Átta af þessum níu voru í sóttkví. Um er að ræða bráðabirgðatölur sem samskiptafulltrúi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra veitir fjölmiðlum, en ekki er hægt að ráða í, þegar þetta er ritað, hvort allir þeir níu sem bættust við hafi farið í sýnatöku í gær.
Ekki var hægt að fara í sýnatöku á jóladag vegna jólaleyfis starfsmanna, en opið var í sýnatökur á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í gær.
Hafa því 33 greinst með veiruna frá þriðjudegi, 8 af þeim voru ekki í sóttkví. Samkvæmt upplýsingum fráalmannavarnadeildinni hafa 7 bæst við þann fjölda sem greinst hefur meðveiruna á landamærunum.