Eyþór Leifsson hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi ásamt öðrum ekið á mótorhjóli á ísilögðu Hafravatni um hádegisbil. Ísinn hafi brotnað undan hjóli mannsins um tuttugu metrum frá landi.
„Heilmikið viðbragð“ hafi verið sent á staðinn en maðurinn hafi verið kominn í land þegar slökkvilið bar að garði. Þaðan var hann fluttur á slysadeild, ómeiddur en kaldur og blautur. Líkt og áður segir var maðurinn á ferð á ísnum með öðrum en féll einn ofan í vatnið.
„Svo voru smá framkvæmdir að ná hjólinu upp úr vatninu en við erum allir komnir heim núna,“ segir Eyþór.
Í myndskeiðinu hér fyrir neðan sjást viðbragðsaðilar vinna við að koma mótórhjólinu upp úr vatninu eftir hádegi í dag.