Þrír starfsmenn Háteigsskóla smitaðir og skólanum lokað Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2020 12:17 Tómlegt var um að litast við Háteigsskóla í dag þegar ljósmyndara Vísis bar að garði. Vísir/Vilhelm Þrír starfsmenn Háteigsskóla hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19-sjúkdómnum og verður skólinn því lokaður í dag. Um er að ræða tvo kennara og einn starfsmann félagsmiðstöðvar við skólann. Frá þessu er greint í tölvupóstum frá skólastjórnendum og Bjarni Brynjólfsson upplýsingafulltrúi Reykjavíkur staðfestir það einnig í samtali við Vísi. Arndís Steinþórsdóttir skólastjóri Háteigsskóla staðfesti við fréttastofu í morgun að skólanum yrði lokað í dag. Hún vildi annars ekki tjá sig um málið fyrir utan það að unnið væri að málum með almannavörnum. Hún kvað þetta vera mjög sérstaka tíma og að foreldrum skólabarna verði haldið upplýstum um framhaldið síðar í dag. Háteigsskóli í morgun.Vísir/vilhelm Um hundrað manns, bæði nemendur og starfsmenn Háteigsskóla, eru nú í sóttkví. Bjarni segir að á meðan verði skólanum lokað, staðan metin og smitrakningateymi almannavarna gefið svigrúm til að athafna sig. Í tölvupósti frá skólastjórnendum kemur fram að þeir sem þurfa að fara í sóttkví vegna kórónuveirutilfellanna þriggja hafi þegar verið látnir vita. „Þetta gerist þannig að það kemur upp smit í félagsmiðstöð, starfsmaður greinist og fimmtán nemendur í sóttkví. Svo kemur upp smit í skólanum, kennari greinist og 26 nemendur og sjö kennarar í sóttkví. Svo aftur 16., þá kemur aftur upp annað smit og þá fara 36 nemendur og fimm starfsmenn í sóttkví,“ segir Bjarni. Bjarni segir að fyrsta smitið hafi verið staðfest 15. mars og seinni smitin tvö svo koll af kolli. Hann veit ekki til þess að fleiri skólum í Reykjavík hafi verið lokað vegna kórónuveirusmita. Tómar kennslustofur í Háteigsskóla.Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám sama „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39 Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39 Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira
Þrír starfsmenn Háteigsskóla hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19-sjúkdómnum og verður skólinn því lokaður í dag. Um er að ræða tvo kennara og einn starfsmann félagsmiðstöðvar við skólann. Frá þessu er greint í tölvupóstum frá skólastjórnendum og Bjarni Brynjólfsson upplýsingafulltrúi Reykjavíkur staðfestir það einnig í samtali við Vísi. Arndís Steinþórsdóttir skólastjóri Háteigsskóla staðfesti við fréttastofu í morgun að skólanum yrði lokað í dag. Hún vildi annars ekki tjá sig um málið fyrir utan það að unnið væri að málum með almannavörnum. Hún kvað þetta vera mjög sérstaka tíma og að foreldrum skólabarna verði haldið upplýstum um framhaldið síðar í dag. Háteigsskóli í morgun.Vísir/vilhelm Um hundrað manns, bæði nemendur og starfsmenn Háteigsskóla, eru nú í sóttkví. Bjarni segir að á meðan verði skólanum lokað, staðan metin og smitrakningateymi almannavarna gefið svigrúm til að athafna sig. Í tölvupósti frá skólastjórnendum kemur fram að þeir sem þurfa að fara í sóttkví vegna kórónuveirutilfellanna þriggja hafi þegar verið látnir vita. „Þetta gerist þannig að það kemur upp smit í félagsmiðstöð, starfsmaður greinist og fimmtán nemendur í sóttkví. Svo kemur upp smit í skólanum, kennari greinist og 26 nemendur og sjö kennarar í sóttkví. Svo aftur 16., þá kemur aftur upp annað smit og þá fara 36 nemendur og fimm starfsmenn í sóttkví,“ segir Bjarni. Bjarni segir að fyrsta smitið hafi verið staðfest 15. mars og seinni smitin tvö svo koll af kolli. Hann veit ekki til þess að fleiri skólum í Reykjavík hafi verið lokað vegna kórónuveirusmita. Tómar kennslustofur í Háteigsskóla.Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám sama „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39 Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39 Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira
Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám sama „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39
Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39
Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20