Kóbítur – tillaga að nýyrði yfir Covid-19 Arinbjörn Sigurgeirsson skrifar 24. desember 2020 14:59 Með þessari grein langar mig að kynna tillögu að nýyrði – kóbítur í stað Covid-19. Okkur Íslendingum er nauðsynlegt að koma okkur saman um íslensk nýyrði yfir margt nýtt og breytt í tilveru okkar. Sjúkdómurinn og heimsfaraldurinn Covid-19 sem nú skekur tilveru okkar er dæmi um þetta, við þurfum gott lýsandi íslenskt heiti fyrir þessa óværu, því alþjóðlega heitið Covid-19 fellur ekki vel að íslenskunni. Varnir gegn sjúkdómnum og fjölbreyttar afleiðingar hans eru alla daga í umræðunni. Svo verður fram eftir næsta ári og vafalítið næstu áratugi. Spænska veikin mannskæða, sem blessunarlega hefur íslenskt heiti, hefur ítrekað komið upp í umræðunni undanfarið, um hundrað árum eftir að hún felldi tugi milljóna manna. Það sýnir okkur að nauðsynlegt er að fá hið fyrsta skýrt og lýsandi íslenskt heiti á núverandi faraldur. Ég hugsa mikið um góða íslensku, lýsandi orð og orðasambönd, ekki síst eftir að ég birti kynningarsíðuna www.textagerd.is og fór að vinna enn meira í textagerð og prófarkalestri. Og nýlega kom fram í huga mínum þetta orð, kóbítur – sem nýyrði yfir Covid-19 sjúkdóminn. Ég hef gert rökstudda tillögu um orðið kóbít á nýyrðavef Árnastofnunar. Fallbeyging orðsins er: Hér er kóbítur, um kóbít, frá kóbít, til kóbíts. Og með greini: Kóbíturinn, kóbítinn, kóbítnum - kóbítsins. Fleirtala á ekki við kóbít, orðið stendur fyrir einn sjúkdóm og heimsfaraldur og er því bara í eintölu. Hvers vegna orðið kóbítur? Það eru líkindi í framburði orðanna, sérstaklega í upphafshljómi þeirra. Þegar við tölum um kóbít hljómar orðið svipað og erlenda heitið Covid. Þar er því ákveðin tenging. Og hvers vegna endingin -bítur? Kóbítur á sér fleiri en eina fyrirmynd eða hliðstæðu, orð með endinguna -bítur. Hér eru þrjú dæmi: Dýrbítur, sem er hundur eða tófa sem bítur lifandi sauðfé og stórslasar og dregur iðulega til dauða. Nábítur, sem er verkur í brjósti, brjóstsviði. Hælbítur, sá eða sú sem talar illa um aðra, fer með óhróður um aðra. Allt neikvæð orð. Það er margt fleira sem bítur, svo sem kuldi og frost, slöngur, snákar og fleiri dýr. Sum þessara bita eru lífshættuleg. Kóbíturinn „bítur“ fólk og efnahagslíf illa og getur valdið miklum áhrifum, til skamms og langs tíma. Líkamleg áhrif geta verið veruleg og lífshættuleg. Og skilið fólk eftir með alvarleg líkamleg og andleg eftirköst sem ekki sér fyrir endann á. Nauðsynlegar og íþyngjandi sóttvarnir og aðskilnaðar eykur alvarleika áhrifanna. Fjárhagsleg áhrif á einstaklinga, fyrirtæki og samfélög valda líka áhyggjum og kvíða. Í stað Covid-19 hef ég í töluðu máli öðru hvoru fiktað með orðið „kófið“ og það hafa fleiri gert. En ég sé í netumræðu að margir eru ósáttir við þá notkun á þessu eldra orði, það sé gott fyrir núverandi meiningu um snjófjúk og fleira. Með þessari grein kynni ég mögulegt og þarft nýyrði og geri að tillögu minni að við sameinumst um orðið kóbít í stað covid-19 í daglegri og formlegri umræðu. Höfundur er sjálfstæður textagerðarmaður og prófarkalesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska