Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2020 14:39 Alexei Navalní, á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi, verði hann fundinn sekur að rannsókn lokinni. EPA/Sergei Ilnitskí Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. Navalní, sem er staddur í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok í Rússlandi í sumar, þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. Hann segir ásakanir þessar koma frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Nánar tiltekið er hann sagður hafa tekið um 600 milljónir króna sem hann safnaði í nafni samtaka sem hann er í forsvari fyrir og að hafa notað þá fjármuni til fjárfestinga í eigin nafni og í að greiða fyrir persónulegan lífstíl sinn. Þetta var opinberað í gær, en í fyrradag sendu fangelsismálayfirvöld Navalní skilaboð um að hann væri að brjóta gegn skilorði með því að vera í Þýskalandi og var þess krafist að hann færi aftur til Rússlands. Skilorðsdómur þessi fellur úr gildi í dag. Navalní var dæmdur fyrir þjófnað árið 2014 en hann segist sömuleiðis saklaus af þeim ásökunum. Eins og bent er á í frétt AFP fréttaveitunnar komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu í fyrra að yfirvöld Rússlands hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum frá á árunum 2012 til 2014. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Yfirvöld í Rússlandi segjast ekki hafa fundið vísbendingar um að eitrað hafi verið fyrir Navalní og hafa jafnvel gefið í skyn að það hafi verið gert í flugvélinni þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. Eitrun Navalní er ekki til rannsóknar í Rússlandi. Í tísti sem Navalní birti í gær sagðist hann hafa sagt frá því að eitrað var fyrir honum að reynt yrði að koma honum aftur í fangelsi. : , , . , : . , , .https://t.co/ypDzYwnbAd pic.twitter.com/uyjg5XLFEh— Alexey Navalny (@navalny) December 29, 2020 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira
Navalní, sem er staddur í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok í Rússlandi í sumar, þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. Hann segir ásakanir þessar koma frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Nánar tiltekið er hann sagður hafa tekið um 600 milljónir króna sem hann safnaði í nafni samtaka sem hann er í forsvari fyrir og að hafa notað þá fjármuni til fjárfestinga í eigin nafni og í að greiða fyrir persónulegan lífstíl sinn. Þetta var opinberað í gær, en í fyrradag sendu fangelsismálayfirvöld Navalní skilaboð um að hann væri að brjóta gegn skilorði með því að vera í Þýskalandi og var þess krafist að hann færi aftur til Rússlands. Skilorðsdómur þessi fellur úr gildi í dag. Navalní var dæmdur fyrir þjófnað árið 2014 en hann segist sömuleiðis saklaus af þeim ásökunum. Eins og bent er á í frétt AFP fréttaveitunnar komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu í fyrra að yfirvöld Rússlands hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum frá á árunum 2012 til 2014. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Yfirvöld í Rússlandi segjast ekki hafa fundið vísbendingar um að eitrað hafi verið fyrir Navalní og hafa jafnvel gefið í skyn að það hafi verið gert í flugvélinni þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. Eitrun Navalní er ekki til rannsóknar í Rússlandi. Í tísti sem Navalní birti í gær sagðist hann hafa sagt frá því að eitrað var fyrir honum að reynt yrði að koma honum aftur í fangelsi. : , , . , : . , , .https://t.co/ypDzYwnbAd pic.twitter.com/uyjg5XLFEh— Alexey Navalny (@navalny) December 29, 2020
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira