Gleymdu að setja upp grímurnar þegar þeir plönuðu innbrotið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2020 15:02 Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, hefur áður þurft að sópa upp glerbrot eftir innbrot í Melabúðina. Vísir/Vilhelm Brotist var inn í Melabúðina í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Um var að ræða þjófa sem gripu með sér tóbak áður en þeir tóku á rás niður Hagamelinn. Lögregla segist hafa upplýsingar um hverjir voru þarna á ferðinni. Einhverjir Vesturbæingar rumskuðu við það rétt fyrir klukkan fimm í nótt að rúða var brotin við innganginum að Melabúðinni. Það var stilla og hljóðbært í nótt svo lætin af innbrotinu bárust í næsta nágrenni. Samkvæmt heimildum Vísis voru þjófarnir tveir. Annar sem fór inn og hinn sem stóð vaktina fyrir utan búðina. Tóku þeir á sprett niður Hagamelinn með tóbak í poka. Lögreglubílar voru mættir mjög fljótlega en tókst ekki að finna þá í nótt. „Miklir snillingar“ Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, er öllu vanur þegar kemur að innbrotum. Melabúðin hefur verið rekin frá árinu 1956 og þótt Pétur hafi ekki staðið vaktina allan þann tíma man hann eftir fleiri en einu og fleiri en tveimur innbrotum. „Þetta er ekki í fyrsta skipti,“ segir Pétur sem hefur þó aldrei gaman af því að hreinsa upp glerbrotin eftir þjófana. Pétur segir innbrotið hafa náðst á öryggismyndavél en þar séu bæði sá sem braut rúðuna og sá sem stóð vaktina með grímur á höfði. Þeir voru hins vegar fyrir utan búðina að fara yfir málin á ellefta tímanum í gærkvöldi með engar grímur. Ráðabruggið grímulausa náðist sömuleiðis á myndbandsupptöku. „Þeir voru svo miklir snillingar,“ segir Pétur. Rannsókn í góðum farvegi Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa upplýsingar um hverjir hafi hugsanlega verið á ferðinni þarna. Málið sé í góðum farvegi. Þjófarnir brutu rúðuna hægra megin við innganginn og klifruðu inn til að ná sér í tóbak.Vísir/Vilhelm Pétur segist vona að innbrotum fari ekki að fjölga í því ástandi sem nú gengur yfir vegna kórónuveirunnar. Viðbúið er að fólk hafi minna á milli handanna enda atvinnuleysi töluvert. Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna að mati hagsjár Landsbankans. Merkir jafnaðargeð hjá afslöppuðum viðskiptavinum Samkomubann hófst á miðnætti aðfaranótt mánudags og segir Pétur að merkja hafi mátt aðeins færri gesti í Melabúðinni í gær en allajafna á mánudögum. En hafa verði í huga að einhverjir hafi verið byrjaðir að hamstra. Pétur segir engan vöruskort í landinu og fólk muni áfram vilja sækja sína ferskvöru í Melabúðina. Hann merki jafnaðargeð hjá viðskiptavinum og fólk sé afslappað. Í Melabúðinni sé farið eftir tilmælum almannavarna varðandi fjölda fólks og bil á milli. Höfða sé til fólks að passa sig. „Þetta er náttúrulega lítil búð og fólk þarf að gæta sjálft að sínu,“ segir Pétur. Ekki standi á þrifum, spritti og öllu þess háttar. Eitthvað sé um að viðskiptavinir spyrjist fyrir um heimsendingar og sé reynt að verða við því eftir því sem hægt er. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fleiri fréttir Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sjá meira
Brotist var inn í Melabúðina í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Um var að ræða þjófa sem gripu með sér tóbak áður en þeir tóku á rás niður Hagamelinn. Lögregla segist hafa upplýsingar um hverjir voru þarna á ferðinni. Einhverjir Vesturbæingar rumskuðu við það rétt fyrir klukkan fimm í nótt að rúða var brotin við innganginum að Melabúðinni. Það var stilla og hljóðbært í nótt svo lætin af innbrotinu bárust í næsta nágrenni. Samkvæmt heimildum Vísis voru þjófarnir tveir. Annar sem fór inn og hinn sem stóð vaktina fyrir utan búðina. Tóku þeir á sprett niður Hagamelinn með tóbak í poka. Lögreglubílar voru mættir mjög fljótlega en tókst ekki að finna þá í nótt. „Miklir snillingar“ Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, er öllu vanur þegar kemur að innbrotum. Melabúðin hefur verið rekin frá árinu 1956 og þótt Pétur hafi ekki staðið vaktina allan þann tíma man hann eftir fleiri en einu og fleiri en tveimur innbrotum. „Þetta er ekki í fyrsta skipti,“ segir Pétur sem hefur þó aldrei gaman af því að hreinsa upp glerbrotin eftir þjófana. Pétur segir innbrotið hafa náðst á öryggismyndavél en þar séu bæði sá sem braut rúðuna og sá sem stóð vaktina með grímur á höfði. Þeir voru hins vegar fyrir utan búðina að fara yfir málin á ellefta tímanum í gærkvöldi með engar grímur. Ráðabruggið grímulausa náðist sömuleiðis á myndbandsupptöku. „Þeir voru svo miklir snillingar,“ segir Pétur. Rannsókn í góðum farvegi Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa upplýsingar um hverjir hafi hugsanlega verið á ferðinni þarna. Málið sé í góðum farvegi. Þjófarnir brutu rúðuna hægra megin við innganginn og klifruðu inn til að ná sér í tóbak.Vísir/Vilhelm Pétur segist vona að innbrotum fari ekki að fjölga í því ástandi sem nú gengur yfir vegna kórónuveirunnar. Viðbúið er að fólk hafi minna á milli handanna enda atvinnuleysi töluvert. Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna að mati hagsjár Landsbankans. Merkir jafnaðargeð hjá afslöppuðum viðskiptavinum Samkomubann hófst á miðnætti aðfaranótt mánudags og segir Pétur að merkja hafi mátt aðeins færri gesti í Melabúðinni í gær en allajafna á mánudögum. En hafa verði í huga að einhverjir hafi verið byrjaðir að hamstra. Pétur segir engan vöruskort í landinu og fólk muni áfram vilja sækja sína ferskvöru í Melabúðina. Hann merki jafnaðargeð hjá viðskiptavinum og fólk sé afslappað. Í Melabúðinni sé farið eftir tilmælum almannavarna varðandi fjölda fólks og bil á milli. Höfða sé til fólks að passa sig. „Þetta er náttúrulega lítil búð og fólk þarf að gæta sjálft að sínu,“ segir Pétur. Ekki standi á þrifum, spritti og öllu þess háttar. Eitthvað sé um að viðskiptavinir spyrjist fyrir um heimsendingar og sé reynt að verða við því eftir því sem hægt er.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fleiri fréttir Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sjá meira