Rússneskur munkur handtekinn í áhlaupi á klaustur Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2020 16:05 „Faðir Sergei“ í dómsal í Moskvu í dag. AP/Moscow News Agency Rússneskir lögregluþjónar, útbúnir fyrir óeirðir, handtóku fyrrverandi munk í áhlaupi á klaustur í Úralfjöllum í morgun. Þar var munkurinn, sem heitir Nikolai Romanov en er kallaður faðir Sergei, handtekinn og hefur verið ákærður fyrir að hvetja ungmenni til sjálfsvíga. Romanov vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar hann afneitaði tilvist Covid-19, og gagnrýndi rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna harðlega fyrir það að loka kirkjum vegna faraldursins. Hann tók svo yfir stjórn Srednerualskyklaustursins í Úralfjöllum í júní og neitaði að yfirgefa það ásamt stuðningsmönnum sínum. Þar hefur Romanov haldið messur, þvert á vilja forsvarsmanna kirkjunnar en að endingu var hann bannfærður úr kirkjunni í september. Lögregluþjónar réðust til atlögu gegn Romanov eftir að hann birti myndband á Youtube þar sem hann hvatti fólk til að „deyja fyrir Rússland“, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Kallaði hann eftir því að fólk færi í kirkju og hunsaði þenna „falska faraldur“. TASS segir einnig að gamlar fréttir vísi til þess að Romanov hafi verið dæmdur til þrettán ára vistar í fanganýlendu árið 1986 fyrir að brjótast inn hjá og myrða kennara. Eftir að honum hafi verið sleppt hafi hann gerst prestur. Romanov var fluttur til Moskvu í dag þar sem hann var færður fyrir dómara. Samkvæmt rússneskum miðlum sem Reuters vitnar í hefur Romanov verið ákærður fyrir að hvetja ólögráða aðila til sjálfsvíga. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Reuters með myndefni frá áhlaupi lögreglunnar. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Romanov vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar hann afneitaði tilvist Covid-19, og gagnrýndi rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna harðlega fyrir það að loka kirkjum vegna faraldursins. Hann tók svo yfir stjórn Srednerualskyklaustursins í Úralfjöllum í júní og neitaði að yfirgefa það ásamt stuðningsmönnum sínum. Þar hefur Romanov haldið messur, þvert á vilja forsvarsmanna kirkjunnar en að endingu var hann bannfærður úr kirkjunni í september. Lögregluþjónar réðust til atlögu gegn Romanov eftir að hann birti myndband á Youtube þar sem hann hvatti fólk til að „deyja fyrir Rússland“, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Kallaði hann eftir því að fólk færi í kirkju og hunsaði þenna „falska faraldur“. TASS segir einnig að gamlar fréttir vísi til þess að Romanov hafi verið dæmdur til þrettán ára vistar í fanganýlendu árið 1986 fyrir að brjótast inn hjá og myrða kennara. Eftir að honum hafi verið sleppt hafi hann gerst prestur. Romanov var fluttur til Moskvu í dag þar sem hann var færður fyrir dómara. Samkvæmt rússneskum miðlum sem Reuters vitnar í hefur Romanov verið ákærður fyrir að hvetja ólögráða aðila til sjálfsvíga. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Reuters með myndefni frá áhlaupi lögreglunnar.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira