Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2020 12:32 Tobba Marínós fer um víðan völl í þættinum. Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. Tobba hefur komið víða við á sínum ferli og starfaði hún í áraraðir í fjölmiðlum. Hún hefur í gengum tíðina aldrei verið í vandræðum með að fá fín störf og hefur sannarlega komið víða við á sínum starfsferli. Tobba var gestur síðustu viku í Einkalífinu og hefur hún miklar og harðar skoðanir á launum kvenna í samfélaginu. „Ég hef alltaf verið frekar hátt launuð og verið í stjórnendastöðum og verið mjög vel sett og það er því frekar erfitt að taka þá ákvörðun að vera með 25% af þínum venjulegu launum,“ segir Tobba sem varð að taka á sig mikla launalækkun þegar hún fór út í granólabransann. Í dag er hún á frumkvöðlastyrk frá Nýsköpunarsjóði. „Þú skeinir þér á svona þynnsta klósettpappírnum þá mánuði sem þú ert á honum. Ég er ekki dottin í Slots bjórinn en það er stutt í það.“ Eins og áður segir hefur Tobba miklar skoðanir á launum kvenna. „Ég hef mikið skrifað um það og lokaritgerð mín í mastersnáminu fjallaði meðal annars um það hvað þetta er sturlað. Fyrsta dæmið er að við konur viljum fá sömu laun og karlmenn en hvað gerum við þegar við förum í launaviðtal, við berum okkur saman við hvor aðra. Þá er ég aldrei að fara fá sömu laun og karlmaður ef ég er alltaf að spyrja aðrar guggur. Ég ætti frekar að spyrja karlmann hvað hann væri með í laun. Við berum okkur saman og höldum því kannski ómeðvitað hvor annarri niðri.“ Hún segir að það virðist vera þannig að almennt þurfi konur að biðja oftar um launahækkun en karlmenn. „Og þurfa að biðja með meiri þunga á meðan karlmenn virðast bara fá launin. Nú hef ég tekið þónokkur launaviðtöl við karlmenn og konur og alltaf biðja strákarnir um hærri laun sem er svo svekkjandi.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Tobba einnig um upphaf fjölmiðlaferilsins, móðurhlutverkið, fæðingar, brúðkaupið á Ítalíu síðasta sumar, nýja fyrirtækið, álagið að vera ofurkona, hvernig hún tekst á við áföll en hún missti systur sína fyrir nokkrum árum og margt fleira. Rekinn úr draumadjobbinu Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Einkalífið Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Sjá meira
Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. Tobba hefur komið víða við á sínum ferli og starfaði hún í áraraðir í fjölmiðlum. Hún hefur í gengum tíðina aldrei verið í vandræðum með að fá fín störf og hefur sannarlega komið víða við á sínum starfsferli. Tobba var gestur síðustu viku í Einkalífinu og hefur hún miklar og harðar skoðanir á launum kvenna í samfélaginu. „Ég hef alltaf verið frekar hátt launuð og verið í stjórnendastöðum og verið mjög vel sett og það er því frekar erfitt að taka þá ákvörðun að vera með 25% af þínum venjulegu launum,“ segir Tobba sem varð að taka á sig mikla launalækkun þegar hún fór út í granólabransann. Í dag er hún á frumkvöðlastyrk frá Nýsköpunarsjóði. „Þú skeinir þér á svona þynnsta klósettpappírnum þá mánuði sem þú ert á honum. Ég er ekki dottin í Slots bjórinn en það er stutt í það.“ Eins og áður segir hefur Tobba miklar skoðanir á launum kvenna. „Ég hef mikið skrifað um það og lokaritgerð mín í mastersnáminu fjallaði meðal annars um það hvað þetta er sturlað. Fyrsta dæmið er að við konur viljum fá sömu laun og karlmenn en hvað gerum við þegar við förum í launaviðtal, við berum okkur saman við hvor aðra. Þá er ég aldrei að fara fá sömu laun og karlmaður ef ég er alltaf að spyrja aðrar guggur. Ég ætti frekar að spyrja karlmann hvað hann væri með í laun. Við berum okkur saman og höldum því kannski ómeðvitað hvor annarri niðri.“ Hún segir að það virðist vera þannig að almennt þurfi konur að biðja oftar um launahækkun en karlmenn. „Og þurfa að biðja með meiri þunga á meðan karlmenn virðast bara fá launin. Nú hef ég tekið þónokkur launaviðtöl við karlmenn og konur og alltaf biðja strákarnir um hærri laun sem er svo svekkjandi.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Tobba einnig um upphaf fjölmiðlaferilsins, móðurhlutverkið, fæðingar, brúðkaupið á Ítalíu síðasta sumar, nýja fyrirtækið, álagið að vera ofurkona, hvernig hún tekst á við áföll en hún missti systur sína fyrir nokkrum árum og margt fleira. Rekinn úr draumadjobbinu Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn
Einkalífið Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Sjá meira