Víða skert starfsemi í grunnskólum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. mars 2020 18:55 Tveir grunnskólar eru lokaðir vegna þess að starfsfólk hefur smitast af kórónuveirunni. Börn starfsfólks í leik-og grunnskólum hafa forgang um aukna þjónustu í skólunum. Þrír starfmenn Háteigsskóla hafa greinst með kórónuveiruna og var skólanum lokað í dag og næstu tvær vikurnar. Þá var grunnskólanum í Hveragerði lokað fyrir helgi og er hann lokaður til 23. mars. Þorsteinn Sæberg formaður skólastjórafélagsins segir að víða hafi orðið skerðing á skólastarfi. „Það er verið að skipuleggja skólastarfið eftir fyrirmælum sóttvarnalæknis sem þýðir að það mega ekki vera fleiri en 20 manns í skilgreindum rýmum. Samgangur má ekki vera mikill milli nemenda svo að það gerist ekki það sama og í Háteigsskóla og í Hveragerði ef sýking kemur upp. Þá er starfsmannahaldið, fólk er veikt, í sóttkví eða með undirliggjandi sjúkdóma og þá má það ekki koma í skólann við þessar aðstæður. Þá er verið að reyna að skipta starfsmannahópnum upp þannig að helmingur kemur einn daginn og hinn næsta dag og það er allt sótthreinsað á milli,“ segir Þorsteinn. Starfsfólk á forgangslista almannavarna getur sótt um aukna- skóla-, leikskóla-og frístundaþjónustu. Starfsfólk grunn-og leikskóla er þar í fyrsta skipti. „Þessu fólki verðum við að sinna umfram öðru fólki einfaldlega vegna þeirra starfa sem það sinnir á þessum tímum,“ segir Þorsteinn. Vel hefur gengið að skipuleggja skólastarf í Laugalækjarskóla Jón Páll Haraldsson skólastjóri í Laugalækjarskóla segir að vel hafi gengið að skipuleggja skólastarfið síðustu daga.Visir/Egill Nemendum er skipt upp í Laugalækjarskóla og fá tvær stundir á dag í kennslu. Krakkar sem við ræddum við þar í dag voru ánægðir með viðbrögð skólans. Mikilvægt væri að komast í skólann til að halda rútínu. Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla sagði að vel hefði gengið að bregðast við fyrirmælum sóttvarnalæknis. „Það hefur gengið vonum framar að skipuleggja starfið. Starfsfólkið hefur lagt sig mikið fram og nemendur eru æðrulausir. Við erum með unglingastig þannig að þetta er auðveldara hér en í skólum þar sem börnin eru yngri. Við höfum lokað matsalnum hér og þau fá mat í skólastofurnar. Við erum einnig að undirbúa nemendur fyrir sjálfsnám ef til lokunar kemur,“ segir Jón Páll. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Loka Háteigsskóla í tvær vikur Stjórnendur Háteigsskóla hafa tekið ákvörðun um að loka skólanum fyrir nemendum í fjórtán daga í samráði við almannavarnir og sóttvarnalæknir. Skólanum var lokað í dag eftir að þrír starfsmenn greindust með Covid-19-sjúkdóminn af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru. 17. mars 2020 18:08 250 nemendur við grunnskólann í Hveragerði í sóttkví vegna smits kennara Kennari við grunnskólann í Hveragerði hefur greinst með kórónuveiruna og hafa 250 börn við skólann verið skipuð í sóttkví. 14. mars 2020 21:18 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Tveir grunnskólar eru lokaðir vegna þess að starfsfólk hefur smitast af kórónuveirunni. Börn starfsfólks í leik-og grunnskólum hafa forgang um aukna þjónustu í skólunum. Þrír starfmenn Háteigsskóla hafa greinst með kórónuveiruna og var skólanum lokað í dag og næstu tvær vikurnar. Þá var grunnskólanum í Hveragerði lokað fyrir helgi og er hann lokaður til 23. mars. Þorsteinn Sæberg formaður skólastjórafélagsins segir að víða hafi orðið skerðing á skólastarfi. „Það er verið að skipuleggja skólastarfið eftir fyrirmælum sóttvarnalæknis sem þýðir að það mega ekki vera fleiri en 20 manns í skilgreindum rýmum. Samgangur má ekki vera mikill milli nemenda svo að það gerist ekki það sama og í Háteigsskóla og í Hveragerði ef sýking kemur upp. Þá er starfsmannahaldið, fólk er veikt, í sóttkví eða með undirliggjandi sjúkdóma og þá má það ekki koma í skólann við þessar aðstæður. Þá er verið að reyna að skipta starfsmannahópnum upp þannig að helmingur kemur einn daginn og hinn næsta dag og það er allt sótthreinsað á milli,“ segir Þorsteinn. Starfsfólk á forgangslista almannavarna getur sótt um aukna- skóla-, leikskóla-og frístundaþjónustu. Starfsfólk grunn-og leikskóla er þar í fyrsta skipti. „Þessu fólki verðum við að sinna umfram öðru fólki einfaldlega vegna þeirra starfa sem það sinnir á þessum tímum,“ segir Þorsteinn. Vel hefur gengið að skipuleggja skólastarf í Laugalækjarskóla Jón Páll Haraldsson skólastjóri í Laugalækjarskóla segir að vel hafi gengið að skipuleggja skólastarfið síðustu daga.Visir/Egill Nemendum er skipt upp í Laugalækjarskóla og fá tvær stundir á dag í kennslu. Krakkar sem við ræddum við þar í dag voru ánægðir með viðbrögð skólans. Mikilvægt væri að komast í skólann til að halda rútínu. Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla sagði að vel hefði gengið að bregðast við fyrirmælum sóttvarnalæknis. „Það hefur gengið vonum framar að skipuleggja starfið. Starfsfólkið hefur lagt sig mikið fram og nemendur eru æðrulausir. Við erum með unglingastig þannig að þetta er auðveldara hér en í skólum þar sem börnin eru yngri. Við höfum lokað matsalnum hér og þau fá mat í skólastofurnar. Við erum einnig að undirbúa nemendur fyrir sjálfsnám ef til lokunar kemur,“ segir Jón Páll.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Loka Háteigsskóla í tvær vikur Stjórnendur Háteigsskóla hafa tekið ákvörðun um að loka skólanum fyrir nemendum í fjórtán daga í samráði við almannavarnir og sóttvarnalæknir. Skólanum var lokað í dag eftir að þrír starfsmenn greindust með Covid-19-sjúkdóminn af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru. 17. mars 2020 18:08 250 nemendur við grunnskólann í Hveragerði í sóttkví vegna smits kennara Kennari við grunnskólann í Hveragerði hefur greinst með kórónuveiruna og hafa 250 börn við skólann verið skipuð í sóttkví. 14. mars 2020 21:18 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Loka Háteigsskóla í tvær vikur Stjórnendur Háteigsskóla hafa tekið ákvörðun um að loka skólanum fyrir nemendum í fjórtán daga í samráði við almannavarnir og sóttvarnalæknir. Skólanum var lokað í dag eftir að þrír starfsmenn greindust með Covid-19-sjúkdóminn af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru. 17. mars 2020 18:08
250 nemendur við grunnskólann í Hveragerði í sóttkví vegna smits kennara Kennari við grunnskólann í Hveragerði hefur greinst með kórónuveiruna og hafa 250 börn við skólann verið skipuð í sóttkví. 14. mars 2020 21:18