Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 16. mars 2020 12:17 Frá sóttkví Íslendinganna í Víetnam. Þóra Valný Yngvadóttir Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru nú á heimleið. Ekki er vitað hver staða þeirra verður við komuna hingað til lands. Nóg hefur verið að gera hjá utanríkisráðuneytinu eftir að fjöldi landa í Evrópu greip til mjög umfangsmikilla aðgerða vegna kórónuveirunnar um helgina að sögn Maríu Mjallar Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. „Við svöruðum einhverjum 700 fyrirspurnum um helgina sem er miklu meira en við erum vön. Við erum búin að kalla út allt okkar fólk í rauninni. Þeir sem eru staddir í okkar sendiráðum erlendis eru að svara þegar það er nótt hjá okkur og við erum með fólk úr öllum okkar deildum í þessum svörunum.“ Sjá einnig: Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Hún segir að fæstir sem hafi samband séu í vandræðum, flestir séu að leita eftir upplýsingum um það hvernig best sé að bera sig að. „Við erum að leiðbeina og upplýsa fólk um þær aðgerðir sem erlend stjórnvöld hafa gripið til og leiðbeina þeim eftir því sem við best getum.“ Enn sem komið er hafi ráðuneytið ekki upplýsingar um að fólk sé fast í útlöndum. Þá komist Íslendingar í Bandaríkjunum áfram heim til Íslands. „Það eru hins vegar mjög miklar breytingar á flugum þannig að fólk þarf að fylgjast vel með því flugi sem það hefur bókað.“ Munu fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis Utanríkisráðuneytið hefur síðustu daga unnið að því að koma fjórum Íslendingum sem voru í sóttkví í Víetnam heim. Þau eru nú stödd í Þýskalandi og eru á leið til Íslands á allra næstu klukkutímum. „Þeirra sóttkví er nú lokið og ég held að það sé mjög gott mál að þau séu komin úr þessum erfiðu aðstæðum. Sendiráðið okkar í Peking og ræðismaðurinn hefur verið í sambandi við þau í þessu ferli.“ Hvorki María Mjöll né Íslendingarnir fjórir vita hver staða þeirra verður við heimkomuna en 12 dagar eru síðan þau voru í nálægð við sýktan einstakling. Í samtali fréttastofu við einn Íslendinginn nú fyrir hádegi kom fram að þau muni fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis. Einn Íslendingurinn lýsti sóttkvínni í Víetnam sem fangelsisvist í liðinni viku. Vistarverurnar væru skítugar og fátæklegar, maturinn fábrotinn og hiti væri kæfandi. Þá höfðu Íslendingarnir fengið þær upplýsingar að kórónuveirusmit hefði komið upp um borð í skemmtiferðaskipi sem þeir voru á. Allir um borð í skipinu voru skikkaðir í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Víetnam Utanríkismál Tengdar fréttir Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19 Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03 Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Sjá meira
Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru nú á heimleið. Ekki er vitað hver staða þeirra verður við komuna hingað til lands. Nóg hefur verið að gera hjá utanríkisráðuneytinu eftir að fjöldi landa í Evrópu greip til mjög umfangsmikilla aðgerða vegna kórónuveirunnar um helgina að sögn Maríu Mjallar Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. „Við svöruðum einhverjum 700 fyrirspurnum um helgina sem er miklu meira en við erum vön. Við erum búin að kalla út allt okkar fólk í rauninni. Þeir sem eru staddir í okkar sendiráðum erlendis eru að svara þegar það er nótt hjá okkur og við erum með fólk úr öllum okkar deildum í þessum svörunum.“ Sjá einnig: Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Hún segir að fæstir sem hafi samband séu í vandræðum, flestir séu að leita eftir upplýsingum um það hvernig best sé að bera sig að. „Við erum að leiðbeina og upplýsa fólk um þær aðgerðir sem erlend stjórnvöld hafa gripið til og leiðbeina þeim eftir því sem við best getum.“ Enn sem komið er hafi ráðuneytið ekki upplýsingar um að fólk sé fast í útlöndum. Þá komist Íslendingar í Bandaríkjunum áfram heim til Íslands. „Það eru hins vegar mjög miklar breytingar á flugum þannig að fólk þarf að fylgjast vel með því flugi sem það hefur bókað.“ Munu fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis Utanríkisráðuneytið hefur síðustu daga unnið að því að koma fjórum Íslendingum sem voru í sóttkví í Víetnam heim. Þau eru nú stödd í Þýskalandi og eru á leið til Íslands á allra næstu klukkutímum. „Þeirra sóttkví er nú lokið og ég held að það sé mjög gott mál að þau séu komin úr þessum erfiðu aðstæðum. Sendiráðið okkar í Peking og ræðismaðurinn hefur verið í sambandi við þau í þessu ferli.“ Hvorki María Mjöll né Íslendingarnir fjórir vita hver staða þeirra verður við heimkomuna en 12 dagar eru síðan þau voru í nálægð við sýktan einstakling. Í samtali fréttastofu við einn Íslendinginn nú fyrir hádegi kom fram að þau muni fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis. Einn Íslendingurinn lýsti sóttkvínni í Víetnam sem fangelsisvist í liðinni viku. Vistarverurnar væru skítugar og fátæklegar, maturinn fábrotinn og hiti væri kæfandi. Þá höfðu Íslendingarnir fengið þær upplýsingar að kórónuveirusmit hefði komið upp um borð í skemmtiferðaskipi sem þeir voru á. Allir um borð í skipinu voru skikkaðir í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Víetnam Utanríkismál Tengdar fréttir Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19 Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03 Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Sjá meira
Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19
Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03
Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28