Nýja afbrigðið greindist í Frakklandi Sylvía Hall skrifar 26. desember 2020 08:33 Afbrigðið hefur fundist í fleiri löndum en Bretlandi. Þó það sé meira smitandi er það ekki talið hættulegra að öðru leyti. Getty Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hefur náð að dreifa sér víða á Bretlandseyjum hefur greinst í Frakklandi. Þetta staðfesti franska heilbrigðisráðuneytið, en sá sem greindist er franskur ríkisborgari sem hafði komið frá Lundúnaborg þann 19. desember. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins en afbrigðið sem um ræðir er talið vera allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þó bendir ekkert til þess að það sé hættulegra eða fólk veikist meira vegna þess. Einstaklingurinn sem greindist í Frakklandi var einkennalaus við greiningu og er nú í einangrun á heimili sínu í bænum Tours. Hann fór í sýnatöku þann 21. desember. Afbrigðið hefur einnig fundist í fleiri ferðalöngum frá Bretlandi. Japan staðfesti á föstudag að fimm hefðu greinst með afbrigðið eftir að hafa dvalið í Bretlandi og áður hafði verið staðfest að afbrigðið hefði fundist í Danmörku, Ástralíu og Hollandi. Fyrr í desember hafði afbrigðið fundist hér á landi hjá einstaklingi í landamæraskimun. „Þetta eru lönd sem eru ekki með neinar aðgerðir á landamærunum. Hér á Íslandi erum við með tvöfalda skimun og við höfum fundið einn einstakling með þessa veiru fyrr í desember. Hann fór bara í einangrun og það varð ekkert meira úr því,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Ýmis lönd höfðu gripið til þeirra ráða að takmarka eða stöðva allar samgöngur frá Bretlandi eftir að afbrigðið fannst, en áður höfðu hertar aðgerðir verið tilkynntar á þeim svæðum þar sem það var í dreifingu. Frakkland var á meðal þeirra ríkja sem lokaði landamærum sínum en aflétti því á miðvikudag, með þeim skilyrðum að fólk framvísaði neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku fyrir brottför. Þá hefur útgöngubanni verið aflétt í Frakklandi en yfirvöld telja smitstuðulinn ekki nægilega lágan til þess að grípa til frekari tilslakana. Því eru leik- og kvikmyndahús enn lokuð, sem og öldurhús og veitingastaðir. Þá má fólk ekki vera á ferðinni milli klukkan 20:00 og 06:00. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Macron greindist með Covid-19 Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur greinst með Covid-19. 17. desember 2020 09:39 Yfirvöld í Frakklandi boða tilslakanir þrátt fyrir 10 þúsund dagleg smit Yfirvöld í Frakklandi hafa boðað tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum þrátt fyrir að enn greinist meira en 10 þúsund manns smitaðir í landinu dag hvern. Til stóð að opna menningarstaði að nýju en því hefur verið frestað og hefur útgöngubann að nóttu til verið boðað. 10. desember 2020 20:10 Segist viss um að bóluefnið virki einnig á „breska afbrigðið“ Uğur Şahin, forstjóri þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech, kveðst þess fullviss að kórónuveirubóluefnið sem fyrirtækið þróaði, í samstarfi við bandaríska lyfjarisann Pfizer, virki gegn „breska afbrigði“ kórónuveirunnar. 22. desember 2020 18:29 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins en afbrigðið sem um ræðir er talið vera allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þó bendir ekkert til þess að það sé hættulegra eða fólk veikist meira vegna þess. Einstaklingurinn sem greindist í Frakklandi var einkennalaus við greiningu og er nú í einangrun á heimili sínu í bænum Tours. Hann fór í sýnatöku þann 21. desember. Afbrigðið hefur einnig fundist í fleiri ferðalöngum frá Bretlandi. Japan staðfesti á föstudag að fimm hefðu greinst með afbrigðið eftir að hafa dvalið í Bretlandi og áður hafði verið staðfest að afbrigðið hefði fundist í Danmörku, Ástralíu og Hollandi. Fyrr í desember hafði afbrigðið fundist hér á landi hjá einstaklingi í landamæraskimun. „Þetta eru lönd sem eru ekki með neinar aðgerðir á landamærunum. Hér á Íslandi erum við með tvöfalda skimun og við höfum fundið einn einstakling með þessa veiru fyrr í desember. Hann fór bara í einangrun og það varð ekkert meira úr því,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Ýmis lönd höfðu gripið til þeirra ráða að takmarka eða stöðva allar samgöngur frá Bretlandi eftir að afbrigðið fannst, en áður höfðu hertar aðgerðir verið tilkynntar á þeim svæðum þar sem það var í dreifingu. Frakkland var á meðal þeirra ríkja sem lokaði landamærum sínum en aflétti því á miðvikudag, með þeim skilyrðum að fólk framvísaði neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku fyrir brottför. Þá hefur útgöngubanni verið aflétt í Frakklandi en yfirvöld telja smitstuðulinn ekki nægilega lágan til þess að grípa til frekari tilslakana. Því eru leik- og kvikmyndahús enn lokuð, sem og öldurhús og veitingastaðir. Þá má fólk ekki vera á ferðinni milli klukkan 20:00 og 06:00.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Macron greindist með Covid-19 Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur greinst með Covid-19. 17. desember 2020 09:39 Yfirvöld í Frakklandi boða tilslakanir þrátt fyrir 10 þúsund dagleg smit Yfirvöld í Frakklandi hafa boðað tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum þrátt fyrir að enn greinist meira en 10 þúsund manns smitaðir í landinu dag hvern. Til stóð að opna menningarstaði að nýju en því hefur verið frestað og hefur útgöngubann að nóttu til verið boðað. 10. desember 2020 20:10 Segist viss um að bóluefnið virki einnig á „breska afbrigðið“ Uğur Şahin, forstjóri þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech, kveðst þess fullviss að kórónuveirubóluefnið sem fyrirtækið þróaði, í samstarfi við bandaríska lyfjarisann Pfizer, virki gegn „breska afbrigði“ kórónuveirunnar. 22. desember 2020 18:29 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Macron greindist með Covid-19 Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur greinst með Covid-19. 17. desember 2020 09:39
Yfirvöld í Frakklandi boða tilslakanir þrátt fyrir 10 þúsund dagleg smit Yfirvöld í Frakklandi hafa boðað tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum þrátt fyrir að enn greinist meira en 10 þúsund manns smitaðir í landinu dag hvern. Til stóð að opna menningarstaði að nýju en því hefur verið frestað og hefur útgöngubann að nóttu til verið boðað. 10. desember 2020 20:10
Segist viss um að bóluefnið virki einnig á „breska afbrigðið“ Uğur Şahin, forstjóri þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech, kveðst þess fullviss að kórónuveirubóluefnið sem fyrirtækið þróaði, í samstarfi við bandaríska lyfjarisann Pfizer, virki gegn „breska afbrigði“ kórónuveirunnar. 22. desember 2020 18:29