á tækniöld Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Með þessari grein langar mig að kynna tillögu að nýyrði – kóbítur í stað Covid-19. Okkur Íslendingum er nauðsynlegt að koma okkur saman um íslensk nýyrði yfir margt nýtt og breytt í tilveru okkar. Sjúkdómurinn og heimsfaraldurinn Covid-19 sem nú skekur tilveru okkar er dæmi um þetta, við þurfum gott lýsandi íslenskt heiti fyrir þessa óværu, því alþjóðlega heitið Covid-19 fellur ekki vel að íslenskunni. Varnir gegn sjúkdómnum og fjölbreyttar afleiðingar hans eru alla daga í umræðunni. Svo verður fram eftir næsta ári og vafalítið næstu áratugi. Spænska veikin mannskæða, sem blessunarlega hefur íslenskt heiti, hefur ítrekað komið upp í umræðunni undanfarið, um hundrað árum eftir að hún felldi tugi milljóna manna. Það sýnir okkur að nauðsynlegt er að fá hið fyrsta skýrt og lýsandi íslenskt heiti á núverandi faraldur. Ég hugsa mikið um góða íslensku, lýsandi orð og orðasambönd, ekki síst eftir að ég birti kynningarsíðuna www.textagerd.is og fór að vinna enn meira í textagerð og prófarkalestri. Og nýlega kom fram í huga mínum þetta orð, kóbítur – sem nýyrði yfir Covid-19 sjúkdóminn. Ég hef gert rökstudda tillögu um orðið kóbít á nýyrðavef Árnastofnunar. Fallbeyging orðsins er: Hér er kóbítur, um kóbít, frá kóbít, til kóbíts. Og með greini: Kóbíturinn, kóbítinn, kóbítnum - kóbítsins. Fleirtala á ekki við kóbít, orðið stendur fyrir einn sjúkdóm og heimsfaraldur og er því bara í eintölu. Hvers vegna orðið kóbítur? Það eru líkindi í framburði orðanna, sérstaklega í upphafshljómi þeirra. Þegar við tölum um kóbít hljómar orðið svipað og erlenda heitið Covid. Þar er því ákveðin tenging. Og hvers vegna endingin -bítur? Kóbítur á sér fleiri en eina fyrirmynd eða hliðstæðu, orð með endinguna -bítur. Hér eru þrjú dæmi: Dýrbítur, sem er hundur eða tófa sem bítur lifandi sauðfé og stórslasar og dregur iðulega til dauða. Nábítur, sem er verkur í brjósti, brjóstsviði. Hælbítur, sá eða sú sem talar illa um aðra, fer með óhróður um aðra. Allt neikvæð orð. Það er margt fleira sem bítur, svo sem kuldi og frost, slöngur, snákar og fleiri dýr. Sum þessara bita eru lífshættuleg. Kóbíturinn „bítur“ fólk og efnahagslíf illa og getur valdið miklum áhrifum, til skamms og langs tíma. Líkamleg áhrif geta verið veruleg og lífshættuleg. Og skilið fólk eftir með alvarleg líkamleg og andleg eftirköst sem ekki sér fyrir endann á. Nauðsynlegar og íþyngjandi sóttvarnir og aðskilnaðar eykur alvarleika áhrifanna. Fjárhagsleg áhrif á einstaklinga, fyrirtæki og samfélög valda líka áhyggjum og kvíða. Í stað Covid-19 hef ég í töluðu máli öðru hvoru fiktað með orðið „kófið“ og það hafa fleiri gert. En ég sé í netumræðu að margir eru ósáttir við þá notkun á þessu eldra orði, það sé gott fyrir núverandi meiningu um snjófjúk og fleira. Með þessari grein kynni ég mögulegt og þarft nýyrði og geri að tillögu minni að við sameinumst um orðið kóbít í stað covid-19 í daglegri og formlegri umræðu. Höfundur er sjálfstæður textagerðarmaður og prófarkalesari.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun