Segist eitt af „líkamsræktarsmitunum“ jafnvel þótt ekki sé vitað hvar hún smitaðist Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2020 17:44 World Class sagði á dögunum upp 90 starfsmönnum. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn World Class hafa birt erindi frá konu sem segir farir sínar ekki sléttar af smitrakningu í kjölfar Covid-19 greiningar en smitið hafi verið sett í flokk smita á líkamsræktarstöðvum, jafnvel þótt hún hefði getað smitast á ótal öðrum stöðum. Samkvæmt frásögn konunnar greindist hún 3. október síðastliðinn og þegar smitrakningarteymið hafði samband sagði hún eins og var; að hún væri önnum kafin hágreiðslukona, að hún væri von að sækja börn sín í leikskóla og grunnskóla, og verslaði jafnan í ákveðinni Krónuverslun. Að auki stundaði hún ræktina. „Það eina sem þau spurðu mig útí af þessum stöðum var hvert ég hefði farið á æfingu. Ég svaraði „í World Class“ og þau spurðu hvaða World Class stöð og ég sagði í Laugum. Ég fór í tvo tíma þar þegar það var opið fyrir hópatíma og ég vissi nákvæmlega hvar ég hefði verið og klukkan hvað og hverjir voru næst mér í þessum tímum. Það smitaðist enginn af þeim sem ég var með í tíma né þjálfarinn sem gekk sjálfur frá búnaði fyrir og eftir tíma,“ segir konan. Að hennar sögn var smitið rakið til World Class, jafnvel þótt ekki væri hægt að staðfesta hvar hún hefði smitast. Hún væri því eitt af þeim 73 smitum sem yfirvöld segðu hafa verið rakin til líkamsræktarstöðva. „Þau höfðu engan áhuga á að vita í hvaða litlu Krónu verslun ég fór í eftir æfingu, sem ég vissi klukkan hvað ég fór í, en þau vildu bara vita hvaða æfingastöð ég fór í,“ segir hún. Þess ber að geta að eins og þekkt er þá hafa eigendur World Class ítrekað lýst óánægju sinni með lokun líkamsræktarstöðva í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Frásögnin í heild. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir „Við verðum að tryggja að við lifum þetta af“ Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class segir að uppsagnir starfsfólks sem greint var frá í dag hafi verið nauðsynlegar. Fyrirtækið verði að tryggja að það lifi kórónuveirufaraldurinn af. Hann telur að hægt væri að halda starfseminni gangandi við 100 manna samkomutakmarkanir. 29. desember 2020 19:31 Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. 29. desember 2020 15:44 Smitrakningarteymið stendur við tölur um smit Smitrakningarteymi almannavarna stendur við tölur sínar um smit í líkamsræktarstöðvum og sundlaugum sem fjölmiðlar, þar á meðal Vísir, greindu frá í fyrradag. 11. desember 2020 07:51 Lögmaður World Class gerir athugasemdir vegna „skrítinnar fréttar“ RÚV Gestur Jónsson, lögmaður líkamsræktastöðva World Class, sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins athugasemd í kjölfar fréttar sem sýnd var í kvöldfréttatíma gærkvöldsins. Hann segir fréttina vera skrítna, og telur jafnvel að hún sé röng. 10. desember 2020 18:11 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Samkvæmt frásögn konunnar greindist hún 3. október síðastliðinn og þegar smitrakningarteymið hafði samband sagði hún eins og var; að hún væri önnum kafin hágreiðslukona, að hún væri von að sækja börn sín í leikskóla og grunnskóla, og verslaði jafnan í ákveðinni Krónuverslun. Að auki stundaði hún ræktina. „Það eina sem þau spurðu mig útí af þessum stöðum var hvert ég hefði farið á æfingu. Ég svaraði „í World Class“ og þau spurðu hvaða World Class stöð og ég sagði í Laugum. Ég fór í tvo tíma þar þegar það var opið fyrir hópatíma og ég vissi nákvæmlega hvar ég hefði verið og klukkan hvað og hverjir voru næst mér í þessum tímum. Það smitaðist enginn af þeim sem ég var með í tíma né þjálfarinn sem gekk sjálfur frá búnaði fyrir og eftir tíma,“ segir konan. Að hennar sögn var smitið rakið til World Class, jafnvel þótt ekki væri hægt að staðfesta hvar hún hefði smitast. Hún væri því eitt af þeim 73 smitum sem yfirvöld segðu hafa verið rakin til líkamsræktarstöðva. „Þau höfðu engan áhuga á að vita í hvaða litlu Krónu verslun ég fór í eftir æfingu, sem ég vissi klukkan hvað ég fór í, en þau vildu bara vita hvaða æfingastöð ég fór í,“ segir hún. Þess ber að geta að eins og þekkt er þá hafa eigendur World Class ítrekað lýst óánægju sinni með lokun líkamsræktarstöðva í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Frásögnin í heild.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir „Við verðum að tryggja að við lifum þetta af“ Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class segir að uppsagnir starfsfólks sem greint var frá í dag hafi verið nauðsynlegar. Fyrirtækið verði að tryggja að það lifi kórónuveirufaraldurinn af. Hann telur að hægt væri að halda starfseminni gangandi við 100 manna samkomutakmarkanir. 29. desember 2020 19:31 Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. 29. desember 2020 15:44 Smitrakningarteymið stendur við tölur um smit Smitrakningarteymi almannavarna stendur við tölur sínar um smit í líkamsræktarstöðvum og sundlaugum sem fjölmiðlar, þar á meðal Vísir, greindu frá í fyrradag. 11. desember 2020 07:51 Lögmaður World Class gerir athugasemdir vegna „skrítinnar fréttar“ RÚV Gestur Jónsson, lögmaður líkamsræktastöðva World Class, sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins athugasemd í kjölfar fréttar sem sýnd var í kvöldfréttatíma gærkvöldsins. Hann segir fréttina vera skrítna, og telur jafnvel að hún sé röng. 10. desember 2020 18:11 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
„Við verðum að tryggja að við lifum þetta af“ Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class segir að uppsagnir starfsfólks sem greint var frá í dag hafi verið nauðsynlegar. Fyrirtækið verði að tryggja að það lifi kórónuveirufaraldurinn af. Hann telur að hægt væri að halda starfseminni gangandi við 100 manna samkomutakmarkanir. 29. desember 2020 19:31
Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. 29. desember 2020 15:44
Smitrakningarteymið stendur við tölur um smit Smitrakningarteymi almannavarna stendur við tölur sínar um smit í líkamsræktarstöðvum og sundlaugum sem fjölmiðlar, þar á meðal Vísir, greindu frá í fyrradag. 11. desember 2020 07:51
Lögmaður World Class gerir athugasemdir vegna „skrítinnar fréttar“ RÚV Gestur Jónsson, lögmaður líkamsræktastöðva World Class, sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins athugasemd í kjölfar fréttar sem sýnd var í kvöldfréttatíma gærkvöldsins. Hann segir fréttina vera skrítna, og telur jafnvel að hún sé röng. 10. desember 2020 18:11