Erlent

Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það er svolítil nostalgía í nýja Brexit samningnum...
Það er svolítil nostalgía í nýja Brexit samningnum... webdesignmuseum.org

Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun.

„Það er ljóst að eitthvað fór úrskeðis við ritun sáttmálans og við göngum svo langt að varpa fram þeirri tilgátu að þreyttur embættismaður hafi hreinlega copy/paste-að úr öryggisskjali frá tíunda áratug síðustu aldar,“ segir á vefsíðunni Hackaday.

Sumir hafa bent á að orðalagið virðist samhljóða texta í Evrópulöggjöf frá 2008.

Í umræddum kafla um dulkóðunartækni er meðal annars talað um „nútíma“ póstforrit á borð við Mozilla Mail og Netscape Communicator 4, sem bæði eru úrelt. 

Communicator var síðast uppfærður árið 1997.

Bill Buchanan, prófessor í dulkóðun við Edinburgh Napier University, segir ekkert afsaka klaufaskapinn. Hann bendir meðal annars á að dulkóðunartæknin sem fjallað er um hefði þótt góð fyrir áratug en standist ekki nútímakröfur.

BBC sagði frá.


Tengdar fréttir

Fagna samningnum sem verður kynntur í dag

Búist er við að kynning verði haldin á samningi vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í dag fyrir fulltrúm þjóða sambandsins. Bretar yfirgáfu sambandið formlega í janúar á þessu ári og átti frestur til að ná útgöngusamningi að renna út 31. desember næstkomandi.

Brexit-samningur í höfn

Samkomulag um útgöngusamning Breta úr Evrópusambandinu er í höfn eftir að samninganefndir Evrópusambandsins og Breta náðu samkomulagi í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×