns um brot á samkomutakmörkunum. Þá segir að engar fleiri upplýsingar verði veittar um málið fyrr en eftir jól eða áramót. Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Netverjar bregðast við: „Hvaða ráðherra var í partíi í gær er besti jólaleikur ever“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var viðstaddur 40-50 manna gleðskap í Ásmundarsal í gærkvöldi, að því sem heimildir fréttastofu herma. Lögreglan þurfti að hafa afskipti af veislunni og leysti hana upp á ellefta tímanum í gærkvöldi. 24. desember 2020 10:27 Bjarni Ben í Ásmundarsal þar sem lögregla leysti upp samkvæmi Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, var staddur í gleðskap í Ásmundarsal sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leysti upp á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þetta herma heimildir fréttastofu. 24. desember 2020 09:50 Ráðherra í fjölmennu samkvæmi sem lögregla stöðvaði Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var á meðal 40-50 gesta í samkvæmi í sal í miðbæ Reykjavíkur sem lögregla hafði afskipti af í gær vegna brota á samkomutakmörkunum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki kemur fram um hvaða ráðherra er að ræða. 24. desember 2020 08:22 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
„Á heimleið úr miðborginni í gærkvöldi fengum við Þóra símtal frá vinahjónum, sem voru stödd á listasafninu í Ásmundarsal og vildu gjarnan að við litum inn til þeirra og köstuðum á þau jólakveðju. Þegar við komum inn og upp í salinn í gærkvöldi hefði mér átt að verða ljóst að þar voru fleiri en reglur gera ráð fyrir,“ skrifar Bjarni á Facebook. Þá segir hann lögreglu hafa leyst samkvæmið upp, og það réttilega, þar sem hann segir of margt fólk hafa safnast þar saman. „Ég hafði verið í húsinu í um fimmtán mínútur og á þeim tíma fjölgaði gestunum. Rétt viðbrögð hefðu verið að yfirgefa listasafnið strax þegar ég áttaði mig á að fjöldinn rúmaðist ekki innan takmarkana. Það gerði ég ekki og ég biðst innilega afsökunar á þeim mistökum,“ skrifar Bjarni. Fréttastofa hefur ekki náð í Bjarna í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lögregla rannsakar samkvæmið Í dagbók lögreglu í morgun kom fram að lögregla hefði verið kölluð til vegna vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. „Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Ráðherra var ekki nefndur á nafn. Í annarri tilkynningu sem lögregla gaf út fyrir skömmu kemur fram að samkvæmið sé nú til rannsóknar vegna gruns um brot á samkomutakmörkunum. Þá segir að engar fleiri upplýsingar verði veittar um málið fyrr en eftir jól eða áramót. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Netverjar bregðast við: „Hvaða ráðherra var í partíi í gær er besti jólaleikur ever“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var viðstaddur 40-50 manna gleðskap í Ásmundarsal í gærkvöldi, að því sem heimildir fréttastofu herma. Lögreglan þurfti að hafa afskipti af veislunni og leysti hana upp á ellefta tímanum í gærkvöldi. 24. desember 2020 10:27 Bjarni Ben í Ásmundarsal þar sem lögregla leysti upp samkvæmi Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, var staddur í gleðskap í Ásmundarsal sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leysti upp á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þetta herma heimildir fréttastofu. 24. desember 2020 09:50 Ráðherra í fjölmennu samkvæmi sem lögregla stöðvaði Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var á meðal 40-50 gesta í samkvæmi í sal í miðbæ Reykjavíkur sem lögregla hafði afskipti af í gær vegna brota á samkomutakmörkunum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki kemur fram um hvaða ráðherra er að ræða. 24. desember 2020 08:22 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Netverjar bregðast við: „Hvaða ráðherra var í partíi í gær er besti jólaleikur ever“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var viðstaddur 40-50 manna gleðskap í Ásmundarsal í gærkvöldi, að því sem heimildir fréttastofu herma. Lögreglan þurfti að hafa afskipti af veislunni og leysti hana upp á ellefta tímanum í gærkvöldi. 24. desember 2020 10:27
Bjarni Ben í Ásmundarsal þar sem lögregla leysti upp samkvæmi Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, var staddur í gleðskap í Ásmundarsal sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leysti upp á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þetta herma heimildir fréttastofu. 24. desember 2020 09:50
Ráðherra í fjölmennu samkvæmi sem lögregla stöðvaði Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var á meðal 40-50 gesta í samkvæmi í sal í miðbæ Reykjavíkur sem lögregla hafði afskipti af í gær vegna brota á samkomutakmörkunum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki kemur fram um hvaða ráðherra er að ræða. 24. desember 2020 08:22