Fólk mun eiga þess kost að fresta sólarlandaferðum sínum Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2020 13:49 Í raun væri verið að flúga með fólk út til að sitja í stofufangelsi á Spáni eins og staðan er í dag. Þeir sem eru að flækjast á götum úti án gildrar ástæðu eru sektaðir um milli 500 til 2000 evra. Ferðaskrifstofan Heimsferðir ætla að bregðast við þeim vanda sem upp er kominn en fólki þykir óásættanlegt að þurfa að halda áætlun og fljúga til sólarlanda til þess eins að vera lokað inni á herbergi. Vísir ræddi við Tómas J. Gestsson framkvæmdastjóra Heimsferða en honum þykir þetta ekki alveg sanngjarnt upplegg, að Heimsferðir hafi ákveðið uppá eigin spýtur að vilja fljúga fólki út á svæði sem skilgreint hafa verið sem hááhættusvæði. Ferðaskrifstofurnar funda með ferðamálastofu Stóru ferðaskrifstofurnar þrjár, Heimsferðir, Úrval Útsýn og Vita funduðu í gær með Ferðamálastofu og þar var ákveðið í sameiningu að vert væri að svo stöddu að halda áætlun. En, framhaldsfundur verður haldinn nú strax eftir hádegi. Þetta eru hinir almennu skilmálar sem um var rætt á fundinum að fólk eigi ekki endurgreiðslurétt. „Við sögðum fólki að við værum að bíða eftir niðurstöðum þess fundar og ætluðum þá að skoða þetta betur,“ segir Tómas. Tómas á Heimsferðum segir að niðurstaða þriggja ferðaskrifstofa með ferðamálastofu hafi leitt til þessarar niðurstöðu. Til stendur að bjóða farþegum ferðainneign kjósi þeir að hætta við ferðina. Hann segir sitt fyrirtæki þó ekki bundið af því hvað kemur út úr þeim fundi, þau vilja vera lausnamiðuð og nú liggi fyrir að fólki gefst kostur á að færa til ferðir sínar. Það verður gert með þeim hætti að fólk mun eiga inneign á ferð seinna innan þessa árs. Mörg fyrirtæki standa tæpt Fyrir liggur að ferðaskrifstofur sem og reyndar öll ferðaþjónustan á í stórkostlegum vandræðum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp vegna kórónuveirunnar. „Það eru allir í erfiðleikum,“ segir Tómas en það sé þó ekki á borðinu hjá þeim að gjaldþrot blasi við. „En, þetta er harður bisness. Lítil álagning í þessum geira og þegar svona skellur á verður þetta enn erfiðara. Og það smitar svo út í aðrar greinar,“ segir Tómas. Þó ekki sé verið að horfa til gjaldþrots hjá Heimsferðum segir Tómas að hann viti til þess að mörg fyrirtæki standi tæpt. „Og eftir því sem þetta dregst, þeim mun erfiðara verður þetta.“ Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Telur galið að Heimsferðir vilji fljúga með sig á hááhættusvæði Jónína Símonardóttir segir farþega í spennitreyju, þeir verði að ákveða sjálfir hvort þeir fari eða ekki. 16. mars 2020 11:08 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Ferðaskrifstofan Heimsferðir ætla að bregðast við þeim vanda sem upp er kominn en fólki þykir óásættanlegt að þurfa að halda áætlun og fljúga til sólarlanda til þess eins að vera lokað inni á herbergi. Vísir ræddi við Tómas J. Gestsson framkvæmdastjóra Heimsferða en honum þykir þetta ekki alveg sanngjarnt upplegg, að Heimsferðir hafi ákveðið uppá eigin spýtur að vilja fljúga fólki út á svæði sem skilgreint hafa verið sem hááhættusvæði. Ferðaskrifstofurnar funda með ferðamálastofu Stóru ferðaskrifstofurnar þrjár, Heimsferðir, Úrval Útsýn og Vita funduðu í gær með Ferðamálastofu og þar var ákveðið í sameiningu að vert væri að svo stöddu að halda áætlun. En, framhaldsfundur verður haldinn nú strax eftir hádegi. Þetta eru hinir almennu skilmálar sem um var rætt á fundinum að fólk eigi ekki endurgreiðslurétt. „Við sögðum fólki að við værum að bíða eftir niðurstöðum þess fundar og ætluðum þá að skoða þetta betur,“ segir Tómas. Tómas á Heimsferðum segir að niðurstaða þriggja ferðaskrifstofa með ferðamálastofu hafi leitt til þessarar niðurstöðu. Til stendur að bjóða farþegum ferðainneign kjósi þeir að hætta við ferðina. Hann segir sitt fyrirtæki þó ekki bundið af því hvað kemur út úr þeim fundi, þau vilja vera lausnamiðuð og nú liggi fyrir að fólki gefst kostur á að færa til ferðir sínar. Það verður gert með þeim hætti að fólk mun eiga inneign á ferð seinna innan þessa árs. Mörg fyrirtæki standa tæpt Fyrir liggur að ferðaskrifstofur sem og reyndar öll ferðaþjónustan á í stórkostlegum vandræðum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp vegna kórónuveirunnar. „Það eru allir í erfiðleikum,“ segir Tómas en það sé þó ekki á borðinu hjá þeim að gjaldþrot blasi við. „En, þetta er harður bisness. Lítil álagning í þessum geira og þegar svona skellur á verður þetta enn erfiðara. Og það smitar svo út í aðrar greinar,“ segir Tómas. Þó ekki sé verið að horfa til gjaldþrots hjá Heimsferðum segir Tómas að hann viti til þess að mörg fyrirtæki standi tæpt. „Og eftir því sem þetta dregst, þeim mun erfiðara verður þetta.“
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Telur galið að Heimsferðir vilji fljúga með sig á hááhættusvæði Jónína Símonardóttir segir farþega í spennitreyju, þeir verði að ákveða sjálfir hvort þeir fari eða ekki. 16. mars 2020 11:08 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Telur galið að Heimsferðir vilji fljúga með sig á hááhættusvæði Jónína Símonardóttir segir farþega í spennitreyju, þeir verði að ákveða sjálfir hvort þeir fari eða ekki. 16. mars 2020 11:08