Falsvon Leifur Finnbogason skrifar 25. desember 2020 18:01 Á liðnu ári hafa margir átt um sárt að binda. Efnahagsþrengingar í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar komu illa við marga. Samkomutakmarkanir komu sömuleiðis illa við marga. Það er erfitt að geta ekki hitt sína nánustu í lengri tíma, en fólk lagði það á sig, enda var það til þess gert að vernda viðkomandi. Erfiðast við samkomutakmarkanir var þó eflaust að takmarka þurfti fjölda fólks í jarðarförum. Það er erfitt að vera sá sem þarf að velja og hafna hver fær að fylgja ástvinum til grafar. Það er erfitt að þurfa að fylgjast með jarðarförum í gegnum internetið. Þetta fer gegn félagsvild mannkynsins. En þetta gerðum við. Við reyndum að standa saman. Nú í haust hefur nokkrum blautum tuskum verið kastað í andlit okkar. Við vitum að það er stöku fólk á vappi sem telur sig yfir grímunotkun og félagsforðun hafið. Við höfum eflaust mörg rekið okkur á einhvern sem er í trássi við sóttvarnarreglur af einskærri sjálfselsku og hugsað til þeirra fórna sem við höfum fært. Nú um jólin læddust vonbrigði yfir jólahald margra þegar fréttir bárust af ráðherra sem var í trássi við sóttvarnarreglur, að því virðist af einskærri sjálfselsku. Viðkomandi ráðherra baðst afsökunar og saumaði saman sögu um að allt hafi þetta verið eintómt úps, þó öllu líklegra sé að ráðherra hafi haft fulla vitneskju um hvað hann var að gera, og eflaust hefur hann reynt að tala um fyrir lögreglunni þegar hún mætti. Hvað annað rak lögregluna til að skrifa jafnítarlega dagbókarfærslu í dagbók sem venjulega er óskaplega þurr lestur? Traust margra á sóttvarnaraðgerðum er brostið, enda augljóst að engir eftirmálar verða vegna sjálfselsku ráðherra. Veiran er viðvarandi í samfélaginu og við losnum ekki við hana á meðan álíka viðburðir fá að grassera undir yfirborðinu, verndaðir af ráðherra ríkisstjórnar Íslands. Framtíðarskipuleggjendur viðburða munu enda vísa í úps ráðherra til að afsaka framtíðarsamkomur. Það er ekki nema von að við spyrjum okkur til hvers við séum að þessu. Erum við að fórna samskiptum við okkar nánustu svo ráðherra geti djammað með vinum sínum? Það er enginn ábyrgðarkúltúr í íslensku samfélagi. Það er svo sem ekki fréttnæmt hérlendis. En í alþjóðasamhengi er einstaklega skrýtið að svona mál komi upp án þess að ráðherra segi af sér. Í Tékklandi sagði heilbrigðisráðherra af sér fyrir að hafa verið grímulaus. Á Íslandi segir enginn af sér, enda eru stjórnmálamenn hér spilltari en í Tékklandi, þó hér ríki falsvon um annað. Höfundur er vonsvikinn borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Á liðnu ári hafa margir átt um sárt að binda. Efnahagsþrengingar í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar komu illa við marga. Samkomutakmarkanir komu sömuleiðis illa við marga. Það er erfitt að geta ekki hitt sína nánustu í lengri tíma, en fólk lagði það á sig, enda var það til þess gert að vernda viðkomandi. Erfiðast við samkomutakmarkanir var þó eflaust að takmarka þurfti fjölda fólks í jarðarförum. Það er erfitt að vera sá sem þarf að velja og hafna hver fær að fylgja ástvinum til grafar. Það er erfitt að þurfa að fylgjast með jarðarförum í gegnum internetið. Þetta fer gegn félagsvild mannkynsins. En þetta gerðum við. Við reyndum að standa saman. Nú í haust hefur nokkrum blautum tuskum verið kastað í andlit okkar. Við vitum að það er stöku fólk á vappi sem telur sig yfir grímunotkun og félagsforðun hafið. Við höfum eflaust mörg rekið okkur á einhvern sem er í trássi við sóttvarnarreglur af einskærri sjálfselsku og hugsað til þeirra fórna sem við höfum fært. Nú um jólin læddust vonbrigði yfir jólahald margra þegar fréttir bárust af ráðherra sem var í trássi við sóttvarnarreglur, að því virðist af einskærri sjálfselsku. Viðkomandi ráðherra baðst afsökunar og saumaði saman sögu um að allt hafi þetta verið eintómt úps, þó öllu líklegra sé að ráðherra hafi haft fulla vitneskju um hvað hann var að gera, og eflaust hefur hann reynt að tala um fyrir lögreglunni þegar hún mætti. Hvað annað rak lögregluna til að skrifa jafnítarlega dagbókarfærslu í dagbók sem venjulega er óskaplega þurr lestur? Traust margra á sóttvarnaraðgerðum er brostið, enda augljóst að engir eftirmálar verða vegna sjálfselsku ráðherra. Veiran er viðvarandi í samfélaginu og við losnum ekki við hana á meðan álíka viðburðir fá að grassera undir yfirborðinu, verndaðir af ráðherra ríkisstjórnar Íslands. Framtíðarskipuleggjendur viðburða munu enda vísa í úps ráðherra til að afsaka framtíðarsamkomur. Það er ekki nema von að við spyrjum okkur til hvers við séum að þessu. Erum við að fórna samskiptum við okkar nánustu svo ráðherra geti djammað með vinum sínum? Það er enginn ábyrgðarkúltúr í íslensku samfélagi. Það er svo sem ekki fréttnæmt hérlendis. En í alþjóðasamhengi er einstaklega skrýtið að svona mál komi upp án þess að ráðherra segi af sér. Í Tékklandi sagði heilbrigðisráðherra af sér fyrir að hafa verið grímulaus. Á Íslandi segir enginn af sér, enda eru stjórnmálamenn hér spilltari en í Tékklandi, þó hér ríki falsvon um annað. Höfundur er vonsvikinn borgari.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun