Þegar fornar deilur eru lagðar á hilluna Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 29. desember 2020 07:31 Þótt 2020 muni seint hverfa úr manna minnum sem ár heimsfaraldurs og tilheyrandi erfiðleika var árið einnig eftirminnilegt vegna atburða ótengdum kórónuveirunni. Meðal annars átti sér stað stefnubreyting í samskiptum Ísraelsríkis við nágranna sína innan Arababandalagsins. Á seinni hluta ársins stofnuðu fjögur Arabaríki til stjórnmálasambands við Ísrael. Einungis tvö ríki Arababandalagsins höfðu áður stigið þetta skref – Egyptaland árið 1979 og Jórdanía árið 1994. Með því lögðu þau á hilluna fornar deilur sem höfðu til þessa ekki gert annað en að skaða samskipti ríkjanna. Fulltrúar Palestínumanna gætu dregið lærdóm af þessari stefnubreytingu því um þessar mundir byggja samskipti þeirra við Ísraelsríki á óvenjulega slæmum grundvelli. Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar og formaður Fatah-hreyfingarinnar hafði lengi haft í hótunum við ísraelsk yfirvöld um að draga viðurkenningu PLO á Ísraelsríki til baka og lét hann loks af því verða í október 2018. Flestum þótti lítið til þessarar yfirlýsingar koma því viðurkenning PLO á Ísraelsríki hafði í um tvo áratugi verið fátt annað en innantóm orð. Friðarferlið sem rann út í sandinn Ólíkt því sem iðulega er haldið fram fól sjálfstæðisyfirlýsing Frelsishreyfingar Palestínu (PLO) ekki í sér viðurkenningu á tilvistarrétti Ísraelsríkis. Yfirlýsingin tiltók ekki heldur hver landamæri framtíðarríkis Palestínumanna ættu að vera. Í fylgiskjali yfirlýsingarinnar var gerð krafa um brotthvarf Ísraels frá svæðinu innan vopnahléslínanna sem áður höfðu afmarkað hernumin svæði Egyptalands og Jórdaníu en engar upplýsingar um hver endanleg landamæri Palestínu ættu að vera. Eftir sem áður var hvergi að finna viðurkenningu á tilvistarrétti Ísraelsríkis í fylgiskjalinu. Það var ekki fyrr en í september 1993 sem Jasser Arafat, leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar, viðurkenndi tilvistarrétt Ísraels skriflega fyrir hönd PLO. Sömuleiðis viðurkenndu ísraelsk stjórnvöld PLO sem réttmætan fulltrúa Palestínumanna og þar með voru komnar forsendur fyrir gerð Oslóarsamninganna. Samningarnir byggðu á því að fyrrnefndar vopnahléslínur yrðu lagðar til grundvallar fyrirhuguðu ríki Palestínumanna. Á þeim forsendum fengu Palestínumenn í fyrsta sinn eigið yfirráðasvæði og heimastjórn. Næsta skrefið hefði verið viðurkenning Ísraelsríkis á sjálfstæðu ríki Palestínumanna. Hins vegar tók að fjara undan ferlinu eftir því sem leið á tíunda áratuginn og árið 2000 runnu viðræður um áframhaldandi friðarferli Oslóarsamninganna út í sandinn. Þá hafnaði Arafat tilboði sem fól í sér 96% af flatarmáli svæðisins innan vopnahléslínanna. Skömmu síðar hófst seinni Intifada-uppreisn Palestínumanna sem kostaði fjölda mannslífa og skaðaði varanlega trúverðugleika friðarferlisins. Á meðan uppreisninni stóð yfir notuðu samtökin sem kenna sig við sniðgöngu gegn Ísrael tækifærið til að hafna tveggja ríkja lausninni á afgerandi hátt. Omar Barghouti, einn stofnenda samtakanna, skrifaði árið 2004: „Tveggja ríkja lausnin á palestínsk-ísraelsku deilunni er loksins dauð.“ Nokkrum árum seinna fullyrti Mohammed Dahlan, háttsettur meðlimur Fatah-hreyfingarinnar, að hreyfingin hafi í raun aldrei viðurkennt tilvistarrétt Ísraelsríkis. Á heildina litið hafa ummæli fulltrúa Palestínumanna leitt í ljós að lítið hafi breyst í afstöðu þeirra til Ísraelsríkis og það má einnig sjá á merkjum og slagorðum palestínskra stofnanna. Til dæmis hefur einkennismerki PLO frá upphafi sýnt allt landsvæði Ísraels sem fyrirhugað yfirráðasvæði palestínskra yfirvalda sem byggir á vinsælu slagorði um „frjálsa Palestínu frá ánni og að sjónum“. Með öðrum orðum er ekki gert ráð fyrir neinu svæði fyrir Ísraelsríki yfirhöfuð. Einkennismerkjum PLO og fjölda annara palestínskra samtaka var aldrei breytt í samræmi við forsendur Oslóarsamninganna. Einkennismerki PLO, Fatah-hreyfingarinnar, PGFTU, PFLP, PIJ og Hamas-samtakanna. Merkin sýna útlínur landsvæðis sem nær yfir alþjóðlega viðurkennt yfirráðasvæði Ísraelsríkis. Það er bersýnilegt að viðurkenning PLO á skiptingu landsins og þar með tveggja ríkja lausninni hafi einungis verið í orði en ekki á borði. Viðurkenning íslenskra yfirvalda árið 2011 á sjálfstæði Palestínu „innan landamæranna frá því fyrir stríðið 1967“ verður í þessu samhengi að teljast nokkuð hjákátleg. Íslensk yfirvöld lýstu yfir stuðningi við sjálfstæða Palestínu innan „landamæra“ sem fulltrúar Palestínumanna samþykkja ekki sjálfir. Palestína sem arabískt þjóðríki Í sjálfstæðisyfirlýsingu PLO er Palestína á afdráttarlausan hátt skilgreind sem arabískt þjóðríki. Með það til hliðsjónar myndi maður ætla að í skiptum fyrir eigið sjálfstjórnarsvæði og viðurkenningu Ísraelsmanna myndu fulltrúar Palestínumanna vera tilbúnir til að skilgreina Ísrael sem þjóðríki Gyðinga á sambærilega ótvíræðan hátt. Það er einmitt það sem tveggja ríkja lausnin átti alltaf að snúast um – tvö ríki fyrir tvær þjóðir. Líklegasta skýringin á tregðu palestínskra stofnana til að viðurkenna þjóðríki Gyðinga er sú söguskoðun þeirra að það hafi verið óréttlátt af Sameinuðu þjóðunum að veita Gyðingum umboð til stofnunar Ísraelsríkis. Það var hins vegar ekkert athugavert við þá ákvörðun því hún var tekin í samræmi við frumreglu Sameinuðu þjóðanna um sjálfsákvörðunarrétt þjóða. Sú frumregla var því miður oft virt að vettugi þegar gömlu nýlendurnar hlutu sjálfstæði. Þannig var fulltrúum Araba úthlutað næstum öllum þeim ríkjum sem urðu til eftir upplausn Ottómanveldisins þrátt fyrir að þar byggi fjöldi þjóða sem áttu sambærilegt tilkall til eigin þjóðríkis. Meðal þeirra voru Armenar, Assýringar og Kúrdar auk fjölda smærri þjóðarbrota. Þessar þjóðir höfðu verið kúgaðir minnihlutahópar innan Ottómanveldisins og engin breyting varð þar á innan hinna nýstofnuðu ríkja. Það var einungis viðleitni síonistahreyfingarinnar sem tryggði að Gyðingarnir sem bjuggu víðs vegar um Mið-Austurlönd og Norður-Afríku þurftu ekki að búa áfram við þessa undirokun. Á þeim sjötíu árum sem hafa liðið síðan Ísraelsríki hlaut sjálfstæði hefur það orðið að einu framsæknasta ríki veraldar. Mikill meirihluti þeirra 6,8 milljóna Gyðinga sem búa í Ísrael er fæddur og uppalinn í landinu. Þeir eiga þar vini, fjölskyldur, störf og djúpstæða menningarlega tengingu við landið. Það er því óhugsandi að byggðir þeirra verði nokkurn tímann hluti af arabísku þjóðríki Palestínumanna. Arabaríkin fjögur sem hafa stofnað til stjórnmálasambands við Ísrael á undanförnum mánuðum hafa sagt skilið við hugmyndina um Palestínu „frá ánni og að sjónum“ og fulltrúum Palestínumanna væri nær að gera slíkt hið sama. Núverandi sjálfstjórnarsvæði þeirra munu ekki stækka nema með endurlífgun tveggja ríkja lausnarinnar. Staðan yrði allt önnur ef Palestínumenn myndu á sýnilegan og sannfærandi hátt láta af kröfum sínum til alls landsvæðisins og viðurkenna Ísrael sem þjóðríki Gyðinga. Þá yrði friðsamleg lausn á deilunni ekki aðeins fjarlægur draumur. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Sjá meira
Þótt 2020 muni seint hverfa úr manna minnum sem ár heimsfaraldurs og tilheyrandi erfiðleika var árið einnig eftirminnilegt vegna atburða ótengdum kórónuveirunni. Meðal annars átti sér stað stefnubreyting í samskiptum Ísraelsríkis við nágranna sína innan Arababandalagsins. Á seinni hluta ársins stofnuðu fjögur Arabaríki til stjórnmálasambands við Ísrael. Einungis tvö ríki Arababandalagsins höfðu áður stigið þetta skref – Egyptaland árið 1979 og Jórdanía árið 1994. Með því lögðu þau á hilluna fornar deilur sem höfðu til þessa ekki gert annað en að skaða samskipti ríkjanna. Fulltrúar Palestínumanna gætu dregið lærdóm af þessari stefnubreytingu því um þessar mundir byggja samskipti þeirra við Ísraelsríki á óvenjulega slæmum grundvelli. Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar og formaður Fatah-hreyfingarinnar hafði lengi haft í hótunum við ísraelsk yfirvöld um að draga viðurkenningu PLO á Ísraelsríki til baka og lét hann loks af því verða í október 2018. Flestum þótti lítið til þessarar yfirlýsingar koma því viðurkenning PLO á Ísraelsríki hafði í um tvo áratugi verið fátt annað en innantóm orð. Friðarferlið sem rann út í sandinn Ólíkt því sem iðulega er haldið fram fól sjálfstæðisyfirlýsing Frelsishreyfingar Palestínu (PLO) ekki í sér viðurkenningu á tilvistarrétti Ísraelsríkis. Yfirlýsingin tiltók ekki heldur hver landamæri framtíðarríkis Palestínumanna ættu að vera. Í fylgiskjali yfirlýsingarinnar var gerð krafa um brotthvarf Ísraels frá svæðinu innan vopnahléslínanna sem áður höfðu afmarkað hernumin svæði Egyptalands og Jórdaníu en engar upplýsingar um hver endanleg landamæri Palestínu ættu að vera. Eftir sem áður var hvergi að finna viðurkenningu á tilvistarrétti Ísraelsríkis í fylgiskjalinu. Það var ekki fyrr en í september 1993 sem Jasser Arafat, leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar, viðurkenndi tilvistarrétt Ísraels skriflega fyrir hönd PLO. Sömuleiðis viðurkenndu ísraelsk stjórnvöld PLO sem réttmætan fulltrúa Palestínumanna og þar með voru komnar forsendur fyrir gerð Oslóarsamninganna. Samningarnir byggðu á því að fyrrnefndar vopnahléslínur yrðu lagðar til grundvallar fyrirhuguðu ríki Palestínumanna. Á þeim forsendum fengu Palestínumenn í fyrsta sinn eigið yfirráðasvæði og heimastjórn. Næsta skrefið hefði verið viðurkenning Ísraelsríkis á sjálfstæðu ríki Palestínumanna. Hins vegar tók að fjara undan ferlinu eftir því sem leið á tíunda áratuginn og árið 2000 runnu viðræður um áframhaldandi friðarferli Oslóarsamninganna út í sandinn. Þá hafnaði Arafat tilboði sem fól í sér 96% af flatarmáli svæðisins innan vopnahléslínanna. Skömmu síðar hófst seinni Intifada-uppreisn Palestínumanna sem kostaði fjölda mannslífa og skaðaði varanlega trúverðugleika friðarferlisins. Á meðan uppreisninni stóð yfir notuðu samtökin sem kenna sig við sniðgöngu gegn Ísrael tækifærið til að hafna tveggja ríkja lausninni á afgerandi hátt. Omar Barghouti, einn stofnenda samtakanna, skrifaði árið 2004: „Tveggja ríkja lausnin á palestínsk-ísraelsku deilunni er loksins dauð.“ Nokkrum árum seinna fullyrti Mohammed Dahlan, háttsettur meðlimur Fatah-hreyfingarinnar, að hreyfingin hafi í raun aldrei viðurkennt tilvistarrétt Ísraelsríkis. Á heildina litið hafa ummæli fulltrúa Palestínumanna leitt í ljós að lítið hafi breyst í afstöðu þeirra til Ísraelsríkis og það má einnig sjá á merkjum og slagorðum palestínskra stofnanna. Til dæmis hefur einkennismerki PLO frá upphafi sýnt allt landsvæði Ísraels sem fyrirhugað yfirráðasvæði palestínskra yfirvalda sem byggir á vinsælu slagorði um „frjálsa Palestínu frá ánni og að sjónum“. Með öðrum orðum er ekki gert ráð fyrir neinu svæði fyrir Ísraelsríki yfirhöfuð. Einkennismerkjum PLO og fjölda annara palestínskra samtaka var aldrei breytt í samræmi við forsendur Oslóarsamninganna. Einkennismerki PLO, Fatah-hreyfingarinnar, PGFTU, PFLP, PIJ og Hamas-samtakanna. Merkin sýna útlínur landsvæðis sem nær yfir alþjóðlega viðurkennt yfirráðasvæði Ísraelsríkis. Það er bersýnilegt að viðurkenning PLO á skiptingu landsins og þar með tveggja ríkja lausninni hafi einungis verið í orði en ekki á borði. Viðurkenning íslenskra yfirvalda árið 2011 á sjálfstæði Palestínu „innan landamæranna frá því fyrir stríðið 1967“ verður í þessu samhengi að teljast nokkuð hjákátleg. Íslensk yfirvöld lýstu yfir stuðningi við sjálfstæða Palestínu innan „landamæra“ sem fulltrúar Palestínumanna samþykkja ekki sjálfir. Palestína sem arabískt þjóðríki Í sjálfstæðisyfirlýsingu PLO er Palestína á afdráttarlausan hátt skilgreind sem arabískt þjóðríki. Með það til hliðsjónar myndi maður ætla að í skiptum fyrir eigið sjálfstjórnarsvæði og viðurkenningu Ísraelsmanna myndu fulltrúar Palestínumanna vera tilbúnir til að skilgreina Ísrael sem þjóðríki Gyðinga á sambærilega ótvíræðan hátt. Það er einmitt það sem tveggja ríkja lausnin átti alltaf að snúast um – tvö ríki fyrir tvær þjóðir. Líklegasta skýringin á tregðu palestínskra stofnana til að viðurkenna þjóðríki Gyðinga er sú söguskoðun þeirra að það hafi verið óréttlátt af Sameinuðu þjóðunum að veita Gyðingum umboð til stofnunar Ísraelsríkis. Það var hins vegar ekkert athugavert við þá ákvörðun því hún var tekin í samræmi við frumreglu Sameinuðu þjóðanna um sjálfsákvörðunarrétt þjóða. Sú frumregla var því miður oft virt að vettugi þegar gömlu nýlendurnar hlutu sjálfstæði. Þannig var fulltrúum Araba úthlutað næstum öllum þeim ríkjum sem urðu til eftir upplausn Ottómanveldisins þrátt fyrir að þar byggi fjöldi þjóða sem áttu sambærilegt tilkall til eigin þjóðríkis. Meðal þeirra voru Armenar, Assýringar og Kúrdar auk fjölda smærri þjóðarbrota. Þessar þjóðir höfðu verið kúgaðir minnihlutahópar innan Ottómanveldisins og engin breyting varð þar á innan hinna nýstofnuðu ríkja. Það var einungis viðleitni síonistahreyfingarinnar sem tryggði að Gyðingarnir sem bjuggu víðs vegar um Mið-Austurlönd og Norður-Afríku þurftu ekki að búa áfram við þessa undirokun. Á þeim sjötíu árum sem hafa liðið síðan Ísraelsríki hlaut sjálfstæði hefur það orðið að einu framsæknasta ríki veraldar. Mikill meirihluti þeirra 6,8 milljóna Gyðinga sem búa í Ísrael er fæddur og uppalinn í landinu. Þeir eiga þar vini, fjölskyldur, störf og djúpstæða menningarlega tengingu við landið. Það er því óhugsandi að byggðir þeirra verði nokkurn tímann hluti af arabísku þjóðríki Palestínumanna. Arabaríkin fjögur sem hafa stofnað til stjórnmálasambands við Ísrael á undanförnum mánuðum hafa sagt skilið við hugmyndina um Palestínu „frá ánni og að sjónum“ og fulltrúum Palestínumanna væri nær að gera slíkt hið sama. Núverandi sjálfstjórnarsvæði þeirra munu ekki stækka nema með endurlífgun tveggja ríkja lausnarinnar. Staðan yrði allt önnur ef Palestínumenn myndu á sýnilegan og sannfærandi hátt láta af kröfum sínum til alls landsvæðisins og viðurkenna Ísrael sem þjóðríki Gyðinga. Þá yrði friðsamleg lausn á deilunni ekki aðeins fjarlægur draumur. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun