Ungliðahreyfingar bregðast við: UJ skorar á Framsókn og VG að slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. desember 2020 20:58 Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna hafa margar hverjar brugðist við sóttvarnahliðarspori fjármála- og efnahagsráðherra. Nú síðast í dag sendu Ungir jafnaðarmenn frá sér yfirlýsingu en Ragna Sigurðardóttir er formaður Ungra jafnaðarmanna. samsett mynd Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna hafa í dag og undanfarna daga brugðist við vegna þeirrar gagnrýni sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sætt eftir að hann sótti fjölmennt samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þannig hvetja Ungir jafnaðarmenn til að mynda Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn „tafarlaust og leita eftir stuðningi ábyrgra stjórnarandstöðuflokka við minnihlutastjórn fram að næstu Alþingiskosningum sem verði flýtt og haldnar næsta vor.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ungum jafnaðarmönnum í dag. Píratar hafa viðrað svipaða hugmynd og kveðjast reiðubúnir að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokks og að kosningum verði flýtt fram á vor. Í yfirlýsingu UJ er bent á að bæði Sigurður Ingi og Katrín hafi lýst yfir vonbrigðum sínum með það að Bjarni hafi á Þorláksmessu sótt samkomu þar sem saman voru komnir fleiri en mega samkvæmt sóttvarnareglum. Engu að síður hafi þau heitið áframhaldandi stuðningi við Bjarna. „Engar fullnægjandi skýringar hafa komið fram á því hvað forsætisráðherra meinar þegar hún segir athæfi Bjarna skaða stjórnarsamstarfið en heitir um leið áframhaldandi samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir í yfirlýsingunni. Þá telja Ungir jafnaðarmenn ennfremur að meðvirkni sé allsráðandi í samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins. „Jafnframt er skýrt að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi virt sóttvarnarreglur eigin ríkisstjórnar að vettugi og með gjörðum sínum gefa þeir í skyn að reglur sem gilda eiga um almenning telji þeir ekki gilda um sig. Samstarfsflokkar hamra á mikilvægi samstöðu þegar gjörðir ráðherra þeirra senda allt önnur skilaboð,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem birt er í heild sinni á heimasíðu UJ í dag. Undir yfirlýsinguna ritar Ragna Sigurðardóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna. pic.twitter.com/hEHTcyBrjX— SUF (@ungirframsokn) December 27, 2020 Í yfirlýsingu sem Samband ungra Framsóknarmanna birtir á samfélagsmiðlum í kvöld bregst sambandið einnig við því sem kallað hefur verið sóttvarnahliðarspor Bjarna Benediktssonar. „Kæru Sjallar, þið þurfið ekki að fylgja formanninum ykkar í einu og öllu. Stundum ganga þeir of langt og þá getur verið gott að skipta. Við tölum af reynslu,“ segir í færslu SUF. Þá tóku Ung vinstri græn undir gagnrýni á hendur Bjarna í færslu sem þau birtu á samfélagsmiðlum á aðfangadag og lýstu yfir vantrausti á hendur Bjarna. „Ótækt er að ráðherra og formaður stjórnmálaflokks sýni af sér slíkt dómgreindarleysi og telji sig ekki þurfa að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda eiga um alla þegna samfélagsins,“ segir ennfremur í færslu UVG. Ungir Píratar hafa einnig tjáð sig vegna málsins. Þá hefur Starri Reynisson, formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar einnig tjáð sig um málið auk þess sem félagsfólk Uppreisnar hefur hvatt sér hljóðs um málið á Twitter og á Instagram. „Í öllum löndum í kringum okkur hefði þetta endað með afsögn. Öllum. Það að ráðherra komist upp með að mæta í 40+ manna partí á tímum þar sem fjölskyldum er bannað að halda jólin saman er óboðlegt. Brotavilji Bjarna í þessu máli er augljós og einbeittur,“ skrifar Starri sem í skilaboðum til fréttastofu segir frekari yfirlýsinga að vænta frá Uppreisn. Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur þegar þetta er skrifað ekki birt yfirlýsingu vegna málsins á sínum samfélagsmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Píratar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Þannig hvetja Ungir jafnaðarmenn til að mynda Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn „tafarlaust og leita eftir stuðningi ábyrgra stjórnarandstöðuflokka við minnihlutastjórn fram að næstu Alþingiskosningum sem verði flýtt og haldnar næsta vor.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ungum jafnaðarmönnum í dag. Píratar hafa viðrað svipaða hugmynd og kveðjast reiðubúnir að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokks og að kosningum verði flýtt fram á vor. Í yfirlýsingu UJ er bent á að bæði Sigurður Ingi og Katrín hafi lýst yfir vonbrigðum sínum með það að Bjarni hafi á Þorláksmessu sótt samkomu þar sem saman voru komnir fleiri en mega samkvæmt sóttvarnareglum. Engu að síður hafi þau heitið áframhaldandi stuðningi við Bjarna. „Engar fullnægjandi skýringar hafa komið fram á því hvað forsætisráðherra meinar þegar hún segir athæfi Bjarna skaða stjórnarsamstarfið en heitir um leið áframhaldandi samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir í yfirlýsingunni. Þá telja Ungir jafnaðarmenn ennfremur að meðvirkni sé allsráðandi í samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins. „Jafnframt er skýrt að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi virt sóttvarnarreglur eigin ríkisstjórnar að vettugi og með gjörðum sínum gefa þeir í skyn að reglur sem gilda eiga um almenning telji þeir ekki gilda um sig. Samstarfsflokkar hamra á mikilvægi samstöðu þegar gjörðir ráðherra þeirra senda allt önnur skilaboð,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem birt er í heild sinni á heimasíðu UJ í dag. Undir yfirlýsinguna ritar Ragna Sigurðardóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna. pic.twitter.com/hEHTcyBrjX— SUF (@ungirframsokn) December 27, 2020 Í yfirlýsingu sem Samband ungra Framsóknarmanna birtir á samfélagsmiðlum í kvöld bregst sambandið einnig við því sem kallað hefur verið sóttvarnahliðarspor Bjarna Benediktssonar. „Kæru Sjallar, þið þurfið ekki að fylgja formanninum ykkar í einu og öllu. Stundum ganga þeir of langt og þá getur verið gott að skipta. Við tölum af reynslu,“ segir í færslu SUF. Þá tóku Ung vinstri græn undir gagnrýni á hendur Bjarna í færslu sem þau birtu á samfélagsmiðlum á aðfangadag og lýstu yfir vantrausti á hendur Bjarna. „Ótækt er að ráðherra og formaður stjórnmálaflokks sýni af sér slíkt dómgreindarleysi og telji sig ekki þurfa að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda eiga um alla þegna samfélagsins,“ segir ennfremur í færslu UVG. Ungir Píratar hafa einnig tjáð sig vegna málsins. Þá hefur Starri Reynisson, formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar einnig tjáð sig um málið auk þess sem félagsfólk Uppreisnar hefur hvatt sér hljóðs um málið á Twitter og á Instagram. „Í öllum löndum í kringum okkur hefði þetta endað með afsögn. Öllum. Það að ráðherra komist upp með að mæta í 40+ manna partí á tímum þar sem fjölskyldum er bannað að halda jólin saman er óboðlegt. Brotavilji Bjarna í þessu máli er augljós og einbeittur,“ skrifar Starri sem í skilaboðum til fréttastofu segir frekari yfirlýsinga að vænta frá Uppreisn. Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur þegar þetta er skrifað ekki birt yfirlýsingu vegna málsins á sínum samfélagsmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Píratar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